Síðustu vikur og mánuðir hafa ekki kallað á neitt sérstaka þörf til að blogga. Ástandið á Íslandi setur sterkt mark sitt á mann þó maður búi ekki á landinu. Einstaka blogg hefur verið sett inn meira svona til að gera en Gera.
Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að vera óvenju mikið á Íslandi það sem af er þessu ári. Mér finnst það gott en það er líka gott að koma hingað heim í kreppuna, atvinnuleysið sem hér er. Gott því það er ekki eins slæmt og Heima. Sennilega svona Pollýönnubull. Mér finnst það nefnilega alveg "fokking" ómögulegt að vera hér í atvinnuleysi. Útlendingur, dýr starfskraftur í mínu fagi og sennilega frekar kresin á hvað mig langar að gera eða ekki gera En það reddast
Eitt af því sem ég hef verið að nota tíma minn í er íslenskt handverk. Ég prjóna smá sjálf en ég fylgist líka mikið með því sem er að gerast á Íslandi í þeim málum og hef gert lengi. Nú er það auðveldara með FB
Mér finnst stórkostlegt að fylgjast með þróun íslensks handverks. Það eru magnaðir hlutir að gerast í íslenskri hönnun!
Íslendingar eru að mínu mati alveg einstaklega sérstök þjóð. Fólkið í landinu okkar getur svo margt og hefur hvert og eitt svo stórt hlutverk í samfélagshjólinu. Ef að þjóðarsálin verður ekki kæfð með þessu ICE Save ógeði þá mun hún ná sér upp úr þeim öldudal sem nú ríkir með einstökum kröftum. Ef ICE Save reikningunum verður troðið upp í afturenda þjóðarinnar (afsakið orðbragðið) þá mun hún verða bugðuð til langrar framtíðar.
Nú er ég búin að tjá mig um þetta og komin að því sem ég ætlaði að blogga um.
Ég ætla nefnilega að segja ykkur frá og kynna fyrir ykkur uppáhaldslagið mitt.
Þannig er að um daginn fjárfesti ég í tveimur geisladiskum.Ég var í "kreppuferðalagi" með mínum ástkæra og eins og tæknin er, þá er auðvitað nettenging í bílnum og gildir þá einu hvort maður er í DK eða SE. Slíkar aðstæður nýtir kona sér þegar ekki er verið að þræða lykkjur á prjóna eða góna.
Ég nýtti mér möguleika netsins og pantaði eins og áður sagði tvo geisladiska Diskar þessir eru rammíslenskir og dæmi um frábært framtak. Þessir geisladiskar eru með hljómsveitinni Hjónabandið. Fyrri diskurinn kom út 2006 og sá seinni var gefin formlega út 2. júní sl. Hann heitir: Í minningu Jóns. Ég er yfir mig ánægð með þessa diska sérstaklega þann seinni. Hann nær mér inn að hjartarótum. Eitt lagið á honum er algerlega númer eitt hjá mér svo er annað sem er algerlega númer tvo hjá mér Ég syng hástöfum með þegar diskarnir eru spilaðir og einnig þegar minn spilar lög af þessum diskum á hljómborðinu sínu. Nú skulið þið ekki fá neinar grillur í hausinn og halda að við séum einhverjir rosa tónlistarmenn, því fer víðsfjarri.
Já og nú er ég endanlega komin að efninu og það er uppáhaldslagið mitt þessa dagana, Vorganga.
Dýrka lagið og textann og syng það í hljóði og með hljóði.
Mig langar að deila þessum texta með ykkur. Ástæðan er einföld, þetta er fallegt og einfalt, svo ljúft og einlægt.
Nú vil ég að þið sjáið þennan texta fyrir ykkar innra auga og njótið.
Vorganga.
Er á rölti, um mel og móa, mikið á ég gott,
söng í eyrum lætur lóa, lifnar gamalt glott.
Fuglarnir um flóa syngja, fagurt lifnar vor.
Þannig vil ég andann yngja, eflist við hvert spor.
Andinn svífur, gáfur gefast,
ef ég geng um engi,
lengi, beðið eftir því,
beðið eftir þér.
Niður brekkur lækir líða, liðast eins og skott.
Lögmálinu ljúfir hlýða, líðst ei höfga dott.
Gutli vatn í gúmískónum gerir ekkert til.
Er í sokk af ömmuprjónum, ágætum með yl.
Nú er vorið, gengið inn í garðinn,
græni, blærinn
kominn allt í kringum mig,
kringum mig og þig.
Allt er nú í góðum gangi, gæfan mér við hlið.
Finnst mér eins og lækinn langi að leika fossanið.
Gott er þegar ganga vorsins gefur sálarfrið,
lifnar foldar frjó til lífsins, faðmar sólskynið.
Hæðir birtast, grundir gróa.
Þá er gaman úti að gleðjast
einn og leika sér,
leika sér með þér.
Texti; Jón Ólafsson
Lag; Jens Sigurðsson
Er nema von að maður elski þetta land?
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll | Fimmtudagur, 9. júlí 2009 | Facebook
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
- Hulla Dan
- Ía Jóhannsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Lilja G. Bolladóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Maddý
- Vilma Kristín
- Anna Guðný
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Heiða Þórðar
- Helga Magnúsdóttir
- Aprílrós
- Birna Guðmundsdóttir
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Jóna Á. Gísladóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigga Hjólína
- Kristín Einarsdóttir
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Hrannar Baldursson
- Sólskinsdrengurinn
- Dana María Ólafsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
Athugasemdir
Fallegt innlegg.Veistu ég upplifdi mig í gamla daga med ömmu ,afa og foreldrum mínum uppá fjalli eda hálandinu,tar sem vid fórum oft.Yndislegur texti og serlega gefandi fyrir sálina.
Takk elsku nafna mín.
Kvedja frá Jyderup.
Gudrún Hauksdótttir, 10.7.2009 kl. 06:40
Já hugsaðu þér! Gaman að heyra hvað textin framkallar hjá þér. Mér gefur hann þessa sterku tilfinngu fyrir náttúrinni okkar að vori og sumri.
Vildi geta spilað þetta lag fyrir þig! Ég syng hástöfum með, svo grípandi og gerir mann svo glaðann
Kær kveðja til þín héðan frá Als
Guðrún Þorleifs, 10.7.2009 kl. 09:00
Ía Jóhannsdóttir, 11.7.2009 kl. 10:53
Sannarlega er þetta fallegur texti ,en hann er eins og smásaga um lífið og tilveruna .Já ICE ,er skelfilegt dæmi sem mér finnst vera ranglátt að klína þessu á þjóðina þar sem við erum alsekki í ábyrgð fyrir þessu brjálæði ,en það voru fjárglæframenn sem eiga þetta örfáir ,og mér finnst skrítið hvað samviska þeirra er svört að geta hugsað sér að koma þjóðinni sinni á kaldann klaka með þessum glannaskap .En hart er undarlegt og skrítið sem er illskiljanlegt .
Jón Reynir Svavarsson 15.7.2009 kl. 23:09
Sæl Guðrún mín. Fallegur pistill hjá þér,ekkert vol og víl. Við hjónakornin komum til DK nú í sumar og vorum í Hirsthals, við buðum ættingjum heim en engin kom. Þaðgerði svo sem ekkert til því við undum okkur hið besta. Við fórum á Skagen og þvílíkt upplifelsi, það var ekkert venjulegt. Við skoðuðum m.a. listasafnið fræga sem er niðri við sjóinn og vorum svo heppinn að hitta sjálfan stofnanda safnins Axel Lind. Við röbbuðum við hann smá stund, hann er 102 ára og svo ótrúlega hress að það var með ólíkindum. Við fórum líka á heimili Önnu og Michaels Anchers sem núna er auðvitað orðið að safni. Manni fannst sem maður hefði stigið á heilaga jörð. En þú ert sennilega löngu búin að sjá þetta. Ferðin var indæl þó að auðvitað bregði manni ónotalega við síðan í fyrra, þá ég við verðlagið. Að sjálfsögðu enduðum við í Köben. Við fórum á Vestfirðina þegar við komum heim og nú hvílum við okkur bara í bústaðnum okkar. Trúðu varlega öllu því sem þú sérð í blöðunum frá Íslandi, það hefur minnkað vinna hér, en þeir sem nenna að vinna fá vinnu. Það er kannski ekki heimsins besta atvinna, en vinna samt. Stór hluti þeirra sem hangir heima á atvinnuleysisbótum getur fengið nóg að gera. Það er bara svo miklu þægulegra að dunda sér heima á bótum. Það eru mýmörg dæmi um svona lagað. Annars væri gaman að fá að sjá þig einhverntíman heillin.
Góðar kveðjur héðan frá Íslandi Guðrún mín. Dana.
Dana Kristín 17.7.2009 kl. 15:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.