Undarleg staðreynd . . .

Mér þykir það heldur ótrúleg staðreynd að einn af stjórnarandstöðuflokkunum er að sprunginn á limminu. Hélt að það væri auðveldara að halda saman flokki í stjórnarandstöðu en flokki í stjórn. 
Velti því fyrir mér hvort framapot sé skynseminni yfirsterkari þar?
Skil ekki hvernig "Framsóknarflokkurinn" getur horft framan í nokkurn mann og sagt að þeir vilji aðild að ESB. Framsóknarflokkurinn var í upphafi flokkur bænda og þykir mér hann nú kominn verulega langt frá uppruna sínum og áleitin er sú spurning hvort ekki beri að leggja flokkinn niður.
Hvað fólk sér í ESB aðild er mér fyrirmunað að skilja. Þeir dagar er við vorum í samningsaðstöðu um eitthvað eru liðnir. Við höfum nú engin tromp á hendi. Erum eins og "hóra í hafsnauð" (afsakið orðbragðið).
Mér finnst það glórulaust bull að ætla sér aðild að ESB. Þá erum við endanlega búin að vera sem sjálfstæð þjóð með dug og þor til erfiðra og stórra verka.  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þessi flokkur hefur náttl. þjáðst af samstöðuleysi svo lengi að þetta hlaut að koma. Ætli Guðni og Bjarni bjóði ekki fram bændaflokkinn, kannski ég fari bara í púl með þeim og komist á þing

Ásdís Sigurðardóttir, 18.11.2008 kl. 12:51

2 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Ég held að ég geri það líka eins og Ásdís

Kristín Gunnarsdóttir, 18.11.2008 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband