Ákveðið og staðfest

Þá er það komið á hreint. Mín að fara í sína fystu íþróttakeppni. Ekki seinna vænna að byrja ferilinn Halo

Skráði mig í dag í hjólakeppni. Ákvað síðastliðið haust að ég ætlaði að vera með. Þá var ég nýbyrjuð að hjóla og fannst þetta bara snilldarhugmynd! Þessi hugmynd hefur svo hangið í mér þrátt fyrir þrálátt öklavesen. Nú viriðst mér loksins hafa tekist að fara hæfilega rólega af stað svo öklinn heldur enn.

Ég er því byrjuð að æfa fyrir þessa keppni og er fyrstu viku nú að ljúka. Búið að skrá sig í keppnina og borga Wink Orðið voða alvörulegt. Ekki bara snakk og hugsun, komin framkvæmd!

Þetta er hjólakeppni sem heitir Tøseturen og  fer fram í Köben 2. júní nk. Þar á að leggja að baki 112 km Smile  Skráðir þátttakendur voru þegar ég gáði síðast 5559 og er vonast eftir að um 7000 konur taki þátt í keppninni Smile

Ég hef ákveðið að blogga hér um þetta æfingaferli mitt því ég veit aldrei hvað ég á að blogga um, allir svo gáfulegir hér Smile sko... þessir sem les Tounge

Með því að bulla hér um undirbúning minn fyrir mína fyrstu íþróttakeppni er ég bara með eitthvað alveg annað en aðrir Sideways 

Já, nú er hægt að láta sig hlakka til eða þannig...

Over and out 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gangi þér rosalega vel að hjóla í Köben, en farðu varlega.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.4.2007 kl. 20:22

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gangi þér vel og til hamingju með þetta.

ljós til þín í föstudagsnóttina

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.4.2007 kl. 22:35

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Takk fyir góðar óskir Þetta er talsvert verkefni. Þrátt fyrir mikla hjólamenningu hér, er maður ekki óhultur á vegunum.

Guðrún Þorleifs, 14.4.2007 kl. 06:43

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Vá mér finnst þetta alveg frábært hjá þér. Alltaf gott að sjallensa sjálfa sig reglulega

Þarf eiginlega að fá mer gott hjól fyrir sumarið...æðislegt að hjóla!!!!

Fylgist spennt með!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.4.2007 kl. 12:50

5 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Katrín mín, ef þú ætlar að fá þér hjól, vandaðu valið. Mín reynsla er að það er ódýrara, þegar upp er staðið, að fara í hjólabúð og fá faglegaráðleggingu en að kaupa tilboð. Dýrt að eiga hjól sem maður er ósáttur við

Guðrún Þorleifs, 14.4.2007 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband