Umskipti

Mikil umskipti í gangi hér LoL

Mín á fullu að skipta yfir í skútulífið! Það var enginn tími til að sjósetja fyrir hjólakeppnina.

Við erum nefnilega þannig hjónin að við getum ekki gert allt í einu. Teljum okkur vera búin að læra það, en gleymum því stundum Wink Allavega, núna  eru allar lausar stundir notaðar í að gera Perluna sjóklára. Ég verð ein í sjósetningunni á morgunn ásamt kranakallinum. Váá... minn maður verður í vinnunni en heppnin er með mér og sonurinn mun verða mín stoð og stytta þegar að þessu kemur á morgunn. Held hann hafi einu sinni verið viðstaddur sjósetningu svo hann er með reynslu Grin

Bull er þetta ég verð ekki ein Wink 

Hafið það gott Heart

Skútuskvísukveðjur Wizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ skútuskvísa  ! bara stuð framundan hjá minni? á að sigla eitthvað langt? Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 8.6.2007 kl. 13:01

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hurru...ert þú ekki akkúrat týpan til  að eiga svona hjólabát??? Það væri sko að slá tvær flugur í einu höggi fyrir hjóla og siglingapæju eins og þig..ha???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.6.2007 kl. 18:06

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Þá er Perlan komin í sjóin og allt gekk vel! Við mæðginin ótrúlega dugleg saman í þessu Uppsettning á mastrinu beið komu meitstaranns sem hjólaði úr vinnunni sinni litla 40 km í mótvindi!

Það er búið að taka eina stutta prufusiglingu, það var bara logn og hitinn mikill.

Hvort farnar verða lengri ferðir verður tíminn að leiða í ljós en stuttu ferðirnar okkar upp í Alssund og hér út með ströndinni þar sem við vörpum akkerum, svömlum í sjónum og snæðum eru yndislegar

Held það yrði nú sniðugt að sjá okkur á hjólabát og hjóla seglum þönum fram hjá ströndum

Guðrún Þorleifs, 9.6.2007 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband