Det skal mærkes . . .

Skrapp með mínum í bæinn í morgunn. Vantaði smá járn á tankinn. Járnlady þarf nefnilega járn á tankinn þessa dagana. Var nánast orðin tóm. Á heimleið fann ég að ég var ekki alveg til í að fara heim strax. Búin að eyða síðustu tveimur vikunum þar í verulegum rólegheitum. Getur þú ekki farið með mig í smá bíltúr spurði ég minn. Jú jú, hvert viltu fara spurði hann. Bara þangað sem þú nennir að keyra sagði ég. OK sagði hann. treystir þú þér til Köben? Jebb sagði ég. Alltaf til í svona tjill. Komum við heima og náum í tannburstana og hundinn. Hún fékk að heimsækja Hullu og strákana í sveitina. Alsæl! Nú erum við komin hingað til að ég geti slakað á og haldið áfram að safna kröftum og hvar gerir maður það betur en þar sem allt er að gerast???

Det skal mærkes at man liver Wink


mbl.is Viðbúnaður í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

;)

Aprílrós, 28.2.2009 kl. 20:36

2 Smámynd:

Góð  Eigið góða Köbendvöl

, 28.2.2009 kl. 21:02

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hehehe já bara skrella sér til Köben, þetta líst mér vel á.  Var einmitt að hugsa um hvert ég ætti að fara þegar ég losna héðan af gjörgæslunni.  Það verður að vera eitthvað fútt í þessu annars er ekkert varið í þennan barning.  Njóttu Köben og alles!

Ía Jóhannsdóttir, 1.3.2009 kl. 07:03

4 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Hafðu það gott í Köben, ég fer þangað um næstu helgi. Kærleiksknus

Kristín Gunnarsdóttir, 1.3.2009 kl. 07:03

5 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Ljós og kærleikur yfir hafið til þín ljúust mín.

Sigríður B Svavarsdóttir, 1.3.2009 kl. 10:37

6 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Njóttu ferdarinnar í tætlur nafna mín.

Knús í borgina.

Gudrún Hauksdótttir, 1.3.2009 kl. 14:01

7 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Takk fyrir góðar kveðjur.

Ía sammála, um að gera að hafa fútt í þessu og nú er ég sko búin að redda mér ferðum í mars og apríl.
Vona að þinn bati gangi vel og þú getir skellt þér á góða staði í bataferlinu. Svo hollt fyrir ferðafuður að ferðast

Nafna, er á fullu í að njóta þess að vera hér

Guðrún Þorleifs, 1.3.2009 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband