Hvað er að henni?

Í gærmorgunn snéri velgefna vinkona mín sér að mér og sagði: Rosalega finnst mér þú dugleg! Ég horfði á hana og hugsaði: Hvað skildi nú vera að henni? Spurði svo: Hvað meinar þú? Jú, sjáðu, munurinn á því sem þú gerðir fyrir sjálfa þig þegar ég kynntist þér (2000) og nú er rosalegur. Ég var enn sannfærð um að hún þjáðist af einhverju. Um hvað ertu að tala? Velgefna vinkona mín sagði af stakri þolinmæði: jú, þér hefur tekist að breyta lífsstíl þínum til betri vegar og halda þig þar. Það tekst ekki öllum.

Óóó, þannig. Er það eitthvað til að dáðst að hugsaði ég.
Eftir smá vangaveltur áttaði ég mig á, að ef um aðra persónu en mig hefði verið að ræða, þá hefði ég  líklegast verið hjartanlega sammála henni. Skrítið.

Ef ég lít í kringum mig á þá sem hafa farið út í að breyta lífsstíl sínum, þá sé ég að þeir sem ákveða að gera það til lífstíðar virðast eiga meiri möguleika á að ná árangri en hinir sem líta á þetta sem skammtímalausn til að grennast. 

Góða helgi, góðir hálsar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þessi vinkona þín hefur örugglega mælt þetta af miklum heilindum.  Ég þekkti þig ekki þá, en mér finnst þú flott stelpa í dag. Eigðu góða helgi mín kæra.  Bike Riding  Bike Riding

Ásdís Sigurðardóttir, 1.2.2008 kl. 13:38

2 identicon

Ég fór í sjúkraþjálfun í vikunni og er voða montin með mig, finnst gott að lesa bloggið þitt til að peppa mig upp.  Ég hugsaði meira segja til þín þegar ég þrammaði á göngubrettinu og þín vegna tókst mér með miklum herkjum að auka tímann um 5 mínútur!  Ég stefni á að eignast svona aðdáendur, ef ekki það hvað þá, ég ætla ekki að leggjast í kör, ég þarf bara að fara mér hægt í byrjun!  Takk fyrir að deila þinni upplifun, ég les bloggið þitt mér til uppörfunar og það virkar!!!!

Maddý 2.2.2008 kl. 00:22

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Takk  fyrir góð orð Ásdís mín. Mér þykir nú ósköp vænt um að haf kynnst  þé í gegnum bloggið og skemmtilegast er að tala við þig

Maddý takk fyrir að segja mér þetta. Ég fékk alveg tár í augun Mundu bara að smáu skerfin sem við ráðum við, eru mikilvægari en stóru skerfin sem fella okkur.  Ég man eftir þeim tíma er þrekið mitt var í botni eftir erfiða meðgöngu og lífshættulega fæðingu. Þá var maður ekki til stórra afreka. En þetta kemur, ég veit það. Gangi þér vel

Guðrún Þorleifs, 2.2.2008 kl. 10:55

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Takk fyrir góð orð Heiða mín. mér finnst mannbætani að lesa bloggið þitt og pæla út frá því. Erum við ekki að fara á Esjuna? Ég ætla að stefna á að fara á tímabilinu 19/7 til 23/7

Guðrún Þorleifs, 3.2.2008 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband