Ég elska vatn, ég elska frið, ég elska lífið . . .

Hér í heimi er ýmislegt með öðrum hætti en ég kysi, mætti ég velja.

Búsett hér í DK til nokkuð margra ára hefur það ekki farið fram hjá mér að Danir móðguðu múslima með teiknimyndum af þeirra guði sem ekki má gera mynd af. Nú er það svo að teiknarinn er danskur og því  úr öðrum menningarheimi en ríkir í múslimalöndum. Í hans augum voru teikningarnar annað en það sem múslímar upplifa með þeim. Ólíkir menningarheimar. Þeir líta á þetta sem mikla óvirðingu við þeirra trú og eru heiftugir. Danir taka þessu sem einum lið í tjáningarfrelsi. Svona gróft greint.  Hvort það var rangt eða ekki að birta myndirnar legg ég ekki mat á, en er þó hlynnt tjáningarfrelsi. Heift sumra múslima vegna þessa máls á ég (sennilega vegna míns bakgrunns) afar erfitt með að skilja. Þeir meiga alveg verða sárir, reiðir, finnast þeim misboðið og kvarta opinberlega. Skil það vel. Ég skil aftur á móti ekki hvernig þeir geta verið svo heiftugir að þeir hyggi á hryðjuverk í DK. Það finnst mér langt, langt frá málinu. Það hefur heyrst að leyniþjónusta hafi komist á snoðir um fyrirhugaða hryðjuverkaárás á DK. Sú áætlun ku vera allsvakaleg. Hún mun hafa falið í sér að koma blásýru eða öðrum eiturefnum sem víðast í neysluvatn Dana. Nú veit ég að það er stór menningar munur á Dönum og heittrúuðum múslimum. Danir eru rólyndisþjóð, kannski ekkert rosalega trúuð, meira svona sósíallistar í sér, en það er ekki trú, meira svona fötlun mundi ég segja. Þess vegna skil ég ekki,hvers vegna heittrúaðir múslímar eru með þennan æsing við "ligeglade" þjóð Whistling

Ég vil fá að drekka mitt vatn í friði og ró Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Hjukkit. Við erum með eiginn brunn.
Voðalega finnst mér fólk geta hagað sér kjánalega. Ekki bara múslimirnir heldur líka danirnir.
Maður ögrar ekki svona heittrúuðu fólki, bara ekki!

Vona að verði ekkert úr þessum hótunum.

knús frá Hullu stelpustrák.

Hulla Dan, 17.9.2008 kl. 20:13

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Pældu í heppni ykkar Hullan mín! Ég kem þá bara til þín ef ég hætti að treysta á vatnið mitt og get þá kannski kveikt upp fyrir þig, en ég er bara með reynslu af brenniofnum Er líka að pæla í drengjakoll eða bara "alltaf"

Lotta, velkomin í bloggvinahópinn
Þröngsýni, skortur á umburðarlindi og víðsýni er sorgleg vöntun.

Guðrún Þorleifs, 17.9.2008 kl. 20:26

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Mér persónulega fynnst að það hefði aldrey átt að birta þessar myndir, þá stæðu danir ekki í þessu helv veseni í dag sem að er langt frá búið, múslímar hætta ekki fyrr en þeir geta hefnt sín vel á þessari þjóð

Kristín Gunnarsdóttir, 19.9.2008 kl. 09:42

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Sammála þér Lotta, penninn er skynsamlegra vopn en eyðilegging.

Guðrún Þorleifs, 20.9.2008 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband