mömmublogg


Mamma er alltaf annað slagið að ýtreka við mig að skrifan blogg og nú ætla ég að verða við því, spes fyrir hana. Verst að ég veit ekkert hvað ég ætla að skrifa um svo þetta gæti orðið þokkalegur hrærigrautur 8)
Hér ríkir mikill léttir. Já við erum öll léttari. Ekki af því að við höfum verið í megrun, nei nei sussum svei, ekkert þannig.  Þarf ekki, við erum svo fín. Okkur er létt því loksins tókst bandaríska sendiráðinu í Köben að útbúa visaáritun fyrir Bryndísi, áður en startdagurinn rann út! Alveg ótrúlegt ferli, humm... eða kannski ekki ????
Nú er það ljóst að Bryndís kemst af stað í sina ævintýrareisu á föstudagsmorguninn. Hún þarf sem betur fer ekki að ferðast ein þrátt fyrir seinkun. Hann Daníel, sem við þekkjum ekki, fer líka á vegum STS til Chicaco ( hvernig er þetta skrifað? )  Þau verða samferða alla leið í terminal 1 CHC þar sem leiðir skilja, því hann er greinilega ekki að fara til Browning ;)
Til að jafna okkur á brottför Bryndísar, ætlum við að eyða helginni í Köben hjá Balda og Birnu. Þau verða reyndar að vinna alla helgina en ... sóóóó????? Miðjubarnið hún Ingunn, verður bara að vera ein heima, passa hundinn og húsið og mæta í vinnu. Þannig er það þegar maður er miðjubarn. Kannski breytist það smá þegar hún verður eina barnið á heimilinu??? Þ.e.s. ef við verðum heima til að sinna henni???
Jú, jú ,við eigum efti að hafa það kósy, horfa á grínmyndir, borða popp og veltast um í notalegheitum í herberginu hennar Bryndísar, sem við ætlum að breyta í sjónvarpsherbergi á meðan hún er í US og A. Það eru auðveld heimatök við því nú eru í herberginu 3 sjónvörp 8), 1 dvd og fín hljómtæki. Sjónvarpssófinn fer þangað eftir helgi. Þá er planið að færa rúmið hennar Bryndísar, tímabundið, inn í tölvuherbergi. Skila Stínu Nabo rúminu hennar, já einmitt Palli minn, takk fyrir lánið ;) þá fara grænu stólarnir 2 í stofuna ásamt stóra sófaborðinu. Þar verður bara kósy, ekkert sjónvarp. Gott að fá einn gest í einu og einn að taka á móti honum. Ekki pláss fyrir fleiri nema við stofuborðið :haha: 
Já, mamma og þið hin, ég varaði ykkur við. Þetta er ruglblogg og þannig má það líka vera með gríni og alvöru blandað saman eftir uppskrift sem ekki verður látin af hendi svo glatt.

Getið nú. Hvað er grín og hvað er alvara.....

Farin. . . 

         að velta fyrir mér hversvegna hér er enginn gestagangur miðað við á hinni síðunni og þó er sama bullið oft birt á báðum stöðum 
Woundering
Bíst ekki við að verða klókari af þeirri pælingu, ef hún verður þá nokkur þar sem lífið bíður upp á svo margt skemmtilegt Wizard

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góða skemmtun í Köben, er líka að fara þangað á morgun og ættla að vera hjá yngstu dóttirinni fram á sunnudag

Kristín Gunnarsdóttir, 4.9.2008 kl. 15:45

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

mikið að gerast hjá þér kona

kærleikur til þín frá lejrekotinu.

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 6.9.2008 kl. 16:25

3 Smámynd: Hulla Dan

Nóg að gera greinilega hjá þér frænka.
Ég er búin að vera tölvu + síma laus í styk tid auk hellings vinnu en skrifa þér meil á morgunn eftir vinnu.

Knús

Hulla Dan, 6.9.2008 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband