Úti í vorinu

Skellti mér um daginn út að hitta vorið við ströndina og skóginn.

Sólin skein og ferskur vindurinn blés af hafi. Skógurinn allur að lifna við.

 

118-1876_IMG
Mér finnst svo falleg öll tréin sem byrja á að springa út með blómum áður en laufið tekur við.

 

118-1872_IMG
Ströndin ber merki hafsins og rætur tránna eru víða naktar.
En tréin lifa samt þrátt fyrir harðræðið.

 

118-1871_IMG
  Þeir eru margir skrítnir kvistirnir við ströndina.
Einhvern vegin finnst mér eins og þessar rætur hlægi bara af  örlögum sínum.
 
 
118-1874_IMG 
Þrátt fyrir rokið sem blés af hafi var ákveðin kyrrð og ró í fjöruborðinu.
Lífið gekk sin vana gang.
Traktorinn í fjöruborðin beið þolinmóður eftir að eigandinn kæmi að landi með afla dagsins.
  
 
 118-1873_IMG
 Í fjöruborðinu var þessi steinn sem bauð upp á sæti og gott útsýni. 
 
 
 
118-1877_IMG
 Á ströndinni stóð þetta tré.
Sýndi og sannaði að ef ræturnar eru sterkar þá hagga því enginn áföll.
 
 
 
118-1878_IMG
 Gamli traktorinn fékk þolinmæði sýna launaða þegar eigandinn kom á litla bátnum sínum með björg í búið.
 
 
Lífið á ströndinni minnir mann á gildi þolinmæði og þrautseygju.
Staðreyndirnar blasa við manni allstaðar.
 
Meira að segja óvæntir hlutir geta leynst á órúlegustu stöðum og enginn getur sagt til um hvernig þeir eru þangað komnir. En þú veist ekki að þeir eru þarna ef þú ert ekki með augu þín opin fyrir því sem er í kringum þig.
 
 
118-1880_IMG
  Inni rótarholu þessa trés fann ég lítð bleikt plastskrúfjárn.
Ég veit ekki hvernig það komst þangað, ég veit bara að í dag er útilokað að ná því í burtu.

 

118-1879_IMG
Í dag ætla ég aftur í niður á strönd.

Ég er búin að bjóða manninum mínum og dætrum í hjólatúr í skóginn með kakó.

Ég ætla að sýna þeim þennan leynistað og leyfa þeim að undra sig á því hvernig í ósköpunum litla bleika skrúfjárnið lenti þarna...


 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband