Hugs, pæl og bull

Eftir að ég opnaði þessa síðu hef ég mikið pælt í því hve bloggheimurinn er orðin breyttur síðan ég var að feta mig fyrst í þessum heimi  Wink Það var einhvern tímann árið 2002 að ég fór af stað með blogg. Mér var bent á þetta af vinkonu minni sem hafði verið með mér í námi þar sem við lærðum foritun, digitalmyndvinnslu og fleirra þessu tengt. Mér fanst gaman að prófa þetta, gat breytt síðunni eins og mig lysti með forritunarmálinu sem ég kunni þá Wink Ég notaði svo síðuna til að skrifa um líf okkar fjölskyldunnar hér í DK. Lesendur síðunnar voru nánasta fjölskyldan. Svo tók ég mér pásu og opnaði aðra síðu og var hún íslensk. Fannst hún aðgengileg og fín.  Hægt og rólega bættust í blogglesendahópinn vinir. Heimsóknir á síðuna hafa verið frá 10 og upp í 20 á dag. Gaman að því Smile Svo gerist það að ég fer að verða svekt á því hve síðan er lengi að hlaðast inn, vesen að setja inn myndir, linka á efni, erfitt kommentakerfi sem reynt var að laga og erfitt að setja inn blogg snemma á morgnanna. Þetta varð svo til að ég ákvað að prófa moggabloggið. Sá að þar var að hrúgast inn fullt af fólki Whistling Nýjr bloggarar í massavís. Ráðlagt er að velja veitingastað sem er fjölmennur fremur en þann sem er fámennur. Með það í huga kom ég hingað. Wink Þegar ég svo er komin hingað fer ég meira en fyrr að fylgjast með þessum moggabloggheimi og mig rak í rogastans þegar ég áttaði mig á þeirri rosalegu breytingu sem hefur átt sér stað í bloggheimum á þessum 5 árum sem ég hef verið þar Wink Þetta er greinilega "inni" í dag og líklega komið til að vera og þróast áfram.  Það er í sjálfu sér hið besta mál. Fólk er mikið til hætt að skrifa bréf og tjá sig og segja frá í því formi. Það er gott að geta sett hugsanir sínar og/eða skoðanir í ritað orð . Reyndar sýnist mér sumir svo önnum kafnir við að tjá sig, bæði á sinni síðu og annara að ég held helst að vinnudagur fólks á Íslandi hafi styttst til muna LoL Nú gæti einhver hugsað sem svo að ég geti tútt um talað ég hafi greinilega eytt dágóðum tíma á netinu til að komast að þessari niðurstöðu og því get ég svarað játandi. Það kemur ekki til af góðu.  Þetta er gott í bland með bókum og afþurrkun þegar hafa á hægt um sig Halo

Nú standa samt mín bloggmál þannig að ég get í bili ekki bloggað inn á hina síðuna mína því þá fer athyglisverð færsla sem ég skrifaði og margir hafa lagt leið sína inn á síðuna til að lesa. ( margir á minn mælikvarða Wink ) og gera enn.  Hér á moggablogginu gengur svo mikið á í bloggfjörinu að mér verður um og ó...

Jamm, það er spurning um að draga djúpt að sér andann og vera með í fjörinu Wizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Life will never be the same...!!

Ég verð nú að viðurkenna það í "seinþroska" mínum að ég hef aldrei verið með blogg áður og er ekki alveg að finna út úr ýmsum fítusum í sambandi við þetta!

Hvernig set ég eiginlega inn svona bloggvini?

Life will never be the same...!!, 27.1.2007 kl. 16:24

2 identicon

Jæja væna hæna!!!!

Til hamingju með nýju fínu síðuna þína........!!!!!!!!  Þetta lítur sko bara alveg þokkalega út.

Fylgist með þér í laumi!!!!!!

Kveðja af klakanum

ég

Linda Björk Megabeib 29.1.2007 kl. 11:09

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Já; Linda mín haltu þessu fyrir þig og var það ekki http://www.inroomdesign.com/

Guðrún Þorleifs, 29.1.2007 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband