Í tilefni af...

Breytti útliti síðunnar í tilefni af því að ég skutlaðist til Hamborgar í morgunn með minn elskulegasta. Hann var að fara í flug til Manchester United. Ætlar að sjá "sína" menn spila á móti West Ham. Það skemmtilega er að þessi ferð var plönuð áður en WH varð "íslenskt"Wink og það skemmir ekki ánægjuna með ferðinni Smile

Nú er ég hálf löt því ég fór svo snemma á fætur og það er puð að keyra svona á hraðbrautinni fram og til baka eða þannig LoL Eða kanski er það af því ég vakti og sá forkeppni Evrovison til enda?

Nú er það spurningin með morgunndaginn, verður horft á kosningasjónvarp á netinu, horft á Evrovision í sjónvarpinu eða slakað á með góða bók og smá rauðvín í glasi? 

Humm... held ég viti hvað ég vel (...og vandlega)Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

það verður garðvinna hér !

Ljós til þín og góða helgi

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.5.2007 kl. 13:39

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ef ekki rignir eldi og brennistein er ég að gæla við að fara í skúrinn minn og rúta þar til og það tekst, verður það þreytt  en ánægð kona sem slakar á annað kvöld yfir einhverju eða engu. Aldrei þessu vant er ég búin að ná í endan á mér í garðvinnunni í bili. Það endist líklega ekki lengi.

Góða helgi kæra Steina og gangi þér vel með garðinn þinn  

Guðrún Þorleifs, 11.5.2007 kl. 14:35

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Mér finnst þetta rauða alltum kring soldið flott fyrir síðuna þína...

Tvíburakona þarf ekki að velta fyrir sér hvernig annað kvöld verður..eurovision í imbanum, kosningar á netinu, kíkt á bloggið....kallinn knúsaður og kannski pínu rauðvínsdreitill með ef ég nenni. Garðvinnan er lítil sem engin hjá mér..lítið frímerki sem þarf að slá og veðrið ekki þannig að mann langi út. Rigning.

Góða helgi Rauðhetta!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.5.2007 kl. 17:01

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Sammála Katrín, flott orka í þessum rauða lit, hitt var frekar rólegt... Vildi svo sannarlega sjá að sólin skini á eyjuna þína þessa helgi Já, tvíburakona, njóttu helgarinnar! Hún verður frá frábær

Guðrún Þorleifs, 11.5.2007 kl. 17:54

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er alltaf að breyta, finnst svo gaman að því.  Hvar heldurðu að væri best fyrir okkur öryrkjana að setja okkur niður í Danaveldi ef vinstri grjónin komast að völdum.  Varstu ekki búinn að heyra brandarann um að ef vinstri stjórn komist á, þá er sá síðasti af okkur hinum sem fer úr landi beðinn að slökkva ljósin í Leifsstöð 

Ásdís Sigurðardóttir, 12.5.2007 kl. 13:35

6 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Er á fullu að taka til úti í skúr en kom inn áðan og leit yfir fyrirsagnir og sá þá einmitt: sá síðwasti slökkvi ljósin, var ekki að fatta þetta Annars er ég bjartsýn 

Ef illa fer, komdu þá bara hingað til mín, það er svo fallegt hérna 

Guðrún Þorleifs, 12.5.2007 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband