Rassálfurinn mættur . . .

Í dag gerðist það loksins eftir 4 vikna hlé Smile Klukkan hringdi kl 05.30. Pinch
Billi: Hvað er að gerast?
Ég: Við erum að fara í ræktina.
Billi: Nei!!!
Ég: Ha?
Billi: Ég er ekki að fara.
Ég: Akkuru, akkuru?
Billi: Mér er illt i mjöðminni.
Nú lá ég og vissi ekki hvað ég átti að gera. Skiljanleg ástæða hjá honum. Auðvitað förum við ekki. Svo ég lá og lá smá meira, en ég var vakandi og svo fattaði ég það!!!
Mér var ekki illt í mjöðminni hans, svo ég gat farið! Yndislegt að vera svona skýr í morgunnsárið ;)
Ég hoppaði fram úr og skellti mér í æfingagallann sem er búin að liggja tilbúinn síðan síðasta spinningmaraþoninu lauk.
Ha? Langt síðan?
Já, kannski smá, en skilurrrru... hérna...
Sko, fyrst var ég að hvíla eftir þonið, svo varð Billi veikur og þá komumst við ekki. Svo var hann að jafna sig. Síðan varð ég lasinn og þurfti að jafna mig og þá fékk Billi magakveisu og þegar hann  var orðin góður, þá fékk ég kveisu . . . Woundering
Það var gaman að koma í ræktina aftur eftir þessa fjarveru, enn nokkrir sem segja góðan daginn og brosa til mín. Gaman að því :) Þetta eru hetjur sem láta ekki koma sér úr jafnvægi þó kona með rassálfahárgreiðslu mæti þarna í morgunnsárið enda fer umrædd kona svífandi fín út úr ræktinni einum og hálfu tíma seinna.
Þetta vita þessar morgunnhetjur Whistling

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þér gat nú alveg verið illt í mjöðminni minni, þigg alveg smá hlé þar á.  Kær kveðja úr rokinu og rigningunni, er að fara á fund í leikskólanefnd.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.2.2008 kl. 15:41

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Góðann fund með leikskólanefndinni. Einnu sinni var ég nemi á glaðheimum. Það var tóm gleði. Nú er ég í uppeldisfræðilegu uppnámi yfir upplýsingum frá fósturbarninu Það góð er að barnið verður hér út mánuðinn svo ég get hugsað málið . . .

Guðrún Þorleifs, 20.2.2008 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband