H a u s t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæl elsku vinkona.  Loksins, loksins er ég komin með fartölvu í fangið. Fæ mína svo á morgun, er með láns. Hélst ekki lengur við að geta ekki komið á síðurnar ykkar. Get ekki setið við borðtölvu.  Takk fyrir allar góðar kveðjur og hugsanir í veikindunum, ég verð víst að halda áfram að vera slök og dugleg. Komin með hjartaflökt út af verkjalyfum og get engin tekið, bömmer. En ég á ykkur að.  Hvað er annars að frétta af ykkur hjónum?? Það er voða gaman að hafa Óskar í heimsókn, léttir lund okkar og hressir upp á liðið. En hann þarf líka að passa bakið sitt, hálfskakkur ennþá.  Heyrumst fljótlega. Þín Ásdís

Ásdís Sigurðardóttir, 2.10.2007 kl. 19:43

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Takk fyrir innlitið mín kæra! Sannarlega mikilvægt fyrir þig að fara varlega í allt. Teysti því að þú finnir þín mörk, látir skynsemina ráða í þessu bataferli

Frábært að Óskar skuli vera á Íslandi akkúrat núna, svo gott að hafa börnin sín hjá sér. Fann það þegar Billi slasaðist, þá var sonurinn kominn daginn eftir að hjálpa múttu sinni Sé að þið nærist líka á bröndurum, alget möst!!! Mér "varð á" að segja Billa brandara sem snéri 8 rifbeinsbrotum þegar hann var á gjörgæslunni, sko hann lá við vaktina...  

Við Billi erum hress. Hann er svo ánægður með að ég skuli vera svona biluð að fara í fullt nám með vinnunni að hann styður mig af lífi og sál. Sannarlega góður í að leiðbeina mér þegar "þolinmóða" ég stranda í teikniforritinu

Finn samt að þetta er nú alveg nóg, vinnan, skólinn og fósturbarnið svona sem viðbót við annað. . . Nenni ekki miklu nema þá helst að skella mér í spinning.

Á morgunn á svo litla barnið mitt afmæli, verður sextán ára Við ætlum í höllina og ræna prinsessunni smá stund og borða saman. Heppin að stúdentin getur verið með okkur Ótrúlega önnum kafin snót þar.

Þú getur bara kíkt á hitt bloggið mitt, þar sent ég inn einstaka sinnum eitthvað. Get nú ekki hætta að blogga eftir 7 ár í blogginu   Þar er líka ýmislegt gamalt bull sem ég hef párað. . . sendi linkinn í maili

Knús og kærleikskveðjur til þín

Guðrún Þorleifs, 2.10.2007 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband