Verðlag og fl.

Í dag þurfti ég að skreppa í búðir. Það er í sjálfu sér ekkert merkilegt og í raun hundleiðist mér það. Má ekkert vera að slíku veseni Wink En  nú vantaði minn mann skrúfur í danska byko og mig mold í danska eden. Í danska byko fann ég skrúfurnar og þegar ég var á leið að kassanum sá ég óvart, lítið krúttlegt grill sem lækkað var um helming. Keypti það. Gott að eiga nýtt grill þegar við erum búin að byggja pallinn Halo Ég meina það, við erum enn Íslendingar þrátt fyrir þessi 8 ár.
Svo fór ég í dönsku blómabúðina. Kaupa mold á rósina sem ég þarf að færa út af væntanlegum palli og því að verið var að setja glugga í þar sem hún stóð og því bara tæmið að flytja hana. Nú það eru stundum tilboð í DK og nú sá ég 3 hortensíur fyri 100 kall. Keypti þær. Vantaði  2 en konan á móti á afmæli á morgunn, gef henni þá þriðju Halo Svo voru 2 Lísur á tilboði. Öll blómin mín voru drukknuð og svo...       8 blóm fóru með mér heimJoyful
 

júlí 013
Já, ég bara fyllti skottið úr því ég var byrjuð. Grillið innst, skottið stórt Wink
Kostaði?
800 kr danskar Whistling
Sæi mig gera sömu innkaup á Íslandinu mínu kæra fyrir þennan pening  Sideways

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð Guðrún mín

Heldurðu ég hafi ekki fundið síðuna þína!!! (mér finnst nú að mamma og pabbi hefðu mátt láta mig vita af þessari síðu)

Þori ekki öðru en að kvitta fyrir innlitið.. Annars gæti ég verið látin sitja eftir.. humm nei það hefði bara verið hægt í 6 ára bekk ;)

Bið að heilsa í bæinn þinn. Njótið blómanna.

Bestu kveðjur

Ragnheiður

Ragnheiður Guðjónsdóttir 21.7.2007 kl. 19:17

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Greinilega gaman að fara í búð með þér  svona lagað gerist stundum hjá mér þegar ég skrepp eftir skrúfu eða nagla    bara gaman að svoleiðis. Vona að sólin fari að skína á ykkur eitthvað að ráði.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.7.2007 kl. 23:57

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég þekki þetta með blómin, keypti fullt af blómim um daginn í garðinn minn. heislársblómum ! 

Hafðu fallegan dag ! Hérna hjá mér er hellt úr fötu, Guðirnir gráta !!

Alheimsljós til þín frá mér

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.7.2007 kl. 13:18

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

ég er sko ansi hrædd um að það fengist bara helmingurinn fyrir þennan pening hérna.

Huld S. Ringsted, 22.7.2007 kl. 13:53

5 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Gaman að sjá þig hér Ragnheiður mín  Gott hjá þér að kvitta krakki  He he... sitja eftir... Veit nú ekki hvað þú hefðir þurft að gera til að verðskulda tað  Til hamingju með Masterinn! Ég skildi mömmu  þína þannig að hún þakkaði mér þetta  humm,,, eða átti hún við eitthvað annað ?

Óska ykkur alls góðs í næsta áfanga  Knús til þín kellan mín.

Ásdís mín, ég er vonlaus búðarbjáni. Kem sjaldnast heim með það sem ég ætla mér

Steina mín, það er mikil augnhreinsun í gangi þarna uppi. Vona að sólin skíni á morgunn, þá er ég komin í vikufrí

Huld, kannski helmingurinn af blómunum  ekki grillið eða skrúfurnar

ùff... hvað þetta er mikil vinna með dk stafi og tölvu sem ekki vill skipta yfir í isl.stafi

Guðrún Þorleifs, 22.7.2007 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband