Var ég...

Var ég nokkuð búin að segja ykkur hvað ég sá í fyrrakvöld?

Þannig var að ég þurfti að skutlast niður í bæ á bílnum rétt eftir  kvöldmat. Ég ók eins og leið lá niður í bæ. Þegar ég kom að ljósunum hjá menntaskólanum og fangelsinu var rautt ljós. Ég gerði eins og umferðalög gera ráð fyrir, stoppaði og beið. Þar sem ég beið þarna á rauðu ljósi sá ég eitthvað það óvenjulegasta ever! Jebb... ég sver það! Handan við gatnamótin voru eldri hjón á gangi. Þar sem þau gengu á hægu rölti sínu gerðist allt í einu undarlegt. Þau byrjuðu að snúast þarna á gangstéttinni! Hring eftir hring snérust þau þarna rétt við gangbrautina. Ég var bara ekki að fatta þetta! Áfram var rautt ljós hjá mér og ég fylgdist með þessum eldri hjónum á gangstéttinni fyrir framan fangelsið og dómshúsið. Síðan eins og hendi væri veifað, hættu þau og héldu göngu sinni áfram eins og ekkert hefði verið í gangi. Svo kom grænt ljós hjá mér og ég ók yfir gatnamótin. Þegar ég kom á móts við gömlu hjónin endurtók sama atriðið sig aftur, þau snérust þarna í hringi á gangstéttinni í léttum ritma og svo eins og hendi væri veifað hættu þau og héldu göngu sinni áfram.

Ég velti þessu verulega fyrir mér, verð að viðurkenna það.

Allt í einu fattaði ég þetta allt!

Þessi krúttlegu hjón voru úti að viðra litla fjöruga hundinn sinn, sem elskaði að snúast í hringi og yndisleg eins og þau eru snérust þau með hundinum sínum...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Guðmundur, það má nú kanski efast um geðið þegar maður bullar svona um sama atriðið með mismunadi ályktunum

Guðrún Þorleifs, 14.5.2007 kl. 06:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband