Hálflasin í dagvistun - hversvegna?

Get ekki látið vera að velta því fyrir mér hvort hluti af þessu máli sé ekki sú staðreynd að foreldrar barna hafa einungis einn veikindadag á launum ef barnið veikist. Hann heitir "barnets første sygedag".  Strangt tiltekið er þetta fyrsti dagurinn sem barnið veikist og ef foreldri t.d. sækir barnið á leikskólann á venjulegum tíma og barnið er orðið lasið, þá er það fyrsti veikindadagurinn! Þar með eiga foreldrarnir engan dag til að vera heima með veiku barni sínu. Til að leysa þetta reyna foreldrar að "fela" svona veikindadag og tilkynna veikindi barnsins næsta dag. Ég skil það vel. Stundum hafa foreldranir tilkynnt sig veik þegar séð er að veikindi barnsins muni vara lengur en einn sólahring. Það er ekki góður kostur. Bakland  foreldra ungra barna er ekki alltaf sterkt eða til staðar. Allflestir eru úti á vinnumarkaðinum, þannig er þetta nútímalíf. Mín skoðun er að þjóðfélagið, reglurnar sem gilda, valdi meiru um þessa "lausn" en vilji foreldra til að dæla lyfjum í börn sín.Svo mörg voru þau orð . . .

 


mbl.is Nútímabörn fá pillur í stað umhyggju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég er svo hjartanlega sammála þér. En þeir ætllu að prófa að gera svona könnun á Íslandi þar sem hátt í 75% bara er greint með athyglisbrest og ofvirkni. Sonum vinkonu minnar er á lyfjum fyrir ofvirkni öðrum fyrir þunglyndi og svo þriðju til að sofa á nóttinni. Og hann er bara 11 ára og byrjaði þetta bull fyrir 3-4 árum síðan og eina sem barnið þarf er smá ást og umhúð frá foreldrum sínum sem ekki gefst tími fyrir. Og eru þau ófá svona dæmin.

Jóna 31.5.2007 kl. 08:49

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sammála kæra vinkona. Nútíminn er að ganga frá börnum og eyðileggja von þeirra um eðlilegt líf. Hvað er til ráða, standa á götuhornum og hrópa, nei sjálfsagt ekki, ég legg mitt af mörkum með sífelldum predikunum yfir ungum foreldrum og svo starfa ég enn í leikskóla og skólamálum þótt amma sé orðin, það hjálpar vonandi einhverjum. Athyglisbrestur er skortur á ást og faðmlögum og samtölum.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.5.2007 kl. 14:49

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Frábært hjá þér Ásdís að vinna að leikskóla og skólamálum Þau eru mér hugleikin sem og málefni barna almennt.

Varðandi athyglisbrestinn þá vil ég bæta við kjarngóðri næringu  

Ég held að við gerum rosalegan feil í að fræða ekki börnin okkar betur um foreldrahlutverkið. Þá er ég að tala um markvissa fræðslu, rétt ein og þegar þú ætlar að taka bílpróf. Fólk fer umvörpum á hundaþjálfunarnámskeið og er það vel en ég hef ekki séð þetta sama fólk streyma á fræðslu um foreldrahlutverkið enda held ég að aðgengileg námskeið um það séu ekki mikið í boði... 

Guðrún Þorleifs, 31.5.2007 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband