Það er ekkert smá mál að vera foreldri barns sem líkur stúdentsprófi hér í DK. Danir eru með svo mikið af skemmtilegum hefðum í kringum þetta.
Þar sem mér finnst mikilvægt að þeir sem flytja til einhvers lands og búa þar, tileinki sér siði og menningu viðkomandi lands þá hef ég reynt að fara eftir því.
Þess vegna var stór hluti fjölskyldunnar saman komin á Statsskolen mánudagsmorguninn 25 júní kl 9.30. Þar mættum við með freyðivín og rósir, tilbúin að taka á móti Ingunni Fjólu er hún kæmi út úr síðasta prófinu, munnlegri spænsku
Beðið eftir stúdentinum
Svo kom hin nýbakaði stúdent og þá hófst nú hið danska ritual fyrir alvöru !
Ákveðið hafði verið að það yrði bróðirinn sem setti húfuna systir sína.
Fyrst þurfti hann að fjarlægja hvíta kóverið af sinni húfu
Enn vantar myndir af þessu, þar sem Baldvin var aðalmyndatökumaðurinn og græjurnar hans svo bilað fullkomnar að ég get ekki opnað hans myndir...
Ingunn Fjóla með húfuna.
Þessi húfa er svo allt öðruvísi en húfan hans Baldvins.
Þessi húfa gerir ráð fyrir því að stúdentinn djammi hraustlega að loknum prófum og minnist þess með ýmsum merkingum í húfuna.
Að auki er nafnið hennar saumað í húfuna, á giltu hnöppunum sem halda svarta bandinu fyrir ofna derið er annars vegar útskriftar árið upphleypt og hinsvegar bekkurinn hennar 3 - B.
Svarta bandið er í teygjuformi og ætlað til að setja undir höku þegar stúdentinn er í þannig stuði að húfan gæti ella dottið af.
Þegar við höfðum skálað við Ingunni Héldum við til okkar verka og hún varð eftir til að taka á móti sínum vinum sem voru að klára. Síðan tók við allsherjar djamm og sáum við lítið til hennar eftir þetta og er svo enn. Hún leit þó við með bekknum síðast liðinn fimmtudag þegar bekkurinn ók á milli heimila bekkjarfélaganna og þáði veitingar.
Þær voru hér snemma morgunshressar og kátar.
Þeim var boðið upp á ávexti og gos
Hér er bekkurinn einungis 1 strákur í bekknum.
Þetta var skemmtilegur bekkur og hér eru á ferðinni krakkar sem hafa markmið.
Þetta er mikill tónlistarbekkur og eru stelpurnar margar hverjar afburða söngkonur, spila á hljóðfæri o.s.v. Stráksinn er meira í pólitíkinni. Greyið er formaður ungra sósíallista á Suður-Jótlandi.
Eitt var líka áberandi með þennan bekk og það er hve jafnhá þau eru
Á föstudagsmorgunn kl. 10 var svo stóra stundin, sjálf útskriftin úr skólanum. Við mættum þar og áttum ekki von á neinu sérstöku. Eiginlega sá ég eftir að hafa ekki fengið mér kaffi áður en ég fór svo ég mundi ekki verða mér til skammar og dotta.
Enn...
Þessi útskrift var svo skemmtielg að við hefðum verið til í að borga okkur inn á hana!
Ferlega sem Danir geta gert leiðinlegar athafnir skemmtilegar!
Man þegar Baldvin útskrifaðist úr Fjölbraut í Breiðholti.
Voða þurrt og snautt. Hátíðlegt kannski en ekki gaman.
Það sem geri athöfnina svo skemmtilega var að 5 manns úr Sinfóníuhljómsveit Suður-Jótlands spiluðu á blásturhljóðfæri á milli ræðuhalda, sem voru í hófi og fjöldasöngs.
Þessi hópur var svo frábær í alla staði. Kom einu sinni spilandi inn í salinn úr tveimur áttum, spiluðu lag sem þau útsettu eftir löndum og svo margt annað skemmtilegt og toppuðu svo með vísindalegum fyrirlestri um uppbyggingu blásturshljóðfæra og til að undirstrika uppbygginguna enduðu þau á að spila á mislöng rör með trekt og munnstykki. Ferlega flott og skemmtilegt atriði, líka stutti vísindalegi fyrirlesturinn
Engar myndir frá þessu.
Svo fórum við heim að undirbúa stúdentaveisluna sem haldin var um kvöldið.
Ingunn Fjóla fór niður í bæ...
Hringdi í hana 45 mín fyrir veislu og spurði hvort hún hefði tíma til að mæta
Hún var þá á heimleið þessi elska.
Varðandi veisluna þá hafði sú hugmynd verið að hafa fjörið úti í garði.
Veðrið var svo ekki með okkur svo ákveðið var að vera með þetta í tjaldi sem við eigum hlut í með nágrönnum okkar.
Veðrið var heldur ekki hliðholt okkur þar, of kalt. Lokaniðurstaðan var að þetta yrði hér í stofunni og var stofan tæmd og borð borin inn
Ég hafi planað að vera með grill þar sem hver grillaði fyrir sig.
Það er svo gott að skipuleggja hlutina í tíma svo maður viti hvernig allt á að vera.
Þetta var ég búin að dunda mér við í rólega lífinu mínu.
Enn...
þá hvarf rólega lífið mitt sem dögg fyrir sólu!
Það gerðist á fimmtudeginum 21. júní í vikunni á undan.
Ég fann allt í einu vinnu sem mig langaði bara að fá og 1, 2, 3,
ég var komin í vinnu strax á mánudeginum 25 júní!
Þennan sama fimmtudag var HRINGT og spurt eftir Billa, ég fékk símanúmeið og nafnið og Billi hringdi strax að loknum sínum vinnudegi.
Góðan daginn!
Það var verið að bjóða honum vinnu HÉR í Sönderborg!
Vúbbiddí búbb...
Hann er búin að segja upp í Tinglev og ráða sig í Sönderborg!
Já..
og mitt í þessu fjöri var svo útskriftin og gestirnir frá Íslandi
Já og eins og þið sjáið af þessu varð ekki mikill tími til að dunda sér við að útbúa grillmat.
Þetta sá minn maður og kom með tillögu ársins: kaupa tilbúið vildisvin með sósu og rjóma kartöflum.
Umm...
Besti matur í heimi og var þetta samþykkt!
Ég þurfti bara að gera 2 salöt og dekka upp borðin og svona smá tutl
Æðislega góður matur og nóg var af honum...
Við fengum marga góða gesti bæði fjölskyldu og vini.
Baldvin kom, þrátt fyrir að vera nýbúin að vera í DK.
Það var best í heimi að hafa hann með okkur
Mamma kom og var með í öllu fjörinu og Sonja danska frænka mætti á föstudaginn og fór heim í gær.
Magga mágkona mætti á svæðið. Var hjá Gísla og svo kom Stebbi líka!
Þar sem bloggið er orðið svona langt, þá lengi ég það með nokkrum myndum
Við Bryndís
Billi minn
Desertin
Verði ykkur að góðu, þið sem komust alla leið.
Vinsamlegast staðfestið afrekið með kvitti
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Þriðjudagur, 3. júlí 2007 (breytt kl. 11:40) | Facebook
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
- Hulla Dan
- Ía Jóhannsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Lilja G. Bolladóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Maddý
- Vilma Kristín
- Anna Guðný
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Heiða Þórðar
- Helga Magnúsdóttir
- Aprílrós
- Birna Guðmundsdóttir
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Jóna Á. Gísladóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigga Hjólína
- Kristín Einarsdóttir
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Hrannar Baldursson
- Sólskinsdrengurinn
- Dana María Ólafsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
Athugasemdir
FRÁBÆRT. Guð hvað það hefur verið gaman hjá ykkur. Þetta kallar maður að skemmta sér. Til lukku með vinnuna þína og Billa. Til hamingju með stelpuna líka og hvað allt gekk vel. Þetta er frábærlega skemmtileg og flott færsla. Sólarkveðja frá Selfossi. Bæ ðe vei, hvað ertu að vinna við??
Ásdís Sigurðardóttir, 3.7.2007 kl. 12:50
Takk fyrir góðar óskir Ásdís mín
Það kemur ekki fram í þessari færslu að litla prinsessan mín lauk grunnskólanum í þessari sömu viku og þar var amman og brói líka
Ég fékk starf sem heillar mig mikið, en það er á heimili fyrir börn sem ekki geta verið á sínu heimili vegna umönnurbrests foreldra og einnig eru 2 börn hjá okkur sem foreldrarnir treysta sér ekki til að hafa. . .
Heimilið er fyrir 6 börn núna, mín von er að við fáum sjöunda barnið inn ( stakk upp á að við rifum burt eldhús sem ekki er notað, ég þarf alltaf að . . .). Er nefnilega með eina snót í huga sem kerfið hefur ekki gert neitt fyrir, barin heima af móður og systkinum og hvorki lögregla né félagsmálayfirvöld hafa gert neitt. Svo sorglegt.
Þetta verður mikil breyting hjá mér, því ég hef alltaf unnið dagvinnu en nú fer ég á 12 og stundum 24 tíma vaktir. Svo erum við að taka að okkur fósturbarn aðra hverja helgi svo rólega lífið mitt er að fjara út...
Guðrún Þorleifs, 3.7.2007 kl. 13:27
mikið er þetta gaman!
við höfum líka lært margt af dönunum, t.d afmælin, sú hefð að vekja afmælisbarnið upp um morgunin með afmælissöng og hlaðborði. þetta er orðin okkar hefð hérna heima. danir eru góði !!!
Ljós til þín !
Steina
Smá svindl á sumarfríinu !!
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.7.2007 kl. 07:53
Elsku Ingunn Fjóla. Innilega til hamingju með áfangann. Guðrún mín skilaðu líka kveðju til BB frá okkur hérna. Frábært hjá ykkur hjónum... um leið og maður slakar á þá koma góðir hlutir til manns... það er bara einhvern veginn þannig :) Elfa er með þvílíka útþrá og langar rosalega að koma til ykkar. Það er samt eiginlega varla hægt þar sem skólinn byrjar 17. ágúst og mér skilst að BB byrji fyrr. Jæja.. ekki lengra í bili. Vonandi fékkstu meilið með linkinn á myndasíðuna! Kv. Hjördís
Hjördís 5.7.2007 kl. 14:22
Samalá Steina, danir hafa margar skemmtilegar hefiðr og afmælisdagurinn er einn af þeim!!! Hann höfum við líka tekið upp Hafðu það gott í fríinu þínu
Takk fyrir kveðjurnar Hjördís mín. Okkur hér langar líka roooosalega til að fá Elfu BBB byrjar 12 ágúst í höllinni Skoðið nú þetta kæru foreldrar....
Love to you
Guðrún Þorleifs, 5.7.2007 kl. 16:07
Ohhhhh ...mig langar í eitthvað ógeðslega gott að BORÐA!!!!!!!!!
Slurp...og frábær veilsa hjá ykkur og til hamingju með allar þessar stuðvinnur!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 5.7.2007 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.