Pólland

Skrapp til Póllands í vikunni. Búin að ætla mér þangað aftur síðan ég kom þangað í helgarferð í september 2001. Þetta var í alla staði frábær ferð! Við ókum eftir nýrri glæsilegri hraðbraut sem var fáfarin og því greiðfær Wink Við uppgötvuðum fljótlega eftir að við komum hjá Lübeek að vegakortin okkar frá 2000 voru orðin ansi úrelt. Því ókum við bara sem leið lá niður eftir Smile Þar sem þetta var engin vegakortaferð vorum við heldur ekki með útprentaða leiðina til Stettin og enga leiðarlýsingu á hótelið. Ég er svo ferleg með  það að vera stundum alveg handviss um að ég bara rati þetta og það gekk eftir Grin Verð að viðurkenna að það kom mér smá á óvart að ég þyrfti ekket að skoða arkitektúrinn þarna í myrkrinu Happy Hótelið sem við vorum á var alveg ekta fínt, með frábærum mat og stutt í allt. Bíllinn okkar í öruggri gæslu og allt í góðu. Það var frábært að upplifa þá jákvæðu breytingu sem orðið hefur á þessum rúmu 5 árum sem liðin eru síðan ég kíkti síðast til Póllands. Fleirri hús hafa fengið yfirhalningu, mikil uppbygging nýrra húsa, fleirri nýlegir bílar og svona mætti lengi telja. Bara gaman að sjá þetta Smile Eftirtektarvert fannst mér hve margar pólskar konur eru vel klæddar og tilhafðar. Virkilega gaman að sjá eldri konur sem báru líkama sinn með reisn í huggulegum fötum geislandi af innrifegurð Smile Ungu stúlkurnar ganga greinilega mikið upp í að líta vel út og á hverju götuhorni og götu var að finna hárgreiðslu- og snyrtistofur og var mikið að gera á þeim öllum. Gott þegar fólk hefur efni á að dekra smá við sig. Mér fannst þetta frábær ferð, því það sem við sáum sýndi batnandi efnahag frá því sem var og vonandi tekst Pólverjum að vinna sig út úr fátæktinni sem hefur ríkt hjá þeim. Þeir eru duglegt fólk.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband