Fréttir úr garði Guðrúnar

122-2247_IMG
Síðast liðin 6 ár hef ég reynt að halda lífi í þessum 2 rósum og vonað að þær blómstri fögrum rósum.
Í sumar tókst mér þetta, þökk sé veðurfari og öðrum hagstæðum þáttum.
Ég er svo ánægð með rósirnar mínar, þvílíkt fallegar Smile
 
Í bakgrunninn má sjá hluta af hekkinu sem ég er að klippa þessa dagana.
Þeirri baráttu er ekki lokið en ég er ánægð með það sem komið er.
Tekur smá tíma hjá mér en það er allt í lagi ég hef þennan tíma núna.
 
122-2242_IMG
Vinstramegin á þessari mynd er hekk sem á sér sögu.
Þetta er afleggjari af hekkinu sem huldi höllu Þyrnirósar þegar hún svaf svefninum langa og varnaði öllum er reyndu að komast í gegnum hann. Hekkið gaf sig ekki fyrr en rétti prinsinn kom og reddaði þessu eins og alkunna er. Ekki meira um það.
Einhverahluta vegna hafa Danir náð í afleggjara af þessum ógurlega runna og ekki bara það, nú er hann notaður í að marka lóðarmörk mín og kommúnunnar minnar. Þinglýst kvöð að hafa hann! Sannarlega er ég hrifin af rósum en runnanum hennar Þyrnirósar er ég ekki hrifin af. Það er vart hægt að nálgast hann og að ætla sér að klippa hann kostar að maður þarf að vera meira en  hetja úr ævintýri!
Já, mín kæru þetta krefst mikillar kænsku og áræðis og eftir stendur að maður er í sárum og örum eftir viðureignina. Ég er nú þegar með heilan kafla af rispu ævintýrum á handleggjunum.
Þrátt fyrir að vera varinn í fatnaði frá hvirfli til ylja, í góða veðrinu, nær þessi hryllingur að stinga mann í hendur, fætur og höfuð  Whistling
 
122-2243_IMG
Kirsuberjatréð mitt sem kom úr grósku miklum garði Ingva og Hjördísar er með fjöldann allann af berjum sem byrjuð eru að roðna.
Sönn tilhlökkun þegar kemur að því að tína þau.
Þá þarf stórann stiga Halo
 
122-2244_IMG
Cerrytómatplönturnar mínar vaxa og dafna.
Fá um 50 lítra af vatni á dag. . .
Örugglega dýrara að rækta sjálfur en kaupa.
En heimaræktaðir tómatar eru einfaldlega bestir InLove
 
Vona að fyrstu tómatarnir verði tilbúnir þegar mamma og einkasonurinn koma um helgina  Heart
Látum þetta gott heita, farin út að klippa hekkið utanvert! 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað mig langar til ykkar...  Skemmtum okkur rosa vel með mömmu þinni í afmæli Kjartans svila um daginn.  Er með myndir sem ég þarf að senda þér bæði úr afmælinu og af húsbyggingunni en vantar annað meil en hotmailið.  Sendu mér línu skvísa og til lukku með hvað garðurinn lítur frábærlega vel út.

Kv. Hjördís

Hjördís og co. 19.6.2007 kl. 11:42

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Frétti af ykkur frá mömmu, mikið afmæli og gaman Hlakka til að fá myndirnar

Er búin að klippa hekkið á bakvið þannig að ekki er lauf á þeirri hlið og á að mínu mati skilið pásu. Ég ætla að skreppa í jarðaberjatínslu með henni Döggu minni Fyrst þarf ég að ná í varahlut í þvottavélina, var hún ekki biluð þegar þú varst hérna? Alger mánudagsvél, en Billi reddar þessu

Mikið er gott að hafa tíma til að gera þetta allt  humm... og geta gert þetta

Saknaðarknúst til ykkar 

Guðrún Þorleifs, 19.6.2007 kl. 12:28

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

fallegar rósir, og langt komin með tómatana,

gangi þér vel, ætla út í garð á eftir

Ljós

Steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 19.6.2007 kl. 13:59

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

æðilsegar myndir og skemmtileg frásögn um ævintýri Guðrúnar góðu í garðinum..hehe. Það eru ákveðnir töfrar fólgnir í því að rækta sitt grænmeti og ávexti...bara miklu betri sálarorka í þannig mat.

Eigðu góðan dag mín kæra...

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.6.2007 kl. 14:51

5 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ég er ánægð með rósirnar mínar í ár og ávaxtauppskeran er eins og ævintýri

Guðrún Þorleifs, 19.6.2007 kl. 16:40

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ROSALEGA er fallegt hjá þér, væri bara til í að koma í morgunkaffi  ég borðaði alltaf grænmeti beint úr gróðurhúsum þegar ég var barn, og fannst bestir þeim sem ég fékk að týna sjálf . EIgðu góða daga með fjölskyldunni.

Bestu kveðjur úr sólinni á Selfossi

Ásdís Sigurðardóttir, 19.6.2007 kl. 21:53

7 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ásdís mín, það væri nú skemmtilegt að fá þig í kaffi, svei mér ef ég skryppi ekki til bakarans í tilefni af slíku kaffisamsæti Þegar ég vaknaði í morgunn biðu eftir mér nýuppteknar kartöflur og full skál af jarðaberjum! Kveðja frá mömmu einnar bekkjarsystur eldridótturinnar. Sætt af henni, hef aldrei hitt hana Það verða snögg soðnar kartöflur með grænmeti á boðstólum hér í hádeginu! Ummm...

Guðmundur, takk fyrir hrósið Núna þegar ég lifi þessu rólega lífi mínu þá hef ég svo miklu meiri tíma fyrir allt hérna heima og það er frábært. Skilar sér í mörgu, m.a. betur hirtum garði En nú eru blikur á lofti og þessu rólega lífi gæti verið að ljúka, allavega gæti það breyst. Meira um það ef af verður...

Guðrún Þorleifs, 20.6.2007 kl. 07:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband