Úff

Ég slapp ekki. Dem.

Nú er hún Thelma búin að klukka mig og ég get ekki skorast undan. Maður tekur þátt í leiknum úr því ég slapp ekki Wink

Verð að viðurkenna að það hefði þóknast mér betur að að vera laus við þetta. Ég veit heldur ekki alveg hverja ég á að klukka þar sem ég hef fáa en knáa bloggvini hér á mbl blogginu. Held að allir hafi verið klukkaðir.

Nú er svo komið að því að opinbera eitthvað um mig sem þið ekki vitið. Sennilega af nógu að taka en spurning hvað fær að flakka. Whistling

1. Ég er mjög varkár í samskiptum við fólk sem ég þekki lítið. Held mig gjarnan til hlés. Hlusta og tek eftir.

2. Ég er feimin og hef verið það alla tíð. Mörgum sem þekkja mig finnst það ótrúlegt, en svona er þetta samt. Góð leikkona Bandit Er bara ekki þetta athyglissjúka ljón sem lýst er í öllum stjörnuspám.

3. Ég er bókaormur og á náttborðinu mínu eru núna: 

  1. Det skal mærkes at vi lever.
  2. Með lífið að láni.
  3. Herbalife vörubæklingur.
  4. Náðargáfan lesblinda.
  5. Dyslexia - a parents survival guied.
  6. Kost - Adfærd - Indlærnigsevne
  7. Gyldendals Løbebog.
  8. Líkami fyrir lífið fyrir konur.
  9. Hlaupadagbók.
  10. Matardagbók.
  11. Reading by the Colors.
  12. 2 Sudoku bækur.

Í þessu les ég fram og til baka, allt eftir því hvað á huga minn mest hverju sinni. Var að klára Alkemistan og svo les ég ýmsar skáldsögur en þær fljúga svo sína leið þegar þær eru afgreiddar Wink

4. Í augnablikinu veit ég ekki hvort ég á að vera stuttklippt eins og ég hef svo lengi verið eða með þetta líka axlarsíða hár sem ég er komin með...  Úff Shocking

5. Ég hef farið varlega í að velja mér bloggvini. finnst mjög óþægilegt að kvitta hjá Ásdísi sem er komin hátt á "vinsældarlistan". Bít þó á jaxlinn nú orðið og geri það. Hef meira að segja kvittað hjá öðrum og alveg fengið hnút í magan yfir að vera svona frökk. Sick

6. Ég er að reyna að koma í gang hjólagrúbbu hér í Sdb. Finnst svo mikilvægt að hreyfa mig og  það þarf ekki að fara fram í flottum líkamsræktarsal.

7. Hef hlaupið í nokkur ár í skóginum 5 til 10 km er hætt að villast þar. Hef alltaf komist heim. Er samt ekki búin að hlaupa síðan í haust þegar ég snéri mig illa á ökkla og eyðilagði allan bata milli jóla og nýárs. Fannst ég svo góð að ég skellti mér í maraþonspinning í 3 tíma og næsta dag hjólaði ég 65 km niður að landamærunum við Þýskaland.Voða gaman fannst mér en ekki ökklanum sem snarversnaði og rændi mig nætursvefni í nokkrar vikur. Avvv... 

8. Ég og Thelma eigum sömu langömmuna og langafann Wink Aðra bloggvini hef ég valið eftir "min syvende sanse" Sideways

Hjúkket, þá er þetta búið. Nú er að velja einhverja til að klukka.

Ég klukka:

  1. Bibba svala Ironman
  2. Dagga Súper spinnari
  3. Fjóla Hressa
  4. Lára María á Hveitiakrinum
  5. Linda megabeib
  6. Palli Nabo
  7. Hrund Hrundsen
  8. Dísa í DK

Þar með er þetta komið. Nú loka ég augunum, vista og birti.

Farin út að gera eitthvað af viti. Whistling

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þetta var flott hjá þér og velkominn í hópinn "feimna ljónið", ég er líka ansi góður leikari. Kannast við þessa tilfinningu um hnútinn eftir kvittun

Huld S. Ringsted, 19.7.2007 kl. 13:47

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Guðrún Þorleifs, 19.7.2007 kl. 14:17

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hvaða hvaða ! enga feimni !

ég elska bækurnar hans Paulo Coelho Alkymisten var sú fyrsta sem ég las, var að kaupa mér eina í dag, þá síðustu sem ég hef ekki lesið  eftir hann "Elleve minutter" ! hlakka svo til að lesa hana.

Ljós og knús til þín feimna kona

steina (ég er líka feimin, en held maður sé af því maður er hræddur um að standast ekki væntingar sinna og annarra, s put !) 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 19.7.2007 kl. 16:07

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Steina ég er sammála, mig langar að lesa meira eftir hann Paulo. Helst á íslensku af því ég las þessa á íslensku. 

Guðrún Þorleifs, 19.7.2007 kl. 21:16

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

  Snilldar bókalisti hjá þér. Þú ert með fleiri bækur en ég og þó ef ég tel 3 nýjustu sem ég keypti í ferðinni norður þá er þetta svipað. Vil svo ekki heyra svona, að það sé óþægilegt að kvitta hjá mér, ég sem er bara svona feimin og venjuleg kona, gæti trúað að við séum ekki svo ólíkar.  Knús og kveðja til þín og mundu, alltaf að kvitta.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.7.2007 kl. 21:56

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hafðu engar áhyggjur. Ég er númer "undir 400" á svokölluðum vinsældalista....svo þú ert örugg hjá mér. Ég veit hvað herbó gerir gott....og ég ELSKA Paulo Goelho.

Alkemistinn var fyrsta sem ég las eftir hann..svo hef eg lesið allt hitt og líka ævisöguna hans sem gefur margt í skyn um hver er hvað í bókunum hans.

Og mér finnst þú bara frábær kona. Algerlega að taka þitt líf í þínar hendur þar sem það á að vera mín kæra.

Vinkona

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.7.2007 kl. 00:25

7 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Æ, hvað þið eruð sætar

Ásdís, einu sinni kvittaði ég í gestabókina þína og einu sinni reyndi ég að kvitta án þess að vera logguð inn á mbl.bloggið. Það tókst ekki Ég er alger... he he he og neita því ekki.

Katrín mín, þú ert svo frábær penni og pælari, að þú hlýtur að flokkast undir ófundna perlu ef þú ert svona staðsett á listanum

Kærleiksknús til ykkar allra.  

Guðrún Þorleifs, 20.7.2007 kl. 05:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband