Minningar mínar úr æsku skapa í dag tengsl við svo margt.
Mér hefur oft dottið í hug hve pabbi gaf okkur systrunum margar góðar minningar í farteskið.
Pabbi vann langan vinnudag þegar við vorum að alast upp og mamma var heimavinnandi þar til ég var 16 ára. Þetta þýddi að við sáum pabba stutt á kvöldin í miðri viku. Hann bætti okkur þetta upp um helgar. Flesta sunnudagsmorgna tók hann okkur systurnar með í bíltúr. Þannig áttum við góða stund saman og mamma fékk kærkomna pásu.
Pabbi fór víða um Reykjavík og nágreni með okkur. Kenndi okkur staðarheiti, örnefni. Við þekktum allir helstu byggingar borgarinnar. Við lærðum mikið á þessum ferðum og samveran var góð. Pabbi var líka fjölskyldurækin og oft fórum við með honum í heimsókn til ættingja hans. Kynntumst systkinum afa og ömmu á þennan hátt. Bundumst ættar- og fjölskylduböndum sem aldrei hafa rofnað. Systkini hans afa voru ólík systrum ömmu. Einn afabróðir minn átti stóran og magnaðan vörubíl, hann var flottur! Annar átti saltfiskverkun út við Gróttu. Þangað var gaman að koma. Ævintýri úti og inni og frændi skemmtilegur kall. Afasystur mínar voru voða fínar og flottar konur sem bjuggu svo fínt að maður hreyfði sig rólega og hélt sér stilltum á meðan heimsókn stóð. Alltaf spennandi. Ömmu systur mínar voru heldur mýkri týpur en reislulegar og fallegar konur. Góðar og þótti vænt um fólkið sitt. Ég kynntist best þremur systrum ömmu. Tvær bjuggu á Reykjavíkursvæðinu og ein í Hafnarfirði. Í kringum þær var ekki stór fjölskylda. Ein var ógift alla tíð, ein átti tvö börn og þessi í Hafnarfirði eitt barn. Þær systur, áttu fleiri systur en ég þekkti þær ekki. ég man eftir því að þessar fjölskylduræknu ömmusystur mínar töluðu um systurdóttur sem þær áttu í Hafnarfirði. Ég man að sem barn þá gerði ég mér grein fyrir að þær höfðu áhyggjur af frænku sinni og hennar fjölskyldu. Skynjaði að þær voru vanmáttugar. Vissu ekki hvað var að. Gátu ekkert gert. Ég sjálf skildi ekkert annað en að þær voru sorgmæddar er þetta bar á góma. Það getur ekki hafa verið oft því amma kom ekki oft til okkar í bæinn. En þetta greyptist í barnsminnið
Þetta er upprifjun á upplifunum og minningum sem ég á elskulegum pabba mínum að þakka
Þetta var fyrir þig frænka
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Miðvikudagur, 11. júlí 2007 (breytt kl. 14:12) | Facebook
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
- Hulla Dan
- Ía Jóhannsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Lilja G. Bolladóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Maddý
- Vilma Kristín
- Anna Guðný
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Heiða Þórðar
- Helga Magnúsdóttir
- Aprílrós
- Birna Guðmundsdóttir
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Jóna Á. Gísladóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigga Hjólína
- Kristín Einarsdóttir
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Hrannar Baldursson
- Sólskinsdrengurinn
- Dana María Ólafsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
Athugasemdir
Bjart yfir síðunni þinni og falleg sagan um pabba þinn. Ég á svona pabba sem sinnti okkur systrum út í eitt, þegar hann var ekki að vinna. Kenndi mér flest sem ég kann og veit. Vona bara að sólin glenni sig á þig næstu daga
Ásdís Sigurðardóttir, 11.7.2007 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.