Minnist . . .

Í dag vil ég minnast ástkærrar tengdamóður minnar, Ingunnar Kjartansdóttur. Þessi elska hefði orðið 85 í dag ef hún hefði lifað. Hún lést 4. september 2000 eftir mikil og erfið veikindi.
Þó svo árin líði frá andlátinu hefur söknuðurinn eftir henni ekki horfið. Oft kemur hún upp í huga mér við ýmis tilvik, sérstaklega þegar glettni skín í gegnum atvik og uppákomur. t.d. þegar Kristján sonur hennar kom í heimsókn til okkar. Hann hefur alveg ótrúlega líkan húmor og hún hafði. Engin nema hún hefði líka grett sig og geyflað í gegnum glerið í komuganginum á Billund eins og hann gerði, þegar hann sá okkur bíða hinum megin við glerið :haha:
Matarást á tengdó er líka inni í söknuðinum og er þar fyrst að nefna brúnu súkkulaðitertuna hennar sem hún slengdi saman á sunnudögum ásamt öðrum góðum tertum. Ummmm...
Hún var skemmtileg amma og kenndi börnunum mínum ýmislegt sem ekki var auðvelt að venja þau af. Hún taldi Balda trú um að maður ætti að biðja um nýtt tyggjó þegar bragðið væri búið og svo ætti maður að spíta ávaxtasteinum út í loftið þaegar maður borðaði appelsínur og vínber. Hann trúði ömmu sinni algerlega og það var ekki auðvelt að fá hann til að skilja að amma hefði bara verið að fíflast. Sláturgerð með ömmu er líka minnistæð. Þar fékk Ingunn Fjóla að handleika lifrpylsukeppina eins og hana lysti og skemmtu bæði amma og snótin sér vel við að hún setti herlegheitin á hausinn ;) Ég hef ekki farið út í gera slátur með Ingunni Fjólu síðan :haha:
Bryndís fékk líka að kynnast ýmsum góðum töktum hjá ömmu sinni líkt og eldri systkyni hennar.

Elsku tengdamamma, takk fyrir að vera það sem þú varst okkur. Minningin um þig er með okkur, það sem þú varst okkur, yljar hjarta okkar .
Við elskum þig lífs og liðna.
Þín,
Guðrún

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Þetta er fallegt... Minningar eru alltaf góðar
Ég samgleðst þér að hafa þekkt þessa góðu konu.

Hulla Dan, 24.5.2008 kl. 22:43

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 25.5.2008 kl. 10:07

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 26.5.2008 kl. 20:14

4 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Agnes Ólöf Thorarensen, 26.5.2008 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband