Rósin kom miður sín heim til mín eftir skóla. Allt hafði gengið vel í skólanum í dag nema frímínúturnar. Önnur bekkjarsystirin hafði ráðist á hana þegar Rósin af vanmætti reyndi að útskýra fyrir henni að hún væri vingjarnleg mannvera sem reyndi að vera góð, ærleg og hjálpsöm við aðra. Þessi ræða féll ekki hinni að skapi og hún sló Rósina sem ekki vildi slá á móti ( "ég reyni að vera góð manneskja") og hljóp í burtu.
Erfitt að skilja að aðrir hafa engan áhuga á að heyra hvernig hún vill vera. Rósin hefur nefnilega tekið það í sig núna að sannfæra alla í kringum sig um það hve góð, ærleg og hjálpsöm hún er. Til að sannfæra, þarf hún að segja þeim sem heyra vilja og öðrum líka. Þar liggur vandinn hennar í dag.
Guðrún, hvað á ég að gera?
Góð ráð geta verið dýr og vand með farið hvað sagt er við greindarskert barn með einhverfu einkenni. Allt tekið bókstaflega.
Hugsi, hugsi, hugsi.
Svo spurði ég: Hvernig reynir þú að sannfæra nýju bekkjafélaga þína um hve góð þú ert?
Rósin: ég reyni að segja þeim eins vel og ég get, að ég vilji vera góð, ærleg og hjálpsöm, en þegar svona skeður eins og í dag þá finnst mér ég svo heimsk uppi í höfðinu mínu og allt er í flækju þar og ég veit ekki hvað ég á að hugsa eða segja til að þau skilji mig, ég er góð persóna en ég skil ekki hvað gerist í höfðinu mínu.
Það er engin vafi að Rósin er hrein sál. Allt illt er henni fjarri. Það er henni mikilvægt að aðrir hafi þá mynd af henni sem hún hefur sjálf.
Nú reyndi ég að útskýra fyrir Rósinni að það gæti verið að það væri skynsamlegra að leyfa nýju bekkjarfélögunum að mynda sér sína eigin skoðun á henni. Að þau hefðu leyfi til að hafa sitt eigið álit á henni og það mikilvægasta væri að hún væri hún sjálf og væri sátt við það.
Rósin vildi vita hvernig hún gerði það. Ekki vera segja þeim hvernig þú ert. Geymdu það inni í þér fyrir þig sjálfa og mundu að þeirra álit skiptir ekki máli. Já, en ef þeim líkar ekki við mig, spurði Rósin. Það gerir ekkert til, það er til fullt af börnum og fólki sem líkar við þig. Það þarf ekki öllum að líka við þig. Veistu, sagði ég, það er til fólk sem finnst ég álveg ómöguleg. Nei, nú hefði ég greinilega gengið fram af henni! Svona bull var hún ekki að kaupa! Ég var orðin hálf lens í þessu táraflóði Rósarinnar og lagði nú til að hún hætti að tala um þetta og prófaði að láta vera að segja fólki hvernig hún væri. Hugsaðu nú málið smá.
Eftir smá vatnsflaum og teiknimyndaáhorf kom Rósin og spurði: Guðrún, ertu að meina að ég bregðist of harkalega við (overreagerer) ?
Já, sennilega krúttið mitt.
Nú situr Rósin og horfir á teiknimyndir í sjónvarpinu mínu, en HÚN er svo heppin að ég á víst sjónvarpstegund sem er með ein bestu gæði í teiknimyndaupplausn, eitthvað sem hún hefur lesið í einhverju tækniblaði.
Amen
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Mánudagur, 3. september 2007 | Facebook
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
- Hulla Dan
- Ía Jóhannsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Lilja G. Bolladóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Maddý
- Vilma Kristín
- Anna Guðný
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Heiða Þórðar
- Helga Magnúsdóttir
- Aprílrós
- Birna Guðmundsdóttir
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Jóna Á. Gísladóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigga Hjólína
- Kristín Einarsdóttir
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Hrannar Baldursson
- Sólskinsdrengurinn
- Dana María Ólafsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
Athugasemdir
Elsku Rósin, heppin að hafa þig til að tala við. Vonandi verður hún ekki fyrir miklum vonbrigðum með nýju bekkjarfélagana. Kær kveðja til þín og vona að námið og allt gangi vel.
Ásdís Sigurðardóttir, 3.9.2007 kl. 14:29
Takk Guðmundur, það er vandmeðfarið þegar allt er tekið bókstaflega.
Ásdís mín, þetta rennur eins og bráðið smjör. Vinna í gær kl 12 á hádegi til 9.00 í morgunn. Skjótast heim og smyrja nesti, fara í skólann, koma heim, henda í vél og kíkja í tölvuna, fá fósturbarnið í heimsókn. Svo er spinning og í kvöld verða grillaðar SS pylsur. Bara ótrúlega frábært umm.. og svo styttist í stutta Íslandsferð
Guðrún Þorleifs, 3.9.2007 kl. 14:53
Æi það er svo vandlifað í honum heimi og mannleg samskipti geta verið svo flókin og erfið. Litla dúllan.
Ég hef greinilega ekki fylgst með: hver er Rósin? Hvernig tengist hún þér? Má ég spyrja?
Jóna Á. Gísladóttir, 3.9.2007 kl. 16:34
Síðasta Rósin er 16 ára snót sem fæddist sem tvíburi 3 mánuðum fyrir tímann. Bróðir hennar dó. Hún hefur átt erfiða ævi. Ég kynntist henni í gegnum gömlu vinnuna mína. Hún tók ástfóstri við mig og eftir að hafa verið með hana í 4 ár kom ekki til greina að slíta sambandið þegar ég hætti og nú er hún fósturbarn hjá okkur.
Það er í lagi að spyrja, annars fær maður ekki svar
Guðrún Þorleifs, 3.9.2007 kl. 18:45
Guðrún þú ert yndisleg...og Rósin er heppin að eiga þig að. Sko það er eins og ég er elltaf að segja það er til engill fyrir hverja manneskju. Og þeir eru ekkert endilega með fiðraða vængi...ertu ekki alveg fjaðralaus annars???
Knús???
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.9.2007 kl. 09:31
He he Katrín, ég er púki... stríðnispúki
Guðrún Þorleifs, 4.9.2007 kl. 10:44
Þetta var yndisleg færsla hjá þér. Ég vona að Rósinni gangi allt í haginn og læri að fóta sig í þessum stór og erfiða en líka skemmtilega heimi.
Linda Ásdísardóttir, 7.9.2007 kl. 00:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.