Pæling

Það er margt skrítið í þessum heimi og margt sem maður skilur ekki. Sumt finnst manni, að maður skilji og án efa skilur maður það á sinn hátt. Einhver annar getur skilð það á sinn hátt, sem jafnvel er allt öðruvísi... Ekkert eitt er alltaf rétt og ekkert eitt er endilega "rétta" lausnin. Dags daglega finnst manni að maður skilji og viti það sem maður þarf að vita. Það gefur innri ró og orku til að takast á við það sem maður þarf að gera.

Þegar þessi þæginda tilfinning er rofin getur margt gerst. Fer eftir svo mörgu í kringumstæðunum.

Tökum dæmi:

Venjuleg fjölskylda, þar sem foreldrarnir hafa sína vinnu, börnin ganga í skóla og lífið er í föstum skorðum. Allir mæta á morgnana á tilsettum tíma, hafa venjur sem eru gegnum gangandi, fara á íþróttaæfingar og sinna áhugamálum ýmis konar, koma heim og lífið keyrir í farveg sem er kunnuglegur, hann endurtekur sig í megindráttum virka daga. Þetta gefur ómeðvitað öryggi, er með til að skapa grunn að vellíðan og gleði. Fjárhagurinn er í jafnvægi því báðir aðilar eru í vinnu og hafa fasta innkomu og eftir henni eru útgjöld fjölskyldunnar sniðinn. Kanski gera tekjurnar ekkert nema að sleppa, en samt, út frá þeim er hægt að planleggja. Það gefur stöðugleika sem skapar öryggi. Öryggi sem maður hugsar ekki endilega um. Það er þarna.
Ef eitthvað verður til að raska þessu, hefur það víðtæk áhrif. Að sjálfsögðu fer það m.a. eftir eðli röskunarinnar hver breytinging verður. Segjum nú að það verði slys. Alvarlegt slys. Þá raskast hið daglega líf. Tilfinningar fara úr skorðum og lífið lítur öðruvísi út.

Fyrstu stundirnar eftir að slysið gerist eru óraunverulegar. Maður fer í eitthver ástand sem maður hefur aldrei upplifað áður. Vissi ekki að maður gæti, vissi ekki að væri til. Óvissan, hvað kom í raun fyrir, hvað sagði sá sem hringdi í þig og hvernig hljómaði viðkomandi? Nú, vildi tilviljunin það að sú sem hringdi í þig þekkti ykkur. Þrátt fyrir búsetu í öðru landi fjarri ættingjum og vinum. Öll skynjun er á fullu, á yfirsnúnig. Þú tekur eftir viðbröðum þínum, þú tekur eftir viðbrögðum og viðbragðsleysi vinnufélaga þinna. Leggur það á minnið og geymir þessar upplýsingar þangað til seinna. Breytir hegðun þinni gangnvart þeim vinnufélaga sem þér fannst ekki bregðast við. Heldur fjarlægð þangað til viðkomadi segir þér að hún hafi misst fyrsta mannin sinn í slysi. Þá skilur þú, fyrirgefur.

Öll þessi skynjun skeður á örskots stundu, en situr samt föst í langtíma minninu. Litur himinsins, rauða umferðaljósið, umferðin. Þetta er þarna allt og þú skynjar það. Bara á annan hátt en áður. Eins og þú sért allt í einu í hjúp af einhverju. Þú er umvafin hjúp áhrifa þeirra upplýsinga sem þú ert nýbúin að fá og þess sem þú veist að þú veist ekki. Þú hefur orðið fyrir áfalli.

Það er margt sem flýgur í gegnum huga þinn á leiðinni upp á Slysó. Mikilvæg atriði eins og hafa einbeytinguna á akstrinum eru til staðar, þú ert meðvituð um það, en það er erfitt að gíra sig niður og aka af skynsemi. Það kemur sam ekkert annað til greina rökræðir þú við sjálfa þig. Það er þegar orðið einu slysi of mikið í þínu lífi. Í lífi fjölskyldu þinnar. Þegar upp á Slysó er komið færðu bílastæði um leið rétt utan við innganginn. Skrítið hugar þú. Nú er komið að því. Þú et mætt fyrir utan bygginguna þar sem maðurinn þinn liggur, illa til reika eftir slys á vinnustað. Þú manst núna að vinkona þín sagði þér að hann væri með meðvitund, það rifjast upp að hún sagði eitthvað með hjartað eða var það nýrun? Úff, þú manst það ekki, en allt í einu manstu að það var nú eiginlega vottur af einhverju hræðilegu í rödd hennar. Þú bara manst ekki alveg hvað hún sagði. Þú veist líka að með því að sitja þarna í bílnum ertu að skjóta hlutunum á frest. Þú veist að þú kemst ekki hjá því að fara þarna inn. Þú veist að hversu slæmt sem ástandið er þarna inni, þá áttu enga möguleika, þú verður að fara þarna inn og mæta raunveruleikanum. Sjá manninn þinn, vera viss um að hann sé á lífi, að það sé eðlilegt blik í augunum hans, að hann geti hreyfti sig, að hann geti... Að hann lifi.

Þú veist að það er núna sem þú verður að taka ákvörðun um það með hvaða viðhorfi þú ferð inn á Slysaleildina. Þú ert fljót að velja, þú velur að vera sterk. Ákveður að hvað svo sem mæti þér þarna inni þá ætlir þú að mæta því. Biður guð um að veita þér styrk, vera með þér svo þú sért ekki ein. Svo hefst hin þunga ganga inn í óvssuna. Þegar þú kemur inn á slysó og lætur vita hver þú ert, mætir þú viðmóti sem þú hefur aldrei mætt áður. Humm... Geta þessar hjúkkur ekki bara verið jafn frávísandi og fjarrænar og venjulega? Það er greinilega enginn biðtími eins og þegar þú kemur með manninn þinn margbrotinn eftir markvörslu.  Hvað á það að þýða að bjóða þér að koma inn í eitthvert herbergi og bjóða þér sæti? Þú ert ekki komin þarna í kurteisisheimsókn, þú er komin til að fá á hreint hve slasaður maðurinn þinn er. Maðurinn sem allt starfsfólk deildarinnar er að sinna, nema þessi sem er að tala við þig. Þú situr og þykist hlusta á konuna, sýnir kurteisi, hún er að gera sitt besta og á sennilega að gera svona. Þú bíður bara eftir að sjá munnurinn á henni lokist, síbiljan hætti. Veist ekkert hvað hún er að segja, enda blaðrar hún á dönsku. Loksins hættir hún að tala og útskýra, var sennilega að því allan tímann og spyr hvort þú viljir sjá manninn þinn, það sé í lagi ef þú treystir þér til þess. Þú lítur á konuna og segir að til þess hafir þú komið. Sennilega er smá vottur af Þverlækjarsvip á þér.
Þú rifjar upp með sjálfri þér að þú hafir ákveðið að hvað svo sem mæti þér þá ætlir þú að mæta því, horfast í augu við það. Af stað.

Loksins fer hjúkkan með þig að herberginu þar sem maðurinn þinn liggur. Gangurinn er hljóður. Ekkert fólk. Svo komið þið að hurðinni og hjúkkan snýr sér að þér, spyr: Ertu alveg viss um að þú treystir þér í þetta? Þú lítur á hana með föstu augnaráði og segir JÁ. Þú veist að þetta er eitthvað sem þú verður að gera, eitthvað sem ekki verður komist hjá. Það er ekki hægt að spóla tímann til baka og breyta neinu. Slysið er staðreynd. Loks opnar hjúkkan hurðina og nú er ekki lengur rólegheit. Þú dregur andanndjúpt, minnir þig á í huganum að þú ætlir að takla þetta. Þér líður allt í einu eins og þú sért orðinn þátttakandi í Bráðavaktinni, að þú hafiðr lent inn í senu þar sem verið er að bjarga lífi. Óraunveruleikatilfinningin eykst.

 

frh.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þetta er alveg mögnuð lesning...ohh það er svo erfitt þegar slysin gerast. Verður framhald? Stundum verður maður bara að taka á honum stóra sínum og það er engin leið framhjá því. Lífið bara birtist í öllu sínu veldi..en það merkilega er að flest okkar ráðum við svo við það sem við óttuðumst mest og komumst í gegn einhvernveginn og stöndum sterkari fyrir vikið. Takk takk!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.5.2007 kl. 15:45

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Takk fyrir hrósið og kvittið Enn sem komið er hef ég ekki haft mig í að "opna" hurðina. Ég er hvött til þess af manninum mínum og ég veit líka sjálf að það væri gott fyrir mig að klára þetta dæmi alveg í stað þess að hugsa bara um það

Guðrún Þorleifs, 4.5.2007 kl. 18:52

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Aha...gerðu það bara þegar og ef þú vilt. Engin pressa hér...en stundum er gott að klára svona hluti en stundum mega þeir bara liggja. Fór á mjög áhugaverðan fyrirlestur fyrir tveimur árum um áfallameðferðir. Þar kom fram að geðlæknar og fleiri segja það ekki alltaf gott að rifja upp áföll..þung og erfið áföll og í sumum tilfellum sé betra að leyfa þeim að liggja í gleymskunni..ef svo er hægt að segja og fólk farið að jafna sig. Sumir þola ekki upprifjunina og það að endurupplifa þunga reynslu.

Knús

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.5.2007 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband