Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Atburðir síðustu daga hafa verið þannig að ekki virðist viðlit að ganga út frá neinu sem gefnu. Þessir atburðir reyna mjög á "umburðarlyndistaugarmínar" og enn og aftur vil ég ítreka aðdáun mína á því hve vel ráðamenn okkar standa sig með Geir í eldlínunni. Takk Geir!!!
Þessi vísa reikar gjarnan um huga minn þegar mér verður hugsað til breskra hryðjuverkamanna GB:
Ef ég man það ekki skakkt
engan vil þó styggja.
En Kristur hefur sjálfur sagt,
sælla er að gefa en þiggja.
En þegar kraftur orðsins þverr
á andans huldu brautum,
gefa á kjaftinn verðum vér
vorum skuldunautum.
KN
Stjórnmál og samfélag | Laugardagur, 11. október 2008 (breytt kl. 12:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ætlaði að logga mig inn á bloggið mitt til að bulla eitthvað að vanda en fékk smá sjokk þegar ég ég áttaði mig á að ég hafði skrifað einn bankanna okkar sem notendanafn og mesta tapið sem aðgangskóða
Hvað er til ráða?
Verð ég að flytja fókusinn eins og bankarnir þurfa að flytja til eignir?
Spyr sú sem ekki veit
Farin að leita svara . . .
Stjórnmál og samfélag | Mánudagur, 6. október 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
um óróann og óspektirnar á mis opinskán hátt hér í DK.
Má til með að setja hér inn link á bloggið hans Villy Søvndal í SL. Hann fær viðbrögð við því sem hann skrifar...
Stjórnmál og samfélag | Miðvikudagur, 20. febrúar 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í morgunn vakti Billi athygli mína á rósaknúbb sem virtist ákveðin í því að springa út þrátt fyrir að nú væri veturkonungur genginn í garð. Þegar hann ríkir er ekki tími nýútsprunginna rósa. Litli rósaknúbburinn okkar virtist ekki hafa heyrt um þessa staðreynd eða látið hana sem vind framhjá sér þjóta.
Þetta vakti mig til umhugsunar. Þannig er mál með vexti að ég er mjög leið. Eiginlega voða sorgmædd líka. Þið vitið, svona líðan þegar tárin eru alveg að fara að renna og renna stundum. Langar þig að vita hvers vegna mér líður illa? Mig langar alla vega að segja þér það. Helst vil ég segja það sem flestum. Helst vil ég að ástæða hryggar minnar valdi umræðu sem gæti skilað árangri til lausnar á því er hryggir huga minn. Ástæðan er að þetta er ekkert einsdæmi. Of margir eru lítilvirtir á þennan hátt. Einstaklingar sem ekki geta varið sig, sem ekki geta beðið um hjálp, einstaklingar sem eiga allt sitt undir þeirri umönnun sem þeir fá.
Þið sem þekkið mig eruð án efa búin að gera ykkur grein fyrir að þetta snýst um pabba og aðstæðurnar hans. Pabbi er í þeim fjötrum að lifa í líkama sem gerir hann að miklum umönnunar sjúkling. Hann er spastískur í öllum limum. Getur hreyft höfuðið lítillega og augun hans fylgja okkur þegar við erum hjá honum. Málið er farið en tárin ekki. Hann getur setið í hjólastól sem er stór óþjáll og fyrirferðarmikill. Til að setja hann í rúmið og taka hann úr því þarf að nota sérstaka lyftu. Allur þessi útbúnaður tekur pláss.
Mamma fer til pabba í hverju hádegi og gefur honum sondu. Síðan kemur hún aftur um kvöldmatarleitið, gefur honum sondu, er hjá honum á kvöldin tekur þátt í aða undirbúa hann fyrir nóttina. Situr hjá honum, talar við hann og segir helstu fréttir, les fyrir hann, spilar tónlist eða horfir á sjónvarpið með honum. Reynir að skapa þeirra stemmingu. Þau eru jú búin að vera gift í rétt rúm fimmtíu ár og þekkja því hvort annað vel. Mamma tekur gjarnan handavinnuna sína með í þessar samverustundir þeirra hjóna. Notalegt, finnst ykkur það ekki? Þrátt fyrir allt, þá er möguleiki á að eiga notalegar samverustundir þó lífið hafi ekki fært þeim þá samveru á efri árum sem þau dreymdi um og stefndu að.
En er þetta svona?
Nei, ekki alveg. . . Það er nefnilega þannig að pabbi er á tveggjamanna stofu. Þannig hefur það verið í um 3 ár. Á þessum árum hafa "sambýlismenn" pabba verið nokkrir og þetta er ekki ádeila á þá. Þeir hafa líka verið fórnalömb þessa kerfis. Það sem er að, er að það er vita vonlaust fyrir mömmu að eiga einkasamverustundir með pabba á tveggjamannastofu, því aðeins skilur tjald á milli. Tjald sem stundum lafir uppi. Svona tjöld eru efnisþunn. Þau eru ekki notuð sem milliveggja efni hjá þér eða mér. En þetta er það sem stendur til boða og þrátt fyrir að fjölskyldan haf marg ítrekað beðið um einbýli fyrir pabba svo hægt sé að sinna honum sem þeim sjúkling sem hann er. Með aðstöðu fyrir starfsfólk með hjálpartækin hans, með aðstöðu fyrir mömmu til að geta átt síðustu stundirnar með honum án þess að þurfa að hlusta á hræddan mann í næsta rúmi bölva og ragna í ótta sínum eða hóstandi, hrópandi á ættingja svo eitthvað sé nefnt. Það er útilokað að halda sönsum við þessar aðstæður. Útilokað að eiga það einkalíf sem manni finnst að hjón eigi rétt á, þó heilsa annars sé farin. Oft hefur okkur verið vísað út frá pabba þegar við höfum verið þar um kl. 19.30 til 20.00 á kvöldin. Ástæðan er að setja þarf "sambýlismanninn" upp í rúm. Klárlega þarf það að gerast án þess að við séum til staðar. Enginn spurning. Þetta er bara svo bilað. við getum ekki litið inn til pabba á kvöldin því herbergisfélaginn er kominn í rúmið og þarf að sofa. Hans rytmi er annar en pabba. Þetta er geggjun. Hversvegna í andskotanum er ekki meiri virðing fyrir lífi fólks? hversvegna getur pabbi ekki fengið einbýli? Svo virðist, að þau einbýli sem losna á deildinni séu eingöngu fyrir konur. Því virðist ekki von um að það gríðarlega álag sem er á mömmu minnki. Mér er fyrirmunað að skilja að ekki sé hægt að koma á móts við þarfir jafn veiks manns og pabbi er. Á móts við þarfir mömmu, sem með aðhlynningu við pabba sparar deildinni ómældan starfskraft.
hvar er viðringinn við einstaklinginn?
Hvar er virðingin við hjónabandið?
Hvar er virðingin við einkalífið?
Hvar er velferðarsamfélagið?
Er von?
Á ég að leyfa mér að trúa og vona að lausn sé handan við hornið?
Að þrátt fyrir vitavonlausar aðstæður þá munum við ekki gefast upp heldur berjast gegn "veðri og vindum" og ná árangri fyrir pabba og mömmu, svo þau geti saman átt sínar einkastundir þrátt fyrir allt?
Heldur þú að hægt sé að bæta þetta ástand?
Ef þú heldur það, segðu mér þá hvað þú telur vænlegast.
Í lokin er svo mynd af fegurstu rósinni minni sem blómstrar í dag. Hún gefur von eins og hinar rósirnar hér á undan. Þegar ég fór út í garð í morgunn til að taka mynd af litla bjartsýna rósaknúbbnum mínum, þessum rósaknúbb, sem gaf mér þá hugmynd að þó útlitið virtist vonlaust, þá væri samt alltaf von ef baráttan væri til staðar. Þegar ég svo var komin út í garð sá ég fleiri knúbba og útsprungnar rósir. Það sagði mér það sem ég þurfti í dag.
Lifið heil
Stjórnmál og samfélag | Laugardagur, 15. desember 2007 (breytt kl. 12:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Í framhaldi af síðustu færslu minni, langar mig að velta upp spurningunni: Hvað svo?
Já, hvað verður um þessa fjölskyldu þegar hún verður send til Íraks? Þau flúðu þaðan fyrir sjö árum. Kristin fjölskylda. Hafa hafst við í flóttamannabúðum hér í DK. Lært málið, að einhverju leiti aðlagast nýju samfélagi. Þó ekki sem skyldi, því þau hafa ekki getað orðið hluti af samfélaginu hér því þau eru ekki með landvistarleyfi, eru á "pásu". Hvernig á að vera hægt að lifa uppbyggjandi lífi þannig? Hvernig er hægt að byggja upp til framtíðar þannig? Eiga drauma um menntun og vinnu? Hvernig er hægt að halda sjálfsmyndinni í lagi, sjáfsvirðingunni? Sjö ár í bið eftir landvistarleyfi? Hvernig heimur er þetta? Gefa fólki landvistarleyfi, afturkalla það næsta dag og hafa ekkert annað um málið að segja en:" þetta voru mistök". Ég held ég eigi seint eftir að gleyma andlitinu á konunni frá útlendingaþjónustunni þegar TV2 spurði hana útí málið. Frosið kerfisandlit, tilfinningalaust, engin vorkunn, engin skömm, ekkert sem benti til mannlegra tilfinninga! Ojj bara!
Ég get ekki látið vera að velta fyrir mér hver örlögum þessarar fjölskyldu. Gæti svo vel hugsað mér að með þeim yrði fylgst áfram.
Hér hafa svo skelfilegir hlutir gerst í þessum málum. Börn sem eiga fjölskyldu með landvistarleyfi hér er vikið úr landi og sent til gamla heimalandsins með skelfilegum afleiðingum.
Man eftir eftir drengnum sem fékk ekki landvistarleyfi, en mamma hans og systir fengu landvistarleyfi. hann var sendur "heim" held til Írak eða Íran. þegar heim var komið var honum hent beint inn í svarthol og mátti dúsa þar við reglulegar pyntingar í langan tíma. Með einhverjum hætti tókst honum að koma aftur til dk. en eyðilagður á sál og líkama. Hann var 17 ára þegar hann var skilin frá móður sinni og sendur "heim" frá ættingjum sínum.
Nýlegt dæmi er 10 ára kínversk stúlka sem á móður hér. Hún fékk ekki landvistarleyfi hjá móður sinni og átti að sendast til baka til Kína þar sem hún átti ekki aðra fölskyldu en aldraða og veika móðurömmu sem ekki treysti sér til að sjá um hana!
Ég skil þetta ekki .
Og svo skil ég ekki hvernig stendur á því að Danir hafa tekið við öllum þessum Tyrkjum ( Hvað er að í Tyrklandi, geta þeir ekki bara verið þar?) sem fæstum dettur eitt augnablik í hug að aðlagast landi og þjóð á nokkurn hátt, ibba sig og Danir lúta höfði og láta þá komast ótrúlega langt með það. . .
Stjórnmál og samfélag | Þriðjudagur, 17. júlí 2007 (breytt kl. 08:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
- Hulla Dan
- Ía Jóhannsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Lilja G. Bolladóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Maddý
- Vilma Kristín
- Anna Guðný
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Heiða Þórðar
- Helga Magnúsdóttir
- Aprílrós
- Birna Guðmundsdóttir
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Jóna Á. Gísladóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigga Hjólína
- Kristín Einarsdóttir
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Hrannar Baldursson
- Sólskinsdrengurinn
- Dana María Ólafsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson