Gaman að þessu

Í kvöld braut ég blað í búsetu minni hér. Jamm...  ekki seinna vænna eftir tæp átta ár ( úff.. vááá... )

Ég bauð til mín útvöldum fyrrum vinnufélögum, elitunni Smile Þetta var alveg rosalega skemmtilegt, maturinn héðan og frá Íslandi. Voða gaman að bjóða upp á íslenskt grænmeti og Nóa konfekt Grin og að sjálfsögðu danskar kjúklingabringur Wink Kaffi frá Kaffitár og mitt spesíala te sem ég fæ ekki hér nema fyrir tilviljun í Nettó Happy

Í fyrramálið fer ég svo og heimsæki litlu peyjana sem ég var að kenna. Það er að þeirra ósk, svo skrítið að þeir sakna mín Halo Frekar krúttaralegt að þessu litlu gaurar sem enginn vill vinna með nema ég og örfáir aðrir, geri þesar kröfur. Þetta verður æði. Litli vinur minn sem kom frá munaðarleysingjahæli í gömlu Júgóslavíu er forsprakkinn að þessu ásamt litla saklausa DAMP vini mínum sem kallar mig "GUD" Halo og Jane kallaði hann bara: "Hej du" Það var gaman að vera fæðingarorlofsafleysingakennari í þessum bekk Smile 

Við vorum þrjú fullorðin sem reyndum að stjórna þarna á haustdögum 6 ofvirkum drengjum. Þetta var verulega fjölþjóðlegur hópur, með dani í minnihluta fullorðinna Grin  1 Englendingur, 1 Dani og svo 1 Íslendingur og inn kom annað slagið 1 Armeni Happy Skemmtilegur kokteill.  Kanski Danmörk í dag og Ísland í framtíðinni? 

En ég braut blað í sögu minni hér í kvöld og spurningin er: hvað ég geri nú?

- Held ég áfram á þessari braut og hef meira samband við dani?

- Held ég áfram á þeirri braut sem ég hef verið á og hef bara samband við alla þessa Íslendinga hér í Sönderborg ?

- Blanda ég þessu saman?

- Eða flyt ég???

Úff, vildi að ég vissi svarið Sideways


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband