Í dag

óska ég sjálfri mér til hamingju með daginn Wizard Ég er svo ferlega ánægð með að eiga afmæli í dag. Veðrið er frábært og ég er búin að vera á fótum síðan um sjö í morgunn. Fékk herbate og gjöf í rúmið InLove Bara æðislegt!!!

Ég er svo ánægð með þennan dag, vegna þess að ég er svo sátt með mig. Ég hef þá tilfinningu að undanfarin 5 ár hafi ég heilsufarslega farið batnandi. Mér hefur tekist að breyta lífsstíl mínum þannig að ég hef meiri orku en áður. Ég er bara rosa spræk og finnst það skemmtilegt. Ekkert magavesen, háþrýstingur, hausverkur, liðverkir eða önnur óáran hrjá mig í dag! 

Ef ég hugsa til dagsins þegar ég varð 36ára. Úff... Ég fór fram um morguninn, leit í spegil og þá hugsaði ég: "hingað og ekki lengra"!!! Það tók mig langan tíma að finna það sem hentaði mér og vinna á lélegu formi og heilsu. Nú er annað upp á teningnum. Leit í spegil í morgunn og brosti til þessarar lífsglöðu konu sem ég sá þar og þekki orðið svo vel Kissing

Kæru bloggvinir ykkur er hér með boðið í te eða kaffi í tilefni dagsins Wizard

Stærsta og dýrmætasta gjöfin sem ég fæ í dag, er heimsókn systur minnar og mágs InLove Mér finnst alveg magnað að þau skuli vera að koma í dag og ég hlakka svo til að ég get ekki beðið...

 

Knús til ykkar 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæra vinkona

Til hamingju með daginn.  Megi hann verða góður áfram.

Kv. Hjördís og co.

Hjördís og co. 25.7.2007 kl. 10:40

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Takk Hjördís mín Búin að kíkja á myndirnar ykkar. Sýnist þið fá gott útsýni þarna

Kær kveðja frá okkur hér í Humlehaven

Guðrún Þorleifs, 25.7.2007 kl. 11:34

3 identicon

Takk fyrir það Guðrún.  Þú vonandi fattar undiralbúmin en það nýjasta er thaksperrur vika 1.  Í dag á að loka þakinu :)  Var að senda þér póst.  Værir þú til í að kíkja á hann fyrir mig?

Kv. Hjördís

Hjördís 25.7.2007 kl. 12:16

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til hamingju með daginn bloggvinkona

Huld S. Ringsted, 25.7.2007 kl. 12:32

5 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Takk Huld

Hjördís, sendir þú á stofanet eða hotmail? Ekkert komið.... Spennt að sjá fleirri myndir

Guðrún Þorleifs, 25.7.2007 kl. 12:49

6 identicon

Sendi á hotmailið.  Prófa að senda aftur.

Kv. Hjördís

Hjördís 25.7.2007 kl. 14:03

7 Smámynd: Guðrún Þorleifs

skoða þetta Hjördís mín. Er með margar spurnigar og getum við talað saman eftir helgi? Ég er í fríi mánudag og þriðjudag.

Guðrún Þorleifs, 25.7.2007 kl. 20:00

8 Smámynd: Linda

Vá INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN!!!  Ég brosi þegar ég las þennan þráð og þín gleði gaf mér gleði og ég sendi þér þakkir fyrir það.

Guð blessi þig á þessum fallega deigi.

kv.

Linda.

Linda, 25.7.2007 kl. 20:05

9 identicon

Hjartanlega til hamingju með daginn elsku Guðrún mín.
Með þessu áframhaldi verður þú yngri með árunum :)

Bibba 25.7.2007 kl. 21:13

10 Smámynd: Ellý Ármannsdóttir

Innilegar hamingjuóskir fallega Guðrún.

Hlý kveðja,

Ellý

Ellý Ármannsdóttir, 25.7.2007 kl. 21:29

11 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Linda mín, takk fyrir fallegar kveðjur.

Bibba mín, engin spurning. maður er enn á leið á toppinn ;) Þarf að skoða betur ábendinguna þína með hjólið. Vantar annað en OMG hvernig á það að vera... Það þarf að uppfylla mörg skilyrði :)

Ellý mín, stórt knús til þín :)

Guðrún Þorleifs, 25.7.2007 kl. 21:45

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ELSKU BLOGGVINKONA, flott hjá þér að lofa okkur að vita að þetta er dagurinn þinn. Vona að hann hafi verið yndislegur. Fyrir 29 árum skírði ég frumburðinn minn akkúrat á þessum degi. Hafðu það sem allra best með fjölskyldu og vinum.  kær kveðja  

Ásdís Sigurðardóttir, 25.7.2007 kl. 22:13

13 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

innilega hjartanlega til lykke mad dagen, I dag er det stor dag !

Fødselsdagssangen
 

Uret ringer klokken tidligt Og du vågner og er glad
 Skynd dig op og tis og skid lidt Så skal du få morgen mad
 Alle vennerne kommer Moster morgens og tante bo
 De har bæ i deres lommer de har ost i deres sko

Omkvæd:
 Det er din fødsels- dag Tralulalulala- lulalaj
 Sikke en glædens- dag Se en hest den skal du ha´

Vers 2:
Helt fra norge kommer bjarne
Se med sig har han en ko
Han har spist af den på vejen ellers
Er den ganske god
Og din mor den yndige rose
Hun er vældig hun er flot
Hun har vandmænd i en pose
Pakket ind i eget snot
Det er din fødselsdag
Tra….
Sikke en glædens dag
Se en fisk den skal du ha´

Vers 3:
Og den dag du kom til verden
Lignede du en ny født gris
Og din far sagde fy for satan
Den skal i den blå avis
Du var grim ja du var skiden
Ja du lignede din mor
Men det er jo længe siden
Så syng alle med i kor
Det er din fødselsdag
Tra….
Sikke en glædens dag
Se en gnu den skal du ha´
Det er din fødselsdag
Tra….
Sikke en glædens dag
Se en hest den skal du ha´

Alheimsljós til þín og þinna

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.7.2007 kl. 09:05

14 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Afmælisknús!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.7.2007 kl. 19:39

15 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ásdís mín, þú hefur þá skírt frumburðinn daginn sem ég varð tvítug. Sniðugt hjá þér  

Steina mín, nú þarf ég bara lagið og þá gæti maður kyrjað þetta frábæra afmælisljóð!!! Takk

Gott að "sjá" þig hér Katrín. Vonandi þarftu ekki á Örk að halda Meiri rigningin sem hrjáir ykkur

Bloggvinaknús til ykkar

Guðrún Þorleifs, 26.7.2007 kl. 20:46

16 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

emilinn minn er bella@simnet.is

láttu heyra frá þér.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.7.2007 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband