Fyrirsagnir

Um daginn keypti ég mér blað. Það er í sjálfu sér ekki í frásögu færandi. Samt ætla ég að skrifa um það. Blaðið sem ég keypti heitir: PSYKOLOGI. Ástæða þess að ég keypti blaðið voru fyrirsagnirnar á forsíðu blaðsins. Mér fannst þær forvitnilegar og áhugaverðar. Skoðum þær:

1. 13 síðna efni: Samviskan bindur okkur saman. Humm...  hlýtur að vera einhver speki þar á ferðinni Halo

2. Fegurðarinngrip? Elskaðu þig og sparaðu peninga.  Alltaf áhugavert að spara peninga Joyful

3. Hangtu á fótunum og fáðu nudd.  Já, góðann daginn! Blóðið allt í hausnum eða hvað? Blush

4. Gleymdu Janteloven! Trendy að vera elite. Úbbsa deisy, bylting í danskri hugsun??? Shocking

5. Baðaðu þig glaða í Tyrkisk spa. Geðveikt spennandi eftir að hafa lesið um nudd og áhrif þess hér á blogginu Heart ...og ekki komist til Tyrklands um páskana ( bara fara seinna ) InLove

6. Stjórnaðu hræðslu þinni með hryllingsmyndum. Já, einmitt eitthvað fyrir mig sem þori bara ekki að horfa á hryllingsmyndir. Greinilega eitthvað sem ég hef misst af... W00t

7. Móðurhlutverkið er líka sásauki. Humm... líkamlegur??? Hverju er maður að missa af??? Gasp

8. Viðtal við Isabella Miehe-Renard - Ég var hrædd um að verða afhjúpuð.  Jæja, blessuð snótinn hvað ætli hún hafi gert af sér??? FootinMouth

Eftir að hafa kíkt á þessar fyrirsagnir ákvað ég að það væri gott fyrir mig að eignast þetta blað og jafnvel lesa það. Sem sagt, svo gert og blaðið varð mitt. Einhverra hluta vegna lá blaðið í einhverja daga í fínum bunka hér heima. Kanski var það óttinn við að verða að fara að horfa á hryllingsmyndir til að ná stjórn á óttanum, sem hélt aftur af mér að fara að lesa blaðið eða óttin við að samviskan færi nú að binda mig við eitthvað fólk út í bæ. Hvað veit ég? Ég er bara svona næstum venjuleg manneskja sem skilur ekki allt.

Eftir að hafa átt blaðið ólesið í einhverja daga, ákvað ég að taka mig til og fara að lesa það. Komast að þessu með samviskuna, fegurðarinngripið, hanga á hvolfi dæmið og hvort ég gæti leyft mér að verða elite hér í DK. 

Ég opnaði blaðið, hljóp á stultum yfir ritstjórapistilinn. Frá augu mín sáu að hann var leiðinlegur. Fletti yfir á næstu síðu og þar var "Kort nyt..."  stóð nú ekkert um það á forsíðunni en þarna sá ég að Ólsen bróðinn, þessi sem drakk ( áfengi) er búin að gefa út bók um hvað hann var slæmur. Já, já. Þín þraut.

Svo var þarna auglýsing um Mediativan cd sem maður verður víst bara að eiga til að geta sofnað á kvöldin. Humm...  vitlausa ég á ekki svona cd en sofna samt. Hvernig er hægt að vera svona sljór? Á næstu opnu hélt "Kort nýtt" áfram...

Bókakynnig: Sjáfsþroskun  fyrir hina heilu manneskju - frá en til og. Greinilega mjög góð bók fyrir okkur frústereðu nútímaviðundrin sem ekki höfum stjórn á neinu. Þessi bók á að hjálp fólki að sleppa neikvæðum bindingum við fortíðina og framtíðina. Taka ábyrgð á eigin lífi ( er þetta ekki töff söluefni?) Í bókinni er líka að finna lausn á því hvernig maður nær því að vera heill, í jafnvægi og lífsglaður. Greinilega bók inn á hvert heimili! Svo var eitthvað bla bla bla... um mikilvægi hláturs og fl.

Svo kom viðtalið við Isabella. Hljóp yfir það, veit ekkert hver hún er og nenni ekki að setja mig inn í hennar vandamál. Bless við það. Fletti, fletti og aftur "Kort nýt" Þarna var kynntur cd um andlega lestarferð í tónum. Samblanda af allra þjóðatónlist. já, já.   Þar fyrir neðan var manni sagt að stoppa og fara á námskeið til að finna út hvernig maður gæti þroskað hitt eða þetta í sér. Greinilega mikilvægt. Maður er bara ekki alveg með á nótunum...

Nú var komið að greininni: Hengdu þig til vellíðunar.  Þarna voru á ferðinni gamlir hippar sem léku sér að því að hengja hvern annan upp í rjáfur og láta viðkomandi svo síga og rísa niður. Húsið mitt er ekki með næga lofthæð fyrir svona æfingar og hrædd er ég um að nágrönnum mínum hér í gullbrúðkaupshverfinu mundi bregða í brún og svelgjast á snafsi, ef ég léti minn ektamann hengja mig upp í reyniviðartréið mitt hér úti í garði. Sleppa þessu... 

Svo kom aftur "Kort nýt" ( held það hafi alveg gleymst að kynna það á forsiðunni). Hér var fjallað um í 10 atriðum að passa upp á hugsanirnar. Verð að lesa það seinna...

Svo kom grein um Sögurúllettuna: við höldum drauginum frá hurðinni. Las það ekki, var ekki kynnt á forsíðunni. Les það kanski seinna þegar ég er búin með símaskránna.

Aftur kom "Kort nyt" Jæja, nú var það Wellness fyrir líkama og sál! Æi.. sorrý. þetta var ekki um Herbalife og því hafði ég ekki áhuga. Nú var komið að greininni um Samviskuna í heilanum. Verð að segja að þegar hér var komið sögu, var ég búin að lesa svo mikið í "Kort nýt" að ég nennti bara ekki að lesa þetta. Ég er sennilega samviskulaus. Þarf að skoða það nánar... seinna.   Mitt í þessari samviskuumfjöllun rak ég augun í bókakynningu! Þarna var viðtal við unga blaðakonu sem átti kærasta sem lent hafði í slysi og fengið heilaskemmtir. Hún hafði ákveðið að vera áfram í sambandinu við hann þó hann væri breyttur maður. Já góðann daginn! Hver breytist ekki við slys? Gæti nú sjálf skrifað bók um það eða grein á tré. Smá reynsla á bakinu hér...  En, aumingja stúlkan var þreytuleg á myndinni og á alla mína samúð. Án efa fín bók sem hún hefur sett þarna saman. Sennilega þarf ég bara að horfa á hryllingsmynd og lesa svo bókina... Greinina um gildi áhorfs á hryllingsmyndir geymi ég til betri tíma. 

Ég var nú alveg að gefast upp á að fletta þessu fína blaði þegar ég kom að viðtali við Stig Ross. Mátti til með að lesa það og komst að því að þetta var bókakynning. Kappinn sem syngur svo vel hefur 48 tíma í sólahringnum segir hann og er búin að þróa nýja aðferð til að vera til. Held ég fari á bókasafnið og fái bókina lánaða. Hann segist hafa valið að vera til staðar, ekki fjarlægur. Kanski maður verði til frásagnar um þá tækni eftir lestur bókarinnar. 

Nú nennti ég eiginlega alls ekki að lesa meira í þessu blaði en rak þá augun í fyrirsögnina að móðurhlutverkið væri sársaukafullt. Þetta var viðtal við kvennprest og móður. Hún hlýtur að vita um hvað hún er að tóna, les það kanski seinna. Rak nefnilega augun í aðra bók sem mig langar að lesa.  Þú ert það sem þú hugsar - Hin nýja kenning um leiðina til árangus.  Gæti verið áhugaverð lesnig. Skoða það.

Nú, svo sé ég hér, að ég þarf að lesa seinni hlutann af blaðinu, því þar er fjallað um nýtt hreyfikerfi. Held ég þurfi að skoða hvort það er eitthvað fyrir mig, því eftir að ég datt á hlaupabrettinu í okt. sl. þegar ég var að horfa á fallhlífastökkið, hef ég ekki getað notað hlaupaskóna mína, þó þeir séu ansi góðir...  

Já, kanski á ég bara eftir að lesa allt blaðið? Held að ég hafi bara dittið og dottið í auglýsingarnar og stuttu pistlana...

Afhverju ætli það sé???? 

Fyrirsagnir - hvað??? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband