Þarf að...

Þarf að fara að skipta um mynd hér í blogghausnum. Setti þessa mynd gagngert inn til að minna mig á hve gott er að hjóla í rigningu Grin Nú þegar styttist í hjólatúr ársins þá finnst mér vera komin tími á aðra mynd.

Ég er búin að hjóla minn lengsta túr fyrir Töse-Runden. Ég var smá stressuð áður en ég lagði af stað því síðasta æfingavika var mér strembin. Brekkurnar voru alveg að fara með mig og 40 km túrinn á miðvikudaginn var nánast martröð, þar sem ég var hóstandi, lafmóð og ólík sjálfri mér. Held að það hafi verið eh að angra mig í lungunum sem er á leið burtu núna. Allavega gekk þessi ferð vel og ég var að sættast aftur við smelluskóna mína. Hef ekki þorað að hjóla á þeim vegna ökklameiðsla sem ég fékk sl. haust. En eftir ferðina í dag er ég sigurvegari sem hlakkar til að fara og hjóla 112 km. Ég á mér minn draumatíma en því fer fjarri að um sé að ræða keppnismarkmið þar. Er svo laus við að vera með þennan íþróttaanda þar sem maður er alltaf að keppa við allt og alla. Minn stærsti og einasti keppinautur er ég sjálf og sú keppni er nóg fyrir mig Tounge

Framundan er róleg vika með stuttum hjólatúr, gleðinnar vegna.

Ég þarf líka að setja mér markmið fyrir líf mitt eftir 2. júní Joyful

Júní verður  samt annasamur mánuður, Báðar prinsessurnar í lokaprófum, yngri að ljúka grunnskólanum og sú eldri að taka stúdentsprófin. Því verður fagnað 29. júní með Gardenparty hér  heima Smile Einkasonurinn kemur líka í heimsókn og tökum við hann með okkur frá Köben um næstu helgi og fáum að hafa hann í viku. Svo er von á honum þegar systurnar klára. Það er hefð hér í DK að þegar stúdentinn kemur úr síðasta prófinu þá bíður fjölskyldan fyrir utan dyrnar og einn úr fjölskyldunni setur stúdentshúfuna á stúdentinn og svo er skálað í kampavíni Wizard Semsagt fjölskyldan er þátttakandi í þessu. Gaman að því Smile Þetta verður skemmtilegt!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skemmtilegar hefði í Danaveldi. Njóttu næstu daga og vikna, ég sé að það verður líflegt hjá ykkur. Vona að veðrið haldist gott. kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 28.5.2007 kl. 15:05

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Kraftakelling ertu..ég verð sveitt og þreytt bara af því að HUGSA um 40 og 112 km hjólatúra upp brekkur!!!! Æðislega gaman þegar það er mikið um að vera hjá manni..krakkarnir að standa sig vel og ljúka merkilegum áföngum....njótiði bara samverunnar og kampavínsins.

Sem minnir mig á að ég þarf að fara að finna tilefni til a opna allar þessar fínu kampavínsflöskur sem hafa safnast fyrir í skápnum hjá mér...kannski ég haldi bara kampavínsgarðpartý þegar kerla verður fortyfour 13. júní n.k?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.5.2007 kl. 19:34

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

....eins til tveggja manna.... meinarðu ekki tveggja daga?? ´

Flott mynd af þér skvísa í sólinni.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.5.2007 kl. 13:08

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

til hamingju með þetta allt saman og gangi þér vel

Ljós héðan frá mér sem er að fara til Köben

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 29.5.2007 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband