Var ég nokkuð búin að segja ykkur hvað ég sá í fyrrakvöld?
Þannig var að ég þurfti að skutlast niður í bæ á bílnum rétt eftir kvöldmat. Ég ók eins og leið lá niður í bæ. Þegar ég kom að ljósunum hjá menntaskólanum og fangelsinu var rautt ljós. Ég gerði eins og umferðalög gera ráð fyrir, stoppaði og beið. Þar sem ég beið þarna á rauðu ljósi sá ég eitthvað það óvenjulegasta ever! Jebb... ég sver það! Handan við gatnamótin voru eldri hjón á gangi. Þar sem þau gengu á hægu rölti sínu gerðist allt í einu undarlegt. Þau byrjuðu að snúast þarna á gangstéttinni! Hring eftir hring snérust þau þarna rétt við gangbrautina. Ég var bara ekki að fatta þetta! Áfram var rautt ljós hjá mér og ég fylgdist með þessum eldri hjónum á gangstéttinni fyrir framan fangelsið og dómshúsið. Síðan eins og hendi væri veifað, hættu þau og héldu göngu sinni áfram eins og ekkert hefði verið í gangi. Svo kom grænt ljós hjá mér og ég ók yfir gatnamótin. Þegar ég kom á móts við gömlu hjónin endurtók sama atriðið sig aftur, þau snérust þarna í hringi á gangstéttinni í léttum ritma og svo eins og hendi væri veifað hættu þau og héldu göngu sinni áfram.
Ég velti þessu verulega fyrir mér, verð að viðurkenna það.
Allt í einu fattaði ég þetta allt!
Þessi krúttlegu hjón voru úti að viðra litla fjöruga hundinn sinn, sem elskaði að snúast í hringi og yndisleg eins og þau eru snérust þau með hundinum sínum...Flokkur: Bloggar | Sunnudagur, 13. maí 2007 (breytt kl. 22:06) | Facebook
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
-
Hulla Dan
-
Ía Jóhannsdóttir
-
Huld S. Ringsted
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Gudrún Hauksdótttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Maddý
-
Vilma Kristín
-
Anna Guðný
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Heiða Þórðar
-
Helga Magnúsdóttir
-
Aprílrós
-
Birna Guðmundsdóttir
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Sigga Hjólína
-
Kristín Einarsdóttir
-
Áslaug Sigurjónsdóttir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Sólskinsdrengurinn
-
Dana María Ólafsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
Athugasemdir
Guðmundur, það má nú kanski efast um geðið þegar maður bullar svona um sama atriðið með mismunadi ályktunum
Guðrún Þorleifs, 14.5.2007 kl. 06:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.