Fræðsla fyrir fróðleiksfúsa og minna forvitna...

Góðan daginn góðir hálsar,( augu?)

Ég var að renna yfir blogg og kvitt hjá mínum ágætu bloggvinum og það var ansi skemmtilegt, svona í heildina séð. Ég má til með að segja ykkur að á þessari bloggyfirferð minni áttaði ég mig á einu mikilvægu!

Ég áttaði mig á að til er einkenni/heilkenni sem ekki er til greining á!!!

Já, þetta er rétt hjá mér og látið vera að mótmæla því, þar sem ég er á þessari skoðun og hún gildir hér.

Hvað er það sem er rétt hjá mér?

Ég er búin að búa til greiningu. Greiningu á fólki sem alltaf er saklaust af öllu sem það gerir. Ekkert er þeim að kenna. Veit ekki hvort þið þekkið svona fólk, en í starfi mínu hér í DK hef ég mætt mörgum með þetta einkenni og er þar um að ræða bæði börn og fullorðna. Fólk með þokkalega greind sem og greindarskerðingu. Virðist þetta einkenni geta háð fólki óháð kyni, kynþætti, aldri, né öðru sem oft hefur áhrif, jafnvel skatttekjur hafa ekki áhrif þarna!!!

Þetta einkenni/heilkenni hef ég nefnt: ÞÉRKENNI.  Byggist það á tilhneigingu"sjúklingsins" til að taka aldrei ábyrgð á eigin gerðum og kenna þér eða öllu/öllum um.

Jamm... 

Verði ykkur að góðu.

Er farin að pakka niður.

Er að fara yfir 5 eyjar með meiru í dag Wink

Alveg rétt, í símtalinu á sunnudaginn var ég og mín fjölskylda boðin til Íslands Wizard

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Jamm, ein algengasta ástæðan fyrir því að fólk skiptir um vinnu, " það er þér að kenna"  Góða ferð í fríið. Heyrumst. 

Ásdís Sigurðardóttir, 1.8.2007 kl. 18:50

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Góða ferð til Íslands

Huld S. Ringsted, 1.8.2007 kl. 20:02

3 identicon

Velomin til Íslands elskan :)

Fjæola systir 2.8.2007 kl. 01:56

4 identicon

he he varð eitthvað útlensk að kvitta eftir lestur þinn

Fjóla systir 2.8.2007 kl. 01:58

5 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Þá er maður bara mættur á eyjuna yndislegu Búin að fara út að skokka og he he... mátti til með að skokka upp á áttundu hæð. Smá bilun í gangi. Mikilvægt að vera smá klikk

Guðrún Þorleifs, 2.8.2007 kl. 09:57

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Takk fyrir innlit og frásögn mín megin. Virkilega gaman að heyra þetta. Já, það er alveg greinilegt að dýr hafa mikil áhrif á einhverfa og mér finnst það næstum því vera réttindi hvers einasta barns að fá að alast upp með dýrum.

Velkomin til landsins

Jóna Á. Gísladóttir, 2.8.2007 kl. 13:00

7 Smámynd: Linda Ásdísardóttir

Ég var að lesa komment frá þér á blogginu hennar Thelmu systur. Ert þú skyld okkur í Sigríðarlegginn?

Linda Ásdísardóttir, 4.8.2007 kl. 00:26

8 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Sæl Linda, Sigríður móðuramma þín og Guðrún föðuramma mín voru systur. Dætur hjónanna Guðfinnu og Guðna í Hvammi. 

Guðrún Þorleifs, 4.8.2007 kl. 08:04

9 Smámynd: Linda Ásdísardóttir

Já, ég á alveg eftir að kynnast þessum ættingjahópi, sem væri ekki úr vegi þar sem ég bý á Suðurlandi núna og ættingjar allt um kring. Ég bíð bara eftir að einhverjum detti í hug að skipuleggja ættarmót :)

Linda Ásdísardóttir, 4.8.2007 kl. 10:14

10 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Það er rétt, við erum mörg þar ( þó ég búi í DK þá er ég rangæingur enda á maður sitt hús og sína skika þar ) Ertu nálægt Höllu eða í Árnessýslu?

Er að fara austur núna. Afmælið búið og þá dregur allt mig austur 

Já og ekki má gleyma hvað þetta er skemmtilegt fólk þarna

Guðrún Þorleifs, 4.8.2007 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband