Haustfrí

 

 himin og haf

Hress og endurnærð eftir góðan tíma í nýju ræktinni minni, ákvað ég að skella inn bloggi hér Grin
Nú er haustfrí í skólanum mínum og það þýðir meira frí hjá mér þessa viku. Þarf bara á mæta á tvær vaktir í vikunni og þá er ég næstum búin að vinna mína tíma þennan mánuðinn. Fjör Wizard

Ég er búin að bíða spennt eftir að ný líkamsræktarstöð opnaði hér í SDB. Það gerðist svo á laugardag og sunnudag að stöðin var með "opið hús" til að sýna sig og skrá inn. Dagurinn í dag er svo "fyrsti dagurinn". Þar sem ég er frekar önnum kafið flón þessa dagana þá er planið að setja inn tíma fyrir líkamsrækt kl.6.00 á morgnana. Það er tími sem ég ligg oft vakandi í rúminu og bíð eftir að klukkan mjakist í 7.00. Þar sem við hjónin erum árisul og samtaka í mörgu er þetta tími sem við getum farið saman í ræktina áður en leiðin liggur í vinnu og/eða skóla Heart

Ég er með markmið í gangi en tíunda það ekki hér Wink lítið lesið "bras" hér.

Nú nota ég síðuna til að setja inn myndir á gamla bloggið.

Kannski smá skrif og myndir en samt finnst mér ég svo lost hér og eitthvað eins og villuráfandi sauður innan um alla þessa ofur penna sem eru með svo marga bloggvini að þeir geta vart sett sig inn í hver er hvað. Hentar mér ekki en ég virði að þetta hentar öðrum Sideways

Ég er alltaf smá í baklás hér en samt finnst mér margt í þessu kerfi skemmtilegt eins og að geta séð í stjórnborði bloggvini, nýjar færslur hjá þeim og athugasemdir ( þegar þær eru...) 

ég


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ sæta. Bjarni þakkar fyrir afmæliskveðju.  Hann skelfir mig þessi jóladaga teljari.  Finnst að ég verði bara ekkert búin að ná mér þá.  En dagurinn í dag var frábær.  Vona að haustið sé gott hjá ykkur. knús í krús

Ásdís Sigurðardóttir, 15.10.2007 kl. 22:50

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Mér finnst þessi teljari fyndin. Er ekki lengur aö stressa mig á svona hátíðum, búin með þann pakka. Vá hvað mig langaði í vöfflur með rjóma og góðri sultu þegar ég las færsluna þína  

Guðrún Þorleifs, 16.10.2007 kl. 06:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband