Ég er búin að átta mig á því að ég er mjög íhaldsöm á sumt eins og t.d. banka. Hafði nú aldrei velt því fyrir mér. En nú er svo komið að mér er þessi staðreynd ljós og ég get ekki stoppað breytingaferli bankanna.
Ég hafði frá unglingsárum átt reikning í Futti mig bara um útibú þegar ég flutti út á land.
Ég flyt til DK og held áfram viðskiptum mínum við
Svo gerist það að ég fer að fá reikningsyfirlit send frá Samhliða þessari breytingu hætti ég að fá sent dagatal hingað í útlandið! Pokkers!!! Þetta pirraði mig smá.
Síðan um áramót hafa svo komið einstaka bréf frá Nú gerist það, að ekki aðeins er ég hætt að fá dagatal, heldur má ég þakka fyrir að fá póstinn minn frá bankanum. Nú er póstnúmerið og heiti borgarinnar sem ég bý í horfið! Þetta fannst mér alls ekki frábært svo ég ákvað að hringja í bankann og biðja um að þetta yrði lagað. Ég hringdi í útibúsnúmerið og þegar svaraði þar eftir margar hringingar er það alókunnug rödd sem segir Kaupþing! Þar sem svo langur tími hafði liðið frá því ég sló símanúmerinu inn og svarað var, var ég alveg búin að gleyma þessu Kaupþingsdæmi og var bara að hringja í gamla bankann minn. Ég spurði konuna: hvað sagðir þú? Kaupþing sagði hún lítið glöð. Ó, já! Nú vildi ég vita meira, því ég kannaðist EKKERT við þessa rödd. Svo ég spyr er þetta á Hellu? Nei, sagði þessi lítið glaða, þetta er í Reykjavík. Þetta fannst mér fíflalegt og spyr hvort ekki sé hægt að hringja beint á Hellu, nei þú færð samband héðan. Takk fyrir Jón Topp!!! Bull er þetta. Á endanum komst ég í sambandi við bankann minn, en þvílíkt rugl.
Eftir á fór ég þó að hugsa að þetta símaþjónustudæmi Kaupþings og kanski annara fyrirtækja mætti setja upp þannig að í landshlutum með fá atvinnutækifæri væri það kjörið að vera með svona þjónustu fyrir hin ýmsu stórfyritki hér og úti í heimi.
Dæmi: Vestfirðirnir. Þar er allur kvótinn meira eða minna farinn, fyrirtæki að fara þaðan eða hafa aldrei komið þangað. Svona símaþjónusta væri alveg brilljant dæmi þar. Þá væri hægt að útbúa þetta þannig að viðkomandi sæti bara í hlýjunni heima hjá sér, þrátt fyrir vetrarhökur utan dyra. Svaraði í síma fyrir hin ýmsu stórfyrirtæki úti í hinum stóra heimi og gæfi svo samband við aðra álfu eða næsta hús. Brilljant. Ég á hugmyndina
Flokkur: Bloggar | Fimmtudagur, 12. apríl 2007 (breytt kl. 14:21) | Facebook
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
- Hulla Dan
- Ía Jóhannsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Lilja G. Bolladóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Maddý
- Vilma Kristín
- Anna Guðný
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Heiða Þórðar
- Helga Magnúsdóttir
- Aprílrós
- Birna Guðmundsdóttir
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Jóna Á. Gísladóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigga Hjólína
- Kristín Einarsdóttir
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Hrannar Baldursson
- Sólskinsdrengurinn
- Dana María Ólafsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
Athugasemdir
þegar ég bjó á íslandi var ég alla tíð í búnaðarbankanum. síðan veit ég ekket hvað er hvað.
ljós frá mér
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.4.2007 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.