Vorfílingur í DK

109-0913_IMG

Það fer ekki hjá því að vorið setji sinn svip á viðhorfin og panleggingarnar Grin    Vorið er frábær tími, allt að lifna úr vetrardvala. Í gær sá ég fyrstu laufin vera að springa út. Alveg frábært Smile Krókusarnir hafa fyrir nokkru sett litríkann svip sinn á umhverfið og fuglarnir eru glaðir með veðráttuna, það heyrist á gleðisöng þeirra Whistling Brátt eru páskaliljurnar líka útsprungnar. Hér stendur fyrir dyrum að slá garðinn áður en í óefni fer... Tounge

Þetta þýðir m.a. að það styttist í siglingatímabilið hér. Úff, hvað ég hlakka til þegar við getum skellt okkur um borð í Perluna, lagt frá landi og haldið út á hafið í frelsið og kyrrðina sem fylgir því að sigla á seglskútu. Love it InLove

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Maðurinn í næsta húsi var að slá garðinn hjá sér í morgun og páskaliljurnar eru hér um öll tún sperrtar og páskalegar. En þetta með að sigla langt út haf... Ég ELSKA hafið!!!!! Rosalega ertu heppin kona. Frábæra vorkomu engill.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.3.2007 kl. 20:16

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Katrín, það er sem ljúfur draumur að fara út á hafið. líða um hafflötin þar sem vindurinn ræður ferðinni, tíminn skiptir ekki máli og maður er bara eitt með nátturúöflunum Ég er siglari sem mundi aldrei fíla mig við íslandsstrendur, er svona huggusiglari. Svo geggjað að skreppa út eftir vinnu synda í sjónum og fá sér síðan kvöldverð úr á sjó  

Guðrún Þorleifs, 16.3.2007 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband