Sitt lítið af hverju...

bildeLoksins varð mér að ósk minni. Það er komin snjór í DK Wink

Eftir langvarandi rigningar og rokgusur, vöknuðum við hér í Suðursólarborg upp við smá snjókomu/slyddu. Ánægjuleg tilbreyting. Reyndar er danska þjóðin aldrei tilbúin fyrir snjókomu. Ástæðan núna, eru óvenju miklar rigningar undan farið sem hafa skapað flóðvandamál, innan dyra jafnt sem utan. Þar sem ég glími ekki við slíkt vandamál þá er mér nett sama og gleðst yfir þessum vetrarvotti  Grin

Þessu veðri er spáð næstu daga. Vona að dönskum ökumönnum gangi vel. Þeir eru alltaf svo hissa á því af hverju Norðmenn og Svíar hlægja að þeim þegar snjóar hér...

Í BT í dag voru tvær fyrirsagnir sem  vöktu athygli mína:

"Fastfood med god samvittighed" og "Du kan spise dig barnløs"

pita

Fyrri greinin fjallar um að ekki þurfi allur "hraðmatur" að vera óhollur, svo fremi að maður velji hollustu í hann. Hér er sérstaklega tiltekið pítabrauð með hollri áfyllingu 

Verði ykkur að góðu. Smile


Hin greinin fjallar um að nú hafi uppgötvast áður ókunn ástæða fyrir barnleysi fólks. Vísindamenn hafa sem sagt uppgötvað að skyndibitar og sælgæti minnka líkur á að kona verði þunguð. Ekki þarf nema smá magn af transfitu til að draga úr egglosi hjá konu. Þetta segja nýjar vísindarannsóknir. Whistling

Læt þetta duga úr Suðursólarborg, þar sem sólin skín og snjófölin sem var er fortíð og næringunni er borgið með hollustudrykkjum Smile

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband