Sunnudagur í DK

Vorið er komið hér í DK, bæði samkvæmt dagatali og veðri. Þetta þýðir m.a. að nú fer "raiserhjóla" tímabilið í gang. Trú þessu erum við búin að taka töfraprikin okkar út og byrjuð að hjóla. Reyndar svindluðum við og þjófstörtuðum tímabilinu milli jóla og nýárs, með því að taka 70 km hjólatúr á grennsuna ( þýsku landamærin). Við erum nú ekki íslendingar fyrir ekki neitt og eigum því erfitt með að aðlaga okkur að svona tímabilum Wink En hjólafjörið er hafið hér hjá okkur! Við uppgötvuðum samt ekki þetta sport fyrr en eftir rúmlega sjö ára búsetu hér Whistling

Einni hefð höfum við reynt að fylgja hér í DK en það er stóra DGI helgin aðra helgina í mars. Þetta er alveg stórmerkileg helgi. Þannig er að danir hafa alveg rosalega sterka hefð fyrir leikfimi. Dætur okkar skelltu sér í leikfimi hér strax þegar við fluttum. Sú eldri er enn að. Þetta hefur þýtt að við höfum farið og horft á miklar leikfimisýningar hér þessa umræddu helgi árlega. Þetta er oft mjög flott og gaman að sjá hvað æska landsins er að gera. Í ár vorum við svo upptekin af nýja hjólaáhugamálinu okkar að við mættum ekki fyrr en seinni partinn í gær sunnudag til að horfa. Ætluðum bara að horfa dótturina og hennar hóp. Vegna seinkunnar voru að fara á gólfið, þegar við komum, hópur manna og kvenna. Já, það var voða gaman að sjá þau en algerlega óskiljanlegt fyrir mig að fatta að einhverjir karlar á aldrinum 30 til 75 ára séu tilbúnir að sýna eitt skref til hægri og eitt skerf til vinstri, arma upp arma niður o.s.fr. Gott hjá þeim, en ég er nú feginn að minn maður vill frekar hjóla Grin Þegar kom að hóp dótturinnar var stoltið alveg að fara með mann! Krakkinn bara að standa sig svona flott. Já, hún er nú ekki íslendingur fyrir ekki neitt Wizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband