Umskiptin

Þá eru umskiptin gengin í garð, eða ætti ég kannski að segja að búið sé að koma þeim úr garði...

122-2207_IMG

og í sjóinn?

122-2215_IMG

Ég var ekki alein í þessum umskiptum.

Einkasonurinn ólmaðist með múttu sinni eins og galeiðuþræll

að skrúbba, bóna og pússa Perluna okkar Smile

Við gerðum allt klárt og þegar mastursmeistarinn mætti á hafnarbakkann, móður og rjóður eftir 40 km hjólatúr úr vinnunni, var mastrið pússað og fínt og tilbúið til uppsetningar undir styrkri stjórn hans Grin

122-2218_IMG

Veðrið var blíða og var hægt að nota biðina eftir mastursmeistaranum til að busla í sjónum sem komin er í 20°.

Um kvöldið fengum við góða heimsókn. Yndisleg fjölskylda úr Kópavoginum kom og átti með okkur góða stund.

Næsta dag var haldið á haf út í logninu LoL

122-2222_IMG

Ögn var þessi sjóferð ólík því sem reynslu miklið kappsiglingafólk frá Íslandi á að venjast  Tounge

Ég veit að ég er ekki efni í íslenska siglingahetju Wink


Seinnipart laugardagsins kvöddum við okkar góðu gesti og með þeim fór einkasonurinn.

Huggun harmi gegn að hann kemur fljótlega aftur InLove

 

Sunnudagurinn rann upp bjartur, fagur og hlýr.

Við hjónakornin ákváðum að taka góðan hjólatúr í blíðunni.

Hanns granni vildi ekki skipta við okkur, hann valdi að lesa dagblaðið undir stóru bláu sólhlífinni sinni  enda hitinn komin yfir 25° Grin

Við tókum tæpa 50 km og ég verð bara að segja að ég hef ekki hjólað betur!

Sennilega hef ég fengið svona mikið sjálfstraust við að vera nr. 341 af ca 6800  Joyful

Óstaðfest er, að auki að ég átti annan besta íslenska tímann í Tøse-Runden Wizard

Ég meina, ég er still 48 Whistling

 

Eftir hjólatúrinn var komið við heima og örverpið tekið með nú lá leiðin niður í Perlu! 

Jamm... nóg að gera í að sinna hobbyunum W00t

122-2231_IMG

Já, eins og þið sjáið þá er ég heldur ekki hefðbundin siglari því ég dembdi mér um borð og út að sigla í flottu og fínu Herbalife hjólatreyjunni minni og í hlaupabuxum af Fjólu systir Joyful

Virðingu fyrir siglingaklæðnaði vantar líka í mig Whistling

 

Við sigldum hér út með ströndinni, vörpuðum akkerum og við mæðgurnar skelltum okkur í sjóinn

122-2232_IMG

Ég tók nokkra hringi í kringum snekkjuna en þríþraut verður ekki á mínum lista í sumar, því miður.  Þar er á ferðinni "skynsemin ræður"....

Voða leiðinlegt fyrirbrygði Crying

 

Þegar haldið var heim á leið hringdi eldri dóttirin. Hún er á kafi að lesa fyrir stúdentspróf og hafði fengið bílinn lánaðan til að skreppa til Tinu í sveitinni og læra smá...

Foreldrar Tinu reka eitt stærsta Arla-umhverfisvæna kúabúið hér á svæðinu og mikið fær bílinn okkar ekki að fara þangað aftur í sumar...

122-2236_IMG

Over and out 

er farin út á þvottastöð

Sideways

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Váá hvað ég held að það sé gaman hjá þér. Hér á Aey. er reyndar frekar kalt í dag og skýjað en þetta lagast alla vega í bili eins og alltaf á elskulega Fróni. Siglingakveðjur. 

Ásdís Sigurðardóttir, 11.6.2007 kl. 19:23

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ótrúlega ertu aktiv kona, ég svitna undir höndum og í hársverðinum.

tek hat ofan

ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.6.2007 kl. 20:59

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Takk fyrir innlitið og kvittin Íslensk veðrátta á líka sinn sjarma  

Guðrún Þorleifs, 12.6.2007 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband