Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Gengið á rétt margra.

Að þurfa að dvelja á hjúkrunarheimili er ekki eitthvað sem fólk velur sér, heldur kostur sem fólk verður að taka því það getur ekki lengur búið á heimili sínu, heilsu sinnar vegna. Þetta er stórt skref fyrir viðkomandi og nánustu aðstandendur. Því er mikilvægt að hjúkrunarheimilin séu í stak búin til að sinna hlutverki sínu.

Að flytja á dvalar- eða hjúkrunarheimili er stór breyting í lífi hvers einstaklings. Tengdafaðir minn átti þá ósk heitasta að geta búið heima hjá sér eins lengi og kostur var. Hann taldi þó líklegt að hann kæmist ekki hjá því að flytja á dvalar-/hjúkrunarheimili. Honum þótti það ekki góður kostur en tók þá ákvörðun að venja sig við lífið þar með því að fara þangað nokkrum sinnum í viku og borða þar hádegisverð. Þetta var hans aðlögun að því er seinna kom. Þá þekkti hann bæði heimilisfólk og starfsfólk og hið óumflýjanlega varð honum auðveldara. Önnur öldruð vinkona mín sem átti eins og svo margir þá ósk að geta búið heima hjá sér alla tíð, þurfti heilsu sinnar vegna að gefa þá von sína upp og flytja á dvalarheimili. Hún hefur nú búið þar í nokkur ár. Þegar ég heimsæki hana segir hún mér að hún hafi það "svo sem" ágætt þarna á Hælinu. Sannarlega hefur hún það, því hún er þarna í öruggu umhverfi, heilsan leyfir ekki lengur að hún geti sinnt sér og heimili sínu án aðstoðar. Fólkið á dvalarheimilinu sem staðsett er úti á landi þekkir hana og hennar. Það er sæmilegasta festa í starfsmannahaldi og hjálpar það mikið til.

Þegar faðir minn fór á hjúkrunarheimili var það vegna þess að hann var orðin svo mikill sjúklingur og þurfti því á mikilli faglegri umönnun að halda. Hann hefur dvalið á hjúkrunarheimili í Reykjavík í nokkur ár. Þar er enginn sem þekkir hann frá því áður en hann veiktist, engin sem þekkir okkur. Þar eru endalaus mannaskipti, manneklan og mikið af ófaglærðu fólki sem ekki talar íslensku. Á meðan "Góðærið" át upp þjóðfélagið okkar var ekki hægt að manna stöður þarna með fagmenntuðu fólki þannig að það héldist í starfi. Þetta hefur verið erfitt fyrir hann. Hann er háður öðrum með allt sitt líf. Hann dregur andann og sér með augunum sínum. Næringu fær hann í gegnum sondu. Þegar hann hefur "fótavist" er það í hjólastól sem er eins og ferlíki því hann er lamaður, spastískur og allur hnýttur. Við erum að tala um mann sem áður var heilsuhraustur, vinnusamur maður, kærleiksríkur og umhyggjusamur faðir og eiginmaður. Akkerið okkar. Í dag er hann eins og áður sagði, öðrum háður með allt og þess vegna er það svo mikilvægt að öll umönnun í kringum hann sé fagleg og vel gerð því hjá honum má ekkert út af bregða. Í sumar hafa verið ráðin sumarafleysingabörn til starfa á deildina hans. Það hefur komið niður á honum. Það er ekki sjálfgefið að 18 ára barn hjúkrunarfræðings á staðnum hafi fag- og verkþekkingu móður sinnar. Ég ætlast ekki til þess. En ég ætlast til þess og finnst eðlilegt að með svo mikinn hjúkrunarsjúkling sem faðir minn er, sé fólk sem kann til verka til að sinna honum. Líkamlegt ástand hans fer ekkert í frí þó starfsfólkið á deildinni sé í fríi. Að faðir minn eftir þetta sumarfrís ástand er nú með mein sem ekki voru þar fyrir sumarfrí finnst mér alvarlegur hlutur. Með hans heilsu á ég ekki von á að fótamein grói. Sár sem kom þegar óharðnaðir sumarafleysingaunglingar voru að setja hann í hjólastólinn. Eða kannski kom það af því fóturinn var ekki rétt settur í fetilinn og hefur því lent utan í vegg eða öðru sem særið viðkvæmt hörundið. Hann var í höndunum á fólki sem ekki kunni til verka sinna. Finnst líklegt að þarna sé komið varanlegt vandamál. Að koma heim til Íslands nú í sumar og ætla að eiga góðar stundir með föður mínum fór öðruvísi en ætlað. Sorgin yfir því hvernig umönnuninni á honum var háttað var stór og þungbær. Hann getur ekki kvartað. Hann getur bara horft á þig með tillitsfullu augnaráði sínu og þú veist að hann spyr: hví getur fólkið ekki hugsað betur um mig?

 


mbl.is Segir gengið á rétt sjúkraliða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband