Nú á alvaran að vera tekin við hjá mér, loka kaflinn í náminu, lokaverkefnið, formlega hafið. Ég er aftur á móti í léttri sveiflu, alltaf í jólaundirbúningsstuði, æfi og æfi og er því að verða búin með jólagjafakaup fyrir þessi jól. Það er auðvitað frábært því nú á ég að vera vinna í verkefninu.
Um helgina var ég í svaka stuði enda með einkasoninn og hans kærustu í heimsókn. Við brölluðum margt sniðugt. Sérstaklega í innkaupaferðinni í Flensborg. Ekki leiðinleg ferð
Gærdaginn tók ég þokkalega snemma og var komin hér í mikla jarðaberjahlaups gerð um níuleitið f.h. Samhliða hræði ég í uppáhalds jólasmákökurnar og hafði að þessu sinni uppskriftina þrefalda. Við bökuðum úr helmingnum, einn hluta sendi ég með krökkunum til Köben svo þau gætu bakað sjálf. Fá kökulykt í húsið. Seinni partinn datt mér í hug að bjóða liðinu í bíltúr í hlöðubúð lengst úti á Kægnesi. Ingunn pingunn fékk að keyra. Þegar við vorum komin langleiðina sá ég bíl í klessu úti í skurði, bað Ingunni að stoppa og Balda að koma með mér að bílnum þar sem maður baksaði við að komast út úr bílnum. Ekki vildi hann neina hjálp né þurfti hann sjúkrabíl sagði hann. En mér þóttu ansi margar tómar bjórflöskur í og við bílinn til að láta þetta vera og hringdi á lögregluna. Á meðan hún var á leiðinni stakk karlinn af með bíl nr. tvö sem hann reyndi að stoppa, fyrsti bíllinn neitaði og bauð að hringja á lögreglu sem karlinn vildi alls ekki. Karlinn stakk af með ungum strákum. Kona sem bjó í húsi rétt við slysstaðinn sagðist vita hver maðurinn væri og ekki kæmi henni á óvart þó hann væri drukkinn. Löggan kom og ræddi við okkur og héldu svo heim til karls. Hvað úr því hefur komið veit ég ekki en "dem" ef hann sleppur við kæru! Löggan sagði að þar sem hann hefði sloppið heim gæti hann nú sagt að hann hefði verið svo sjokkeraður að hann hefði orðið að fá sér "einn". Ég verð að segja að það finnst mér ekki sniðugt. Finnst endilega að slíkt dugi ekki á Íslandi. Ég vona bara að þessi náungi fái það sem hann á skilið og helst að hann sé ekki á vegunum þar sem við hjólum og ökum. Burt með drukkna ökumenna af vegunum!
Nú þegar fara í hönd allir þessir "julefrokost" þá eykst hættan á að fólk aki undir áhrifum. Leggjum okkar af mörkum til að fá fólk ofan af því að aka undir áhrifum.
Akstur og vín er ekkert grín.
Hér fyrir neðan er svo Bond myndin sem við horfðum á um helgina.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll | Mánudagur, 17. nóvember 2008 (breytt kl. 15:00) | Facebook
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
- Hulla Dan
- Ía Jóhannsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Lilja G. Bolladóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Maddý
- Vilma Kristín
- Anna Guðný
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Heiða Þórðar
- Helga Magnúsdóttir
- Aprílrós
- Birna Guðmundsdóttir
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Jóna Á. Gísladóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigga Hjólína
- Kristín Einarsdóttir
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Hrannar Baldursson
- Sólskinsdrengurinn
- Dana María Ólafsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
Athugasemdir
Fyllerí og akstur fer of oft saman. En fjandi góð þessi Bond mynd hjartanskveðja til ykkar kæru vinir.
Ásdís Sigurðardóttir, 17.11.2008 kl. 17:09
Kærleikskús til þín frá Esbjerg Dóra
Dóra, 18.11.2008 kl. 08:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.