Hvað svo?

Í framhaldi af síðustu færslu minni, langar mig að velta upp spurningunni: Hvað svo?

Já, hvað verður um þessa fjölskyldu þegar hún verður send til Íraks? Þau flúðu þaðan fyrir  sjö árum. Kristin fjölskylda.  Hafa hafst við í flóttamannabúðum hér í DK. Lært málið, að einhverju leiti aðlagast nýju samfélagi. Þó ekki sem skyldi, því þau hafa ekki getað orðið hluti af samfélaginu hér því þau eru ekki með landvistarleyfi, eru á "pásu". Hvernig á að vera hægt að lifa uppbyggjandi lífi þannig? Hvernig er hægt að byggja upp til framtíðar þannig? Eiga drauma um menntun og vinnu? Hvernig er hægt að halda sjálfsmyndinni í lagi, sjáfsvirðingunni? Sjö ár í bið eftir landvistarleyfi? Hvernig heimur er þetta? Gefa fólki landvistarleyfi, afturkalla það næsta dag og hafa ekkert annað um málið að segja en:" þetta voru mistök". Ég held ég eigi seint eftir að gleyma andlitinu á konunni frá útlendingaþjónustunni þegar TV2 spurði hana útí málið. Frosið kerfisandlit, tilfinningalaust, engin vorkunn, engin skömm, ekkert sem benti til mannlegra tilfinninga! Ojj bara! 

Ég get ekki látið vera að velta fyrir mér hver örlögum þessarar fjölskyldu. Gæti svo vel hugsað mér að með þeim yrði fylgst áfram.

Hér hafa svo skelfilegir hlutir gerst í þessum málum. Börn sem eiga fjölskyldu með landvistarleyfi hér er vikið úr landi og sent til gamla heimalandsins með skelfilegum afleiðingum.  

Man eftir eftir drengnum sem fékk ekki landvistarleyfi, en mamma hans og systir fengu landvistarleyfi. hann var sendur "heim" held til Írak eða Íran. þegar heim var komið var honum hent beint inn í svarthol og mátti dúsa þar við reglulegar pyntingar í langan tíma. Með einhverjum hætti tókst honum að koma aftur til dk. en eyðilagður á sál og líkama. Hann var 17 ára þegar hann var skilin frá móður sinni og sendur "heim" frá ættingjum sínum.

Nýlegt dæmi er 10 ára kínversk stúlka sem á móður hér. Hún fékk ekki landvistarleyfi hjá móður sinni og átti að sendast til baka til Kína þar sem hún átti ekki aðra fölskyldu en aldraða og veika móðurömmu sem ekki treysti sér til að sjá um hana!

Ég skil þetta ekki .

Og svo skil ég  ekki hvernig stendur á því að Danir hafa tekið við öllum þessum Tyrkjum ( Hvað er að í Tyrklandi, geta þeir ekki bara verið þar?) sem fæstum dettur eitt augnablik í hug að aðlagast landi og þjóð á nokkurn hátt, ibba sig og Danir lúta höfði og láta þá komast ótrúlega langt með það. . .

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég var búinn að skrifa langt langt svar til þín kæra guðrún en það bara hvarf.

ég skrifa meira seinna.

fúllt

Alheimsljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.7.2007 kl. 13:44

2 Smámynd: Linda

Blessuð og takk fyrir þessa grein og þá sem kom á undan.  Þetta er merkilegt alveg enn kemur mér ekkert á óvart, fólk hefur afskaplega lítið fengið að vita um ofbeldið gegn Kristnum í Írak og öðrum löndum Íslams.  Ég hef þýtt tvær greinar sem er hægt að lesa hér  og hér endilega lestu þetta.

kv.

Linda.

Linda, 17.7.2007 kl. 14:13

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Það er eitthvaða vesen á kvittkerfinu, en ef maður flettir á örinni til baka nær maður færslunni aftur. Leyfði mér að nota það sem þú komst með. Svo sterkt dæmi.

Guðrún Þorleifs, 17.7.2007 kl. 14:14

4 Smámynd: Linda

Já ekkert mál.  Verður gaman að fylgjast með skrifum þínum.

Linda, 17.7.2007 kl. 15:07

5 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Hæ hæ og takk fyrir færsluna um daginn, sérlega falleg. Ég er hér með búin að klukka þig, kíktu á mína síðu til að sjá hvað á að gera :)

Thelma Ásdísardóttir, 17.7.2007 kl. 17:53

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Óréttlæti endalaust, vildi að skynsamt fólk réði meiru.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.7.2007 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband