Var ég nokkuð búin að segja ykkur hvað ég sá í gærkvöldi?
Þannig var að ég þurfti að skutlast niður í bæ á bílnum rétt eftir í kvöldmat í gærkvöldi. Ég ók eins og leið lá niður í bæ. Þegar ég kom að ljósunum hjá menntaskólanum og fangelsinu var rautt ljós. Ég gerði eins og umferðalög gera ráð fyrir, stoppaði og beið. Þar sem ég beið þarna á rauðu ljósi sá ég eitthvað það óvenjulegasta ever! Jebb... ég sver það! Handan við gatnamótin voru eldri hjón á gangi. Þar sem þau gengu á hægu rölti sínu gerðist allt í einu undarlegt. Þau byrjuðu að snúast þarna á gangstéttinni! Hring eftir hring snérust þau þarna rétt við gangbrautina. Ég var bara ekki að fatta þetta! Áfram var rautt ljós hjá mér og ég fylgdist með þessum eldri hjónum á gangstéttinni fyrir framan fangelsið og dómshúsið. Síðan eins og hendi væri veifað, hættu þau og héldu göngu sinni áfram eins og ekkert hefði verið í gangi. Svo kom grænt ljós hjá mér og ég ók yfir gatnamótin. Þegar ég kom á móts við gömlu hjónin endurtók sama atriðið sig aftur, þau snérust þarna í hringi á gangstéttinni í léttum ritma og svo eins og hendi væri veifað hættu þau og héldu göngu sinni áfram.
Ég velti þessu verulega fyrir mér, verð að viðurkenna það.
Allt í einu fattaði ég þetta allt!
Vissi allt í einu hvaða hjón þetta voru!
Já, ég veit, þú þekkir þau líka.
Alveg hárrétt ályktun hjá þér!
Þetta voru nefnilega hjónin sem áttu skopparakringluverksmiðjuna sem framleiddi skopparakringluna þína og mína
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
- Hulla Dan
- Ía Jóhannsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Lilja G. Bolladóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Maddý
- Vilma Kristín
- Anna Guðný
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Heiða Þórðar
- Helga Magnúsdóttir
- Aprílrós
- Birna Guðmundsdóttir
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Jóna Á. Gísladóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigga Hjólína
- Kristín Einarsdóttir
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Hrannar Baldursson
- Sólskinsdrengurinn
- Dana María Ólafsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
Athugasemdir
ég er nú svo ferlega sein að fatta, þetta kemur sennilega hægt og rólega þegar á daginn líður
Ljós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.5.2007 kl. 06:27
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.5.2007 kl. 08:00
dúllurnar, hefði viljað hitta þau
Ásdís Sigurðardóttir, 13.5.2007 kl. 18:04
Steina mín, bara róleg þetta er ekkert djúpt, bara smá pæling sem er að koma í smá skömmtum ;) Bull í hausnum á mér Sé lífið stundum í einhverju ævintýri
Ásdís þú átt eftir að mæta þeim, allavega ertu ekki búin að því
Guðrún Þorleifs, 13.5.2007 kl. 22:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.