Fréttir úr garðinum...

Guðrún er enn að klippa hekkið innan vert Whistling Reyndar kom nokkurra daga hlé vegna rigningar. Var hléið notað til að stúdera vankanta á klippingunni. Í dag hefur svo verið brasað við að taka ofan af hekkinu og er allt útlit fyrir að ef hekkið á ekki að enda við jörð eða neðar þá verði það fagurlega bogadregið að ofan og á innan verðum hliðum.

Það er betra en tannstönglar, er það ekki? Undecided

 

ps. ég held að það sé mjög skynsamlegt að fá minn mann í að klippa hekkið að utan... allavega ef eitthvað á að vera eftir, en það var meiningin í upphafi Sideways


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gangi þér vel

ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 18.6.2007 kl. 14:25

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Óx ekki helv. hekkið einhver lifandi býsn í rigningunni?  kveðja úr sólinni

Ásdís Sigurðardóttir, 18.6.2007 kl. 16:53

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Jú, hekkið og illgresið spruttu eins og þeim væri borgað fyrir það Baráttan í garðinum heldur áfram, ég gefst ekki upp

Hlýjar kveðjur til ykkar

Guðrún Þorleifs, 18.6.2007 kl. 18:17

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Góður Nú er "bara" ytri hliðin eftir. Svona er að eiga hús á horni Þetta er að verða spurning um að fara frekar með mótorsögina á þetta...

Takk, mín kæru fyrir innlitið og kvittin 

Guðrún Þorleifs, 19.6.2007 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband