Er þetta ásættanlegt?

Í gærkvöldi heyrði ég í litlu systur minni. Hún var að spá í að heimsækja pabba. Hún var bara ekki viss um það hvort hún treysti sér í heimsóknina.

Afhverju var hún ekki viss?

Ástæðan fyrir óvissu hennar eru aðstæðurnar sem pabbi þarf að búa við á öldrunardeildinni sem hann er á.

Skoðum aðeins málið.

Pabbi sem er 74 ára hefur síðan í október 2003 þurft að vera á hjúkrunar- og ummönnunarstofnunum. Hann getur hreyft augun og andað.

Í dag er staðan sú að hann þarf að deila herbergi með bláókunnugum manni.  Mamma sem býr í eigin íbúð rétt við umönnunarstofnunina sem pabbi er á, fer til hans tvisvar á dag. Áður var pabbi á einbýli og þá var gott að geta komið og verið hjá honum í ró og næði. Sorgin sem fylgir svona veikindum er mikil og því gott fyrir fjölskylduna að hafa persónulegt afdrep. Þetta næði eða form fyrir "einkalíf" á stofnuninni er ekki lengur til staðar. 

Nú er það ekki svo að við höfum neitt persónulega á móti þeim manni sem þarf að deila herbergi með pabba, hans staða er jafn slæm. 

Í gær háttaði svo til að herbergisfélaginn var veikur, lá í rúminu og hóstaði út í eitt á milli þess sem hann kallar á dóttur sína. Það gerir hann á hverju kvöldi þegar búið er að setja hann upp í rúm. Það er sorglegt að þurfa að hlusta á þetta og enn erfiðara er það þegar maður situr hjá pabba og langar að eiga góða stund hjá honum.  Sú stund er trufluð af svona ytri aðstæðum sem ekki eru boðlegar neinum.  Þegar við bætist að blessað starfsfólkið á deildinni er meira en minna af erlendum uppruna og íslensku kunnátta þess misgóð, þá finnst mér stundum eins og ég sé komin í algerann bullheim þegar ég kem þarna. 

Dæmi: herbergisfélaginn liggur í rúminu sínu og kallar á dóttur sína: STÍNA, þá kemur indæla útlenska konan og klappar honum á vangann og segir: nei nei Jón minn, þú getur ekki fengið síma.

Eða gamli maðurinn sem gekk að einni starfskonunni og spurði: Skilur þú mig? Já, sagði konan sem var eini íslendingurinn á vaktinni. Getur þú tekið mig með til Íslands, spurði gamli maðurinn. Er von að hann spyrji?

Eru þetta ásættanlegar aðstæður fyrir fólkið okkar?

Getur þú hugsað þér að lenda í svona aðstæðum?

Hvað er til ráða? 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þetta er bara alveg hræðilegt að heyra um.....hvers á aumingja gamla fólkið okkar að gjalda? Er ekki hægt að fara að fá heilbrigða skynsemi og smá innsæi við völd og stjórnun í öllu sem tengist hinu mannlega. Hvar gelymdist eiginlega á leiðinni að við erum að díla við fólk og líf þess og virðingu. Og hvernig stendur á því að þetta fær að viðgangast??

Bestu kveðjur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.3.2007 kl. 13:57

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Takk fyrir innlitið og kvittið Katrín mín. 

Hvað mundi gerast ef fólkið sem við veljum til stjórnunar lands og þjóðar lenti í þessu með sína aðstandendur? Þá er ekki víst að viðkomandi mundi leyfa sér að nota fé úr sérmerktum sjóðum aldraðra til þess að gera t.d. kostningabæklinga svo eitthvað sé nefnt... 

Guðrún Þorleifs, 8.3.2007 kl. 15:46

3 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Sennilega ekki að skila mikil framlegð þessi þjónusta. Allt spurning um áherslur. Datt í hug þegar "Villi besti vinur gamla fólksins" sóttist eftir borgarstjóraembættinu og gamla fólkinu fannst það alveg lúxus að þurfa ekki að fara á kjörstað, því komið var með kassann til að láta það kjósa á dvalarheimilið, ( nú mundu þeir eftir því) sumt hálfklöknaði og að sjálfsögðu kaus það sinn mann. Áður en leið á löngu hafði "Villi besti vinur gamla fólksins" hækkað þjónustugjöldin enda fengið umboð þess til að sjá um þau mál, eða var það ekki aðalmálið?

Vilborg Eggertsdóttir, 11.3.2007 kl. 16:14

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ég held nú að þetta "vandamál" sé heldur eldra en eins árs. Málið er að við Íslendingar höfum haft eldra fólkið okkar inn á heimilunum þar til fyrir örfáum áratugum og því fór sem fór. Framkvæmdir öldrunarþjónustu byggðust ekki nógu hratt upp. Full ástæða er til að bæta úr því.

Guðrún Þorleifs, 12.3.2007 kl. 10:22

5 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Takk fyrir "innlitið" Guðríður. Það er rétt hjá þér að umönnunin er sem betur fer ekki slæm. Það er hin ytri aðbúnaður sem myndar rammann, sem ekki er í lagi. Það er rosalega erfitt sem aðstandandi.

Guðrún Þorleifs, 12.3.2007 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband