Fótbolti kvenna - bikardeild

Sem nýbreytni hér á síðunni er ég í dag með fréttir úr íslenska kvennafótblotanum.

Fjölnir vann Stjörnuna í Garðabæ 2-1. Á 20. mínútu náði Fjölnir forystu þegar Helga Franklínsdóttir skoraði. Rúmum 20 mínútum síðar bætti Margrét Magnúsdóttir við öðru marki Fjölnisstúlkna. Þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum náðu Stjörnustúlkur að minnka muninn þegar Ásgerður Baldursdóttir skoraði. Nær komust þær ekki og lokastaðan 2-1 fyrir Fjölni.

Önnur nýbreytni á síðunni í dag er smá fjölskyldufræði Grin0

Málið er að hún Magga, sem átti 18 ára afmæli í gær og skoraði sitt fyrsta mark í bikardeildinni í gær er systurdóttir mín.

121-2200_img.jpg

Hér erum við frænkurnar staddar á Ráðhústorginu í Köben 2. júní sl.

Hún var þá að koma úr viku fótboltaæfingabúðum og ég hafði skellt mér í kvennahjólakeppni þennan dag og lagt að baki 112 km.

Náðum að hittast á torginu áður en hún fór í flug heim seinna um kvöldið.

Gaman að þessu börnin mín.

Eins og glöggir lesendur kannski sjá þá er maður þokkalega heima hjá sér þarna, bara á íslensku inniskónum frá Lækjabotnum.

Góð blanda

Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband