Rigning

Það tilkynnist hér með að ég er búin að fá NÓG af rigningu!!!

Vá, hvað ég er bara búin að fá nóg af rigningunni. Þrátt fyrir þessar miklu rigningar þá þarf ég samt alltaf að vökva tómatana mína og það er bara ekki skemmtilegt að verða haugblaut við það.

Þetta var "stóra" vandamálið mitt í dag.

Takk fyrir...

_______________________________________________________________________ 

Að öðru.

Var áðan að lesa síðu Breiðuvikursamtakanna 

Varð svo sorgmædd. Er búin að lesa sumt af þessu áður. Velti fyrir mér starfsháttum barnaverndarnefndar á þessum tíma. Þar hafa ríkt sérstæðar starfsreglur og líklega í anda síns tíma, verð ég að gera ráð fyrir ... eða hvað?

Í dag er ég að vinna með börn sem tekin hafa verið af heimilum. Börn sem beðið hafa um hjálp til yfirvalda og börn sem foreldar hafa beðið yfirvöld að hjálpa sér með. 

Hér er það þannig að hver kommúna er með félagsráðgjafa sem sjá um þín mál, komi eitthvað upp á, óháð því hvort þú ert barn eða fullorðin. Kynntist því þegar maðurinn minn lenti í slysi. Þá hafði hann aðgang að konu sem var svo stórkostleg. Hún hjálpaði okkur svo mikið. Hún var eini aðilinn í öllu þessu slysaferli sem leit einnig á fjölskylduna þegar áhrif slyssins voru metin. Því miður hætti hún og misviturt fólk með mikilmennsku og hroka tók við. Við enduðum með að ráða okkur lögfræðing til að sjá um samskiptin við kommúnuna, svona með það í huga að halda andlegu heilsufari réttu megin við strikið.

Eftir þessi kynni svo og í starfi mínu með þroskaheftum börnum og foreldrum þeirra þá veit ég að í hópi félagsráðgjafanna er misjafn sauður. Því eru þau börn sem leita til kommúnunnar eftir hjálp, að mínu mati hetjur! Þau þora að biðja um hjálp, segja upphátt: ég er búin að fá nóg! Því er mikilvægt að þau mæti skilningi, virðingu og að það sé hlustað á þau. Sem betur fer er það gert en ekki alltaf...

Ég veit um tánings snót sem ekki fékk að fara í skólann síðustu 2 mánuðina áður en sumarfrí hófust! Hún er barin að móður sinni og tveimur eldri systkinum. Hún hefur farið til læknis og fengið áverkavottorð, hún hefur farið á lögreglustöðina og kært móður sína fyrir líkamlegt ofbeldi, hún hefur farið á kommúnuna og beðið um hjálp. Hjálpin sem henni er boðin þar er að fara á eftirskóla næsta haust, vera fjarri vinum og kærum bekkjafélögum og þurfa að eyða helgum hjá móður sinni og systkinum. Getur þetta flokkast undir viðunandi lausn? Ekki í mínum huga. Ekki þegar ljósi punkturinn í lífi hennar er skólinn og félagarnir þar.

Úff..

Þetta voru rigningarþankar.

Ég bið bara um þurrviðri.

Er það til ofnmikils mælst?

Mig langar svo að klára að klippa hekkið mitt utanvert fyrir næstu jól.

Er það  too much???

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég er alveg sammála þér, þessi rigning er að gera mig svolítið pirraða. en vonandi gengur þetta yfir.

það er ekki gott þegar stelpan er fjarlægð, en ekki þau sem eru vandamálið.því vandamálið leysist ekki á að fjarlæga hana.

gott að það er gott fólk sem hjálpar stundum.

Ljós til þín sem er í rigningu, eins og ég

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.7.2007 kl. 13:33

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Dapurlegar frásagnir hjá þér.  En nú vona ég að rigningin sem hætt, sólin er allavega ekki hjá mér.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.7.2007 kl. 20:00

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Segi það sama..hér er búið að rigna nær samfellt í meira en 8 vikur og ekkert venjulegu magni...nei bara hvert rigningarmetið slegið af öðru. Ég ÞARF sól!!!!

Ohhh hvað það er agalegt þegar svona erfið mál fá ekki viðunandi lausn..þegar fólk einhvernveginn dregur lappirnar og nennir ekki eða getur ekki einhverra hluta vegna gert betur og lítið barn þjáist út af þessu ráðaleysi.

Bara agalegt.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.7.2007 kl. 22:12

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Kæru bloggvinkonur takk fyrir innlitið og kvittin.

Nú skín sól fyrir utan gluggan minn. Í morgunn var þar rigning...

Þetta er líklega allt að koma eða þannig

Sammála Katrín maður bara þarf orðið sól! Ég er til dæmis að fölna upp. Voða leiðinlegt  

Vonin lifir

Guðrún Þorleifs, 13.7.2007 kl. 06:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband