Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

The driver ;)

Eins og ég "hótaði" í síðasta bloggi þá set ég hér inn nokkrar myndir frá seinni hluta trukkaferðarinnar í síðustu viku. Að fara í svona trukkaferð er upplifun og maður sér ýmislegt á annan máta. Sem fagmaður í akstri verður maður auðvitað að leggja sitt af mörkum í umferðinni en það fer ekki hjá því að sumt vekti enn frekar furðu manns þegar maður er komin á svona stórt ökutæki Cool

júní 251

Leið okkar lá meðal annars í gegnum Ebeltoft.
Þar var verið að undirbúa bæjarhátíð og mikið í gangi.

 

júní 256

Þar var líka þessi flotta skúta.
Samt ekki skútan okkar Billa né heldur Möggu og Hinna.
Mér finnst svona gamlar skútur algert ævintýri og elska að sjá þær út á sjó.

 

júní 280

Þetta er eitt af því sem stingur sterkt í augað þegar maður ekur á trukk.
Þessum fannst greinilega í lagi að leggja stórum traktor með kerru í vegabrúnina rétt við umferðareyju.

 

júní 321

Í Grenaa biðum við eftir ferju í 7 klukkutíma.

 

júní 325

Bíll við bíl í löngum röðum.

 

 júní 313

Billi sá um kvöldmatinn þetta kvöldið Cool

 

júní 328

Það er ekki mikið pláss í þessum ferjum.

 

júní 304

Það eru líka krúttleg hús í DK Smile

 

júní 309

Ég elska að horfa yfir grósku mikla akra Heart

 

júní 345

...og af því að heima er best, þá setti ég rassinn í bílstjórastólinn á fimmtudagskvöldinu þegar Billi minn, var búinn með ökutímann sinn þann daginn.

Galvösk ók ég bíltítlunni, sem vó tæp 50 tonn heim eftir hraðbraut og sveitavegum.

Gegnum hringtorg og yfir brýr.

Home sweet home

Heart

 

Já og  þarf ég að taka það fram að ég hafði aldrei ekið þessari beinskiptu títlu áður?

 


Á ferðinni :)

 
Júní 016
Skellti sæti undur afturendann og fór með mínum í bíltúr í síðustu viku.
 
Gaman að sitja hærra en venjulega og sjá vötn og landslag sem ekki sést á fólksbílum Wink
 
Júní 008        Júní 021
Leiðir okkar lágu víða. Á hraðbrautum DK og SE, með ferjum milli landa og innan DK, yfir brýr og í undirgöng, inn í stóra og litla bæi. Eftir sveitavegum hér og þar. 
Að sjálfsögðu var öll tækni með í ferðinni og konan online.
Mikilvægt að fylgjast með fréttum og "bulla smá" á netinu við ættingja og vini.
Ekki minni snilld að geta notað þessa tækni til að skoða leiðir sem á að fara.

Nú erum við komin með Flakkaranet og því má líka fara að búast við bloggi frá konunni þar sem hún siglir fyrir seglum á Flensborgarfirði í glampandi sól og helst smá roki.
Já stundum er rokið gott og stundum ekki.
 
 
 Júní 029
Mættum þessum bíl á hraðbraut á Skáni.
Held helst að þetta hafi verið Hans og Gréta á ferðinni því aftur úr bílnum láku kornmolar.
 
Júní 031
Það eru engin fjöll á Skáni Wink
 
Júní 048
 Svíar eru með sveitavegi sem eru eiginlega ein og hálf braut.
Mér fannst þetta alger snilld þangað til við lentum á eftir þessum sænsk númeraða flutningabíl. 
Hann ók alltaf á heilu akreininni og safnaði þvílíkt af bílum fyrir aftan sig og olli þar með hættulegum framúr akstri þeirra er hraðar máttu aka. 
 
Júní 049
Litli sendibíllin var voða almennilegur eftir að hann hafði tekið fram úr þessum "bíltappa" og 
var með sýnikennslu fyrir "tappabílstjórann". Sú kennsla bar ekki árangur WinkJúní 067
Hér er dæmi um annan "tappabílstjóra".
Þessum fannst það rétta leiðin að velja hraðbrautina
fyrir gamla, lélega bílinn með lúnu kerrunna.
Þrátt fyrir léttaflutning (einangrunarull) komst kappinn ekki hraðar en 60 km.
Bara ef þið eruð ekki viss, þá velur maður sveitavegi í svona tilvikum.
Cool
 
Júní 026
Viðvörun við hjólastíg.
Skemmtilegt að sjá að viðvörunar merkin í Se eru rauð og gul eins og á Ísl. 
 
Júní 050
Krúttlegt sænskt býli sem liggur við hraðbrautina. 
 
Júní 061
Farmurinn þarf ekki að fylla mikið til að vigta mikið.
 
 
Meira af ferðalagi mínu í næsta bloggi.
Þangað til, lifið heil!
Cool
 
 
 
 
 
 
 

Smá myndasyrpa

júní 001
Prinsessan kom heim frá Ammríkuhrepp og þegar hún loksins sofnaði svaf hún lengi Smile
 
júní 003
Sumarið er komið í Humlehaven.
 
júní 005
Rósirnar blómstra.
 
júní 012
Tréið sem mamma heldur upp á var klippt niður í fyrra
og launar nú með því að blómstra sem aldrei fyrr. 
 
júní 014
 Eplatréð hans Billa blómstraði því líkt og nú stefnir í 
flotta eplauppskeru í haust!
 
júní 039
17. júní var fagnað með einlæga von í hjarta
um að áfram verði hægt að fagna fullveldi Íslands um ókomin ár.
 
júní 071
Flottar konur í Kvennahlaupi 2009 í Sönderborg.
 
júní 077
Fegurðin í skóginum er margbreytileg.
 
júní 080
 Lokaáfanginn í Kvennahlaupinu 2009.
 
júní 099
Fjallkonan 2009
 
júní 141
Við mættum á skemmtun íslendingafélagsins í Sönderborg
og fengum okkur pulsu og kók.
...og smá íslenskt nammi.
 
júní 145
Eftir pulsu og kók var haldið heim að grilla.
Bjór og kjúlli á grillið.
 
júní 172
Það er gaman að geta skroppið í sveitina til Hullu og Eika.
Alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi þar.
Hulla að spinna á rokkinn og Eiki að grilla hanann sem vaknaði of snemma.
 
 
 

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband