Ég hef átt í brasi með að setja myndir úr nýju myndavélinni inn í tölvuna. Nú hef ég snúið á nýju fínu tölvuna með (hel..)Vista og set með góðum árangri myndir inn í litlu nýju tölvuna sem er með einfaldara Vista en hin. Af þessu tilefni ætla ég að setja inn smá myndasyrpu frá þessu ári.
Byrja á því að setja inn mynd sem litla Rósin okkar gerði á listaskólanum sínum. Fyrir þá sem eru nýir hér þá er hún fósturbarn hjá okkur 4 sólarhringa í viku. Snótin er 17 ára í árum en yngri í sér. Hún er greind með einhverfueinkenni og fleira. Yndisleg snót sem trúir á það góða í þessum heimi. Hún er mikill teiknimynda teiknari og því fannst mér spennandi að setja hana í listaskóla og vinna öðruvísi með myndlist. Hún nýtur þess.
Þessi mynd er unnin með bleki og pensil.
Upp úr miðjum janúar skelltum við okkur með prinsessuna til Stettin í Pólandi. Með í för voru góðvinir okkar Sveinn og Dagga ásamt sínum þremur börnum. Okkur fannst alveg snilld að Galaxy mollið var jólaskreytt. Veit ekki hvernig þetta er hjá Pólverjum með jólahald en það var gaman að sjá þetta.
Svo dönsuðum við í kringum tréð...
Fórum á útimarkað og keyptum . . .
PRINS POLO
Í lok janúar skellti ég mér í spinningmaraþon og hjólaði í 4 tíma og 20 mínútur.
Hér er ég með Döggunni minni og engin spurning þetta er bara toppurinn
Afmæli Rósarinnar.
Eins og frá var sagt var farið út að borða.
Mikil upplifun fyrir snótina.
Páskarnir gengu í garð.
Okkur tókst að fá BT með okkur í bíó og það var nú haldið hátíðlegt með smá poppi
Svo fór að snjóa . . .
Rósin notaði snjóinn í garðinum og bjó til Pandabjörn
Svo kom að Berlínarferðinni.
Þar vorum við á nýju móteli sem heitir Motel One.
Það var töff þó ekki væri plássið mikið þá vantaði ekkert
Litirnir minntu mig á Dögguna
Ég var voða dugleg og fór með hraðskreiðustu lyftu Evrópu upp 93 metra á 20 sekúndum.
Fékk þokkalega í eyrun.
Sjáið "fjallið". Þarna fór ég
Látum þetta gott heita af myndabloggi í bili
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Bloggar | Mánudagur, 7. apríl 2008 (breytt kl. 15:37) | Facebook
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
- Hulla Dan
- Ía Jóhannsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Lilja G. Bolladóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Maddý
- Vilma Kristín
- Anna Guðný
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Heiða Þórðar
- Helga Magnúsdóttir
- Aprílrós
- Birna Guðmundsdóttir
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Jóna Á. Gísladóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigga Hjólína
- Kristín Einarsdóttir
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Hrannar Baldursson
- Sólskinsdrengurinn
- Dana María Ólafsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
Athugasemdir
Yndisleg myndasýning kæra vinkona. Hafðu það sem best.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.4.2008 kl. 20:16
Frábærar myndir.
Við neyðumst til að finna annan dag fyrir hittingin okkar þar sem ég verð í borg óttans að fá vegabréf fyrir sjálfa mig og 3/5 af afkvæmum mínum á föstudaginn.
Ha en rigtig god dag.
Hulla Dan, 8.4.2008 kl. 06:38
Hulla mín, við gerum bara nýtt plan
Guðrún Þorleifs, 8.4.2008 kl. 09:17
Gaman að skoða, greinilega líf og fjör í kringum þig
Ég var að lesa mitt eigið blogg eitthvað aftur í tímann, og sá þar athugasemd sem þú hafðir sett inn varðandi hjúkrunarheimilið Skógarbæ. Fór þá að spá í hvort ég hefði einhverntímann hjúkrað pabba þínum þar, en er ekki viss. Ég er með einn ákveðinn mann í huga, (miðað við föðurnafn þitt) en hann var reyndar ekki á þeirri deild sem ég vann á - þurfti engu að síður stundum að sinna honum á kvöldin og um helgar. Segðu mér, hvað heitir mamma þín? (....skil vel ef þér finnst þetta of nærgöngul spurning, og skil því líka vel ef þú svarar ekki....) Spyr bara, vegna þess að ef maðurinn sem ég hef í huga er pabbi þinn, þá samdi mér mjög vel við mömmu þína og spjallaði við hana löngum stundum....
Bestu kveðjur,
Lilja G. Bolladóttir, 8.4.2008 kl. 11:32
Lilja mín, allt í lagi að spyrja. Mamma heitir Pollý Nú veit ég ekki á hvaða deild þú varst þarna en vegna alvarlegra árekstra(mamma sættir sig ekki við hvað sem er og við systkynin styðjum hana) var hann fluttur á aðra deild fyrir tæpum 2 árum. Þar hefur hann verið á tvíbýli þar til í gær Sem betur fer er líka fullt af yndislegu fólki að vinna þarna en hluti af þeim sem setja sig yfir "hina" hefði gott af að kynnast af eigin raun að eiga aðstandenda á svona stað!!!
Guðrún Þorleifs, 8.4.2008 kl. 11:55
Svo Pollý er mamma þín!! Ég var nokkuð viss en vildi ekki "opinbera" neitt, nein nöfn eða staðreyndir ef ég hefði rangt fyrir mér.... þú veist í sambandi við þagnarskyldu og allt það.
Pabbi þinn var sem sagt á deildinni Heiðarbær..... Ég vann þarna allt árið 2005 en var greinilega mest ráðin til að leysa allar "föstu" hjúkkurnar af, hverja fyrir sig þegar á þurfti að halda, þannig að ég þeyttist mikið á milli deilda, (þótt það hafi ekki staðið í ráðningarsamningnum mínum upphaflega - þar hét ég aðstoðardeildarstjóri á deildinni Hólabær/Efstibær, en ég upplifði mig aldrei þannig). Það var m.a. ástæðan fyrir því að ég hætti, mér fannst ég aldrei geta eða mega breyta neinu, því ég var alltaf "bara að leysa" einhverja deildarhjúkkuna af. Ég var oft ósammála ýmsum hlutum á hinum ýmsu deildum í Skógarbæ og fannst hjúkkurnar ekki alltaf "up to date" varðandi ýmsa "klíníska" þætti, þótt eflaust væru þær betur að sér í öldrunarfræðum en ég - það var bara langt síðan þær allar höfðu unnið á sjúkrahúsi og voru ekki alltaf með nýjustu þekkinguna á ýmsum sjúkdómatengdum atriðum ofl.
Ég reyndar kann ofsalega vel við þá hjúkku sem sá mest um Heiðarbæ, (hina norsku Åse), en ég veit að hún var ekki heldur of ánægð. Málið er bara, að þessi stofnun er ömurlega rekin að öllu leyti. Hjúkrunarforstjórinn veit ekkert hvað er að gerast inni á deildunum og hjúkrunaryfirmennirnir þrír (eða hvað þær eiginlega kölluðust), bara að takmörkuðu leyti. Þær voru þrjár þarna, yfirhausarnir, og sátu alla daga á langhæstu laununum við að gera vaktaskýrslur fyrir starfsfólk - og þeim fórst það ekki einu sinni vel úr hendi. En alltaf, ef eitthvað var til umræðu, þurfti að fá þeirra skoðun á hlutunum, jafnvel þótt þær þekktu mjög lítið til þess sem um var rætt. Þeim þótti mjög mikilvægt að sitja fjölskyldufundi, þótt þær sinntu aldrei viðkomandi skjólstæðingi sjálfar með eigin höndum - og þóttust þá alltaf manna vitrastar um allt sem fram fór á deildunum eða um það sem sneri að sjúklingnum.
Þeim helst illa á fólki og sumarstarfsfólk sem kom þarna eitt sumar, kom aldrei aftur vegna þess hve illa þessar manneskjur fóru með það, vaktalega séð (æi, ég held ég hafi sagt þetta allt í einhverri gamallri færslu....) Anyway, mér var algjörlega ofboðið þetta ár sem ég vann þarna, bæði meðferð þeirra á starfsfólki sínu, hvernig gjörsamlega átti að mergsjúga og misnota hvern einasta einstakling sem kom þarna í vinnu og virðingarleysið var algjört fyrir þeim ófaglærðu (sem þó skipa stóran sess þarna!). Enginn vilji var til að taka upp nýrri og betri aðferðir við hlutina og alls kyns basic hjúkrunarmál látin vera, eins og þau skiptu engu máli. Ég var m.a.s. skömmuð fyrir að nota "sterila" aðferð við að setja þvagleggi í fólk, því það þótti of dýrt (!!!), og ég minnt á það, að ég væri nú bara á hjúkrunarheimili en ekki á spítala (eins og sýkingarleiðir inn í mannslíkamann breytist eftir því hvar þú ert staddur í bænum!)
Eins fékk ég tiltal, vegna þess að ég þótti "hjálpa" hinu almenna starfsfólki OF mikið í umönnuninni á íbúunum, mér var bent á það, að ef ég væri að vinna svona mikið með þeim við að skeina og gera annað (sem greinilega var ekki okkur hjúkrunarfræðingunum samboðið), þá væri ég að koma "þeim" upp á eitthvað sem ætti ekki að viðgangast, fyrir utan það að það léti hinar hjúkkurnar líta illa út.
Ég kom náttúrlega úr spítalaumhverfi inn á þessa stofnun og var vön að vera á fullu alla vaktina mína, svo mér fannst ég bara vera að leggjast í kör þarna inni. Mér fannst ég bara vera í fullri vinnu við það, að færa mig á milli deilda og frá deildunum inn á skrifstofu, bara svo það liti út fyrir að ég væri að gera eitthvað!!
Allavega, ég hef ekki séð eftir að hafa unnið þarna, því mér finnst líka mjög mikilvægt fyrir okkur "spítalafólkið" að vita hvernig ástandið er inni á hjúkrunarheimilunum, m.t.t. mönnunar, rekstrar og annarra hluta, auk þess sem mér fannst gaman að kynnast öldrunarhjúkrun, þótt hún væri einum of "róleg" fyrir mig, þessa ofvirku manneskju
Ég veit ekki hvort mamma þín man eftir mér, örugglega ekki. En ég man sko vel eftir henni. Alltaf var hún mætt, þessi lágvaxna kona (meina þetta bara á góðlátlegan hátt), gekk yfir matsalinn í Hólabæ, því hún kom alltaf innangengu leiðina til pabba þíns. Hún var alltaf mætt eins og klukka til að mata hann í hádeginu, reyna að fá eitthvað ofan í hann í gegnum munninn, alltaf stóð hún við hjólastólinn hans og talaði við hann og alltaf lét hún sig varða hvernig var hugsað um hann (að sjálfsögðu, segjum við, en það eru bara margir aðstandendur sem skiptu sér ekki mikið af svona málum). Alltaf sat hún hjá honum á kvöldin og talaði, og hann gat auðvitað ekki svarað á skiljanlegan hátt aftur, en alltaf sat hún þarna.
Ég sá oft um að tengja slöngumatinn fyrir pabba þinn á kvöldin og gerði mér yfirleitt far um að dvelja við og spjalla við mömmu þína, og við gátum sko spjallað um heima og geima. Ég man alveg að sumum fannst mamma þín svo afskiptasöm, en ég bara dáðist að þessarri konu, og finnst pabbi þinn heppinn að eiga svona hauk í horni, sem hún mamma þín vissulega er!! Þvílík þrautseigja og þvílíkt úthald, það væru alls ekki allir tilbúnir að leggja það á sig sem hún Pollý gerir - og hún gerir það með stæl! Mér fannst starfsfólkið í Skógarbæ stundum búið að missa sjónar á því, að það fólk sem býr þarna, á sitt heimili þarna, og að við erum að sinna þeim og hjúkra þeim á þeirra heimili. Og þar erum við gestir, þótt auðvitað þurfi sumt að gerast á forsendum tímaröðunar á vaktir, mönnunar og annars í þeim dúr. Og auðvitað eru þessar deildir þungar og mæðir mikið á lærða starfsfólkinu, sérstaklega þegar skiptir svona ört um hitt fólkið, en mér fannst vanta svolítið virðingu fyrir einstaklingunum og þeirra fjölskyldum og þeirri aðstöðu sem þau eru í.
Ég bið þig samt, að láta þetta ekki fara mikið lengra, ekki hafa þetta eftir mér í samtölum ykkar við Skógarbæ - en þú mátt alveg skila virkilega góðri kveðju til hetjunnar, hennar mömmu þinnar!! Hvort sem hún man eftir mér eða ekki.
Lilja G. Bolladóttir, 8.4.2008 kl. 14:15
Ég gleymdi eiginlega að spyrja þig..... var pabbi þinn fluttur af tvíbýli og hvert þá?? Hann var alltaf á einbýli þegar ég var að vinna þarna, varla eru fleiri á stofu en tveir???
Lilja G. Bolladóttir, 8.4.2008 kl. 14:24
Lilja mín takk fyrir þetta. Þú lýsir þinni reynslu og hún passar svo vel við okkar. Ég hef stundum fengið nóg og bloggað smá um þetta en aldrei opinskátt. Ekki sagt frá því að við erum sannfærð um að pabbi var látinn vera yfir nótt á herberginu þegar herbergisfélagi hans einn dó og fleira og fleira. Meðal annars var einn skrautlegur fjölskyldufundur fyrir 2 árum. Bara við systkinin 4 sem öll höfum spjarað okkur í þessari tilveru og 2 yfirhænur. Við studdum málstað mömmu í því sem þarna var rætt og á endanum dengdi önnur þeirra yfir okkur að það væri ótrúlegt hvað við létum mömmu ráða yfir okkur þó við værum orðin fullorðin!!! Mér varð að orði að það væri með ólíkindum hvað "fagfólk" gæti verið illa að sér í mannlegum samskiptum
Mamma man eftir þér og biður að heilsa þér. Hún er enn jafn dugleg að sinna pabba eða lifir hann enn. Fékk einbýli í gær svo nú fá þau næði. Vona að þau fá góðan tíma þar.
Guðrún Þorleifs, 8.4.2008 kl. 14:49
Heyr heyr góðir pistlar hér á ferð og pennar
Stína systir 8.4.2008 kl. 16:08
Lilja, þegar pabbi kom fyrst Í Skógarbæ var hann settur á einbýli þar sem hann var mikill ummönnunarsjúklingur. Síðar var hann fluttur á tvíbýli á annarri deild. Legg ekki nöfnin á minnið. Þar er hann nú búin að vera í um tvö ár á tvíbýli og það hefur verið svo hræðilegt að ég á verulega erfitt með að fara þangað. Hryllingur að bjóða fólkinu okkar upp á svona. Erfitt að vera að heimsækja pabba sinn og vera hent út kl. hálf átta á kvöldin því herbergisfélaginn á að fara í rúmið (staffið orðið þreytt á að hafa hann hrópandi frammi og setti hann inn til að minnka áreitið) Þar með fór sú kvöldstund/-ir og ekki getur pabbi kvartað. En nú erum við glöð hann komin á einbýli og aftur verður meira prívat að heimsækja pabba. Sem betur fer h-fum við oft getað sótt pabba og farið með hann yfir í íbúðina þeirra mömmu. Það hefur bjargað okkur mikið.
Guðrún Þorleifs, 8.4.2008 kl. 17:24
Sé að ég hef misritað á einum stað. Á að vera: Mamma hefur verið dugleg að sinna pabba og því lifir hann enn.
Segi þetta, því hún hefur verið spurð hvort hún vilji virkilega að hann fái fúkkalyf þegar hann hefur verið veikur. Svo eitt sé nefnt.
Líknarmeðferð var nefnd fyrir rúmum fjórum árum á Landakoti
Guðrún Þorleifs, 8.4.2008 kl. 17:28
Það er næstum skylda að spyrja fólk um afstöðu þeirra til lífsins og endurlífgun, þegar fólk er mikið veikt. Sumir vilja jú alls ekki láta endurlífga sig og aðrir vilja bara láta stilla einkenni sín, en ekki láta gera neitt út yfir það. Þetta er alltaf gert á spítalanum, þ.e. spurt um vilja til líknarmeðferðar, sem þetta heitir í rauninni bara. En ég held að í flestum tilfellum sé verið að spyrja til að vita afstöðu fólks til þessarra mála, frekar en að pressa fólk til einhvers. Ég veit auðvitað ekki hvernig það var í tilfelli pabba þíns.
En gott að hann fékk aftur einbýli, ég hafði einhvernveginn misskilið "grettukallinn" þinn fyrir aftan þá setningu, þannig að hann hefði fengið eitthvað verra en tvíbýli. Það á að vera réttur allra að verja ævikvöldi sínu a.m.k. í einbýli, fyrst þau geta ekki verið heima, og ég held og vona að þetta sé mikið að breytast. Ég veit allavega að Hrafnista er að endurbæta og mun fækka plássum mikið, því þar er verið að breyta öllum tvíbýlum í einbýli.
Þótt ýmislegt megi betur fara alls staðar, þá held ég samt og trúi því, að fólk sé virkilega að reyna að gera sitt besta, miðað við aðstæður, á öllum stöðum heilbrigðiskerfisins. Ég veit, að mér svíður mikið, þegar talað er um slæma umönnun á LSH eða lélega þjónustu, þegar ég veit að maður hleypur alla vaktina og oft án þess að borða eða pissa sjálfur. Og 90% af öllu fólki sem ég hef unnið með í öllu heilbrigðiskerfinu, er að leggja sig allt fram og vinnur mjög vel. Starfsfólk heilbrigðiskerfisins á Íslandi upplifir oft það, að vera að berja höfðinu við stein, og það gerir það auðvitað útbrunnið fyrr en annars. En það eru ekki einu sinni til "resourcer" til að hafa mannaskipti
Ég vona virkilega að það fari vel um pabba þinn núna og að mamma þín geti áfram eytt kvöldum hjá honum.
Bestu kveðjur,
Lilja
Lilja G. Bolladóttir, 10.4.2008 kl. 19:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.