Færsluflokkur: Kvikmyndir

Þess vegna:

Var að velta fyrir mér að kannski finnst sumum ég klikkuð að vera að skrifa svona um mínar hjólaæfingar. Út frá þeirri hugdettu fékk ég þá hugmynd að það væri rétt að árétta hversvegna mér finnst svona gaman að því sem ég er að gera og vel að skrifa mest um það, svona frekar en eitthvað annað.

Fyrir rúmum 5 árum var ég í hópi þeirra sem voru alltof þungir og höfðu ekki stjórnina í þeim málum. Það var ömurlegt ástand fannst mér. Ekki bara er maður ósáttur við útlit sitt, heldur eru ýmis heilsuvandamál sem fylgja. Hjá mér var það hækkaður blóðþrýstingur og síendurtekin magasár með tilheyrandi ónotum og sársauka. Þol mitt og þrek var lélegt og mér hraus hugur við að ástandið ætti bara eftir að versna! Ég taldi mig vera að borða þokkalega skynsamlega en ekkert virkaði, ástandið fór versnandi.

Ég var algerlega lost, þoldi ekki að vera svona, vildi ekki vera svona! Svo ég fór yfir öll mín mál og niðurstaða varð sú að ástæða þess að ég þyngdist svona voru síendurtekin magasár sem voru orðin fastur partur í tilveru minni. Ástæða magasáranna lágu í ytri álagsþáttum í mínu lífi sem ég gat ekki stjórnað. Á þessu varð ég að taka og vann með sjálfa mig og mín viðbrögð. Til að "laga" magann sætti ég mig við að taka magameðul tímabundið á meðan ég varað komast út úr þessum vítahring. Þegar ég var komin af stað með þessa vinnu mína var ég svo lánsöm að kynnast Herbalife. Ég gerði mér ekki grein fyrir því happi þá, en fór að nota sumt af vörunum frá Herbalife. Það kom mér ánægjulega á óvart hve mikið þessar vörur hjálpuðu mér og ég ákvað að fara alla leið og nota vörurnar sem næringar- og bætiefni fyrir mig. Það var í lok janúar 2003. Síðan þá hef ég notað næringardrykkinn sem grunn í minni næringu og tekið bætiefnin sem uppbót á það sem líkaminn þarf til að vinna sem best úr því sem hann hefur. Árangurinn kom fljótlega í ljós, mér fór að líða betur, léttist markvisst og þolið jókst samhliða aukinni hreyfigetu. Lífið varð mikið skemmtilegra. Ekki að ég hafi lifað neinu leiðinda lífi, þvert á móti. Breytingin var fólgin í minni líkamlegu líðan sem sannarlega gerði mig ánægðari sem einstakling.

Til að skilja þetta þarf eftirvill bara að upplifa þetta?

Að breyta lífstíl sínum varanlega eins og ég valdi að gera, hefur verið mitt happ. Það er ekki auðvelt og það er vinna. Vinna sem skilar árangri. Vinna sem skilar mér miklu. Í dag er Herbalife svo stór þáttur í lífi mínu og minnar fjölskyldu að við gætum ekki hugsað okkur dag án þessarar frábæru næringar, því sama hve vel þú vandar til næringarsamsetningar þinnar, getur þú bara engan veginn tryggt þér allt það sem líkami þinn þarf á að halda svo vel sé. Þess vegna er Herbalife nútímaleg lausn sem einfaldar það að lifa og nærast á hollan hátt.

Það sem er enn betra fyrir mig í þessu öllu, er sú staðreynd að ég á nú auðveldara með að sneiða hjá matvörum með aukaefnum sem ég þoli ekki. Ég þekki orðið líkama minn svo vel. Ég þekki muninn á því að líða vel í líkamanum og því að vera undirlögð af bjúg og verkjum í vöðvum og liðum.

Hefði ég ekki tekið ábyrgðina á sjálfri mér og minni heilsu á sínum tíma, veit ég að ég væri ekki að fara hjóla 112 km 2 júní nk.

Hvað gerir þú fyrir þig?


Tøse-Runden pælingar

Þetta er kort af leiðinni sem ég ætla að hjóla 2. júní n.k. Leiðin er 111 km

Hjólað er frá höfninni í Køge inn í landið og svo með strandlengjunni til baka.

Ég hef ekki áhyggjur af að geta ekki klárað að hjóla 111 km. Auðvitað getur ýmislegt komið upp á, sem ekki verður séð fyrir. Til að gera mér aðeins betur grein fyrir því hvað bíður mín, hringdi ég í hana Jönu mína, sem upphaflega sagði mér frá þessum hjólatúr. Mig langaði að vita hvort mikið væri um brekkur og hvort þær sem væru, væru mjög brattar. Jana var nú á því að þessi leið væri "skid hyggelig", bakkene flade og kun 1 km med brosten Whistling

Svo staðfesti hún "ótta" minn um að ég hef verið sett í start með þeim allra hröðustu, en það verður að hafa það, það koma aðrir á eftir þeim og wc´in enn hrein Wink Kosturinn við að byrja svona snemma er, að ég mun mjög líklega geta klárað hringinn fyrir lok keppninnar  Joyful Hafa nægan tíma til að njóta ferðarinnar og hafa gaman af þessu Joyful  

Á keppnisdaginn er best að fara með S-togi til Köge og frá lestarstöðinni að höfninni er ca 1 km.

Þarf að kanna nánar með hvort ekki er hægt að ganga frá skráningunni daginn áður til að vera laus við það á laugardeginum. Svona eins og gert í Chopenhagenmaraþoninu Smile

Ef einhver sem þetta les veit meira, þá væri ég þakklát fyrir að fá þær upplýsingar.


 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband