Spurt er:

Leyfir íslenska Stjórnarskráin að íslenskum ríkisborgurum sé mismunað eftir búsetu?

Gengið á rétt margra.

Að þurfa að dvelja á hjúkrunarheimili er ekki eitthvað sem fólk velur sér, heldur kostur sem fólk verður að taka því það getur ekki lengur búið á heimili sínu, heilsu sinnar vegna. Þetta er stórt skref fyrir viðkomandi og nánustu aðstandendur. Því er mikilvægt að hjúkrunarheimilin séu í stak búin til að sinna hlutverki sínu.

Að flytja á dvalar- eða hjúkrunarheimili er stór breyting í lífi hvers einstaklings. Tengdafaðir minn átti þá ósk heitasta að geta búið heima hjá sér eins lengi og kostur var. Hann taldi þó líklegt að hann kæmist ekki hjá því að flytja á dvalar-/hjúkrunarheimili. Honum þótti það ekki góður kostur en tók þá ákvörðun að venja sig við lífið þar með því að fara þangað nokkrum sinnum í viku og borða þar hádegisverð. Þetta var hans aðlögun að því er seinna kom. Þá þekkti hann bæði heimilisfólk og starfsfólk og hið óumflýjanlega varð honum auðveldara. Önnur öldruð vinkona mín sem átti eins og svo margir þá ósk að geta búið heima hjá sér alla tíð, þurfti heilsu sinnar vegna að gefa þá von sína upp og flytja á dvalarheimili. Hún hefur nú búið þar í nokkur ár. Þegar ég heimsæki hana segir hún mér að hún hafi það "svo sem" ágætt þarna á Hælinu. Sannarlega hefur hún það, því hún er þarna í öruggu umhverfi, heilsan leyfir ekki lengur að hún geti sinnt sér og heimili sínu án aðstoðar. Fólkið á dvalarheimilinu sem staðsett er úti á landi þekkir hana og hennar. Það er sæmilegasta festa í starfsmannahaldi og hjálpar það mikið til.

Þegar faðir minn fór á hjúkrunarheimili var það vegna þess að hann var orðin svo mikill sjúklingur og þurfti því á mikilli faglegri umönnun að halda. Hann hefur dvalið á hjúkrunarheimili í Reykjavík í nokkur ár. Þar er enginn sem þekkir hann frá því áður en hann veiktist, engin sem þekkir okkur. Þar eru endalaus mannaskipti, manneklan og mikið af ófaglærðu fólki sem ekki talar íslensku. Á meðan "Góðærið" át upp þjóðfélagið okkar var ekki hægt að manna stöður þarna með fagmenntuðu fólki þannig að það héldist í starfi. Þetta hefur verið erfitt fyrir hann. Hann er háður öðrum með allt sitt líf. Hann dregur andann og sér með augunum sínum. Næringu fær hann í gegnum sondu. Þegar hann hefur "fótavist" er það í hjólastól sem er eins og ferlíki því hann er lamaður, spastískur og allur hnýttur. Við erum að tala um mann sem áður var heilsuhraustur, vinnusamur maður, kærleiksríkur og umhyggjusamur faðir og eiginmaður. Akkerið okkar. Í dag er hann eins og áður sagði, öðrum háður með allt og þess vegna er það svo mikilvægt að öll umönnun í kringum hann sé fagleg og vel gerð því hjá honum má ekkert út af bregða. Í sumar hafa verið ráðin sumarafleysingabörn til starfa á deildina hans. Það hefur komið niður á honum. Það er ekki sjálfgefið að 18 ára barn hjúkrunarfræðings á staðnum hafi fag- og verkþekkingu móður sinnar. Ég ætlast ekki til þess. En ég ætlast til þess og finnst eðlilegt að með svo mikinn hjúkrunarsjúkling sem faðir minn er, sé fólk sem kann til verka til að sinna honum. Líkamlegt ástand hans fer ekkert í frí þó starfsfólkið á deildinni sé í fríi. Að faðir minn eftir þetta sumarfrís ástand er nú með mein sem ekki voru þar fyrir sumarfrí finnst mér alvarlegur hlutur. Með hans heilsu á ég ekki von á að fótamein grói. Sár sem kom þegar óharðnaðir sumarafleysingaunglingar voru að setja hann í hjólastólinn. Eða kannski kom það af því fóturinn var ekki rétt settur í fetilinn og hefur því lent utan í vegg eða öðru sem særið viðkvæmt hörundið. Hann var í höndunum á fólki sem ekki kunni til verka sinna. Finnst líklegt að þarna sé komið varanlegt vandamál. Að koma heim til Íslands nú í sumar og ætla að eiga góðar stundir með föður mínum fór öðruvísi en ætlað. Sorgin yfir því hvernig umönnuninni á honum var háttað var stór og þungbær. Hann getur ekki kvartað. Hann getur bara horft á þig með tillitsfullu augnaráði sínu og þú veist að hann spyr: hví getur fólkið ekki hugsað betur um mig?

 


mbl.is Segir gengið á rétt sjúkraliða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vorganga

Síðustu vikur og mánuðir hafa ekki kallað á neitt sérstaka þörf til að blogga. Ástandið á Íslandi setur sterkt mark sitt á mann þó maður búi ekki á landinu. Einstaka blogg hefur verið sett inn meira svona til að gera en Gera.

Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að vera óvenju mikið á Íslandi það sem af er þessu ári.  Mér finnst það gott en það er líka gott að koma hingað heim í kreppuna, atvinnuleysið sem hér er. Gott því það er ekki eins slæmt og Heima.  Sennilega svona Pollýönnubull. Wink Mér finnst það nefnilega alveg "fokking" ómögulegt að vera hér í atvinnuleysi. Útlendingur, dýr starfskraftur í mínu fagi og sennilega frekar kresin á hvað mig langar að gera eða ekki gera Whistling  En það reddast Wink

Eitt af því sem ég hef verið að nota tíma minn í er íslenskt handverk. Ég prjóna smá sjálf en ég fylgist líka mikið með því sem er að gerast á Íslandi í þeim málum og hef gert lengi. Nú er það auðveldara með FB Wink

Mér finnst stórkostlegt að fylgjast með þróun íslensks handverks. Það eru magnaðir hlutir að gerast í íslenskri hönnun!

Íslendingar eru að mínu mati alveg einstaklega sérstök þjóð. Fólkið í landinu okkar getur svo margt og hefur hvert og eitt svo stórt hlutverk í samfélagshjólinu. Ef að þjóðarsálin verður ekki kæfð með þessu ICE Save ógeði þá mun hún ná sér upp úr þeim öldudal sem nú ríkir með einstökum kröftum. Ef ICE Save reikningunum verður troðið upp í afturenda þjóðarinnar (afsakið orðbragðið) þá mun hún verða bugðuð til langrar framtíðar. 

Nú er ég búin að tjá mig um þetta og komin að því sem ég ætlaði að blogga um.

Ég ætla nefnilega að segja ykkur frá og kynna fyrir ykkur uppáhaldslagið mitt.

Þannig er að um daginn fjárfesti ég í tveimur geisladiskum.Ég var í "kreppuferðalagi" með mínum ástkæra og eins og tæknin er, þá er auðvitað nettenging í bílnum og gildir þá einu hvort maður er í DK eða SE. Slíkar aðstæður nýtir kona sér þegar ekki er verið að þræða lykkjur á prjóna eða góna.
Ég nýtti mér möguleika netsins og pantaði eins og áður sagði tvo geisladiska Diskar þessir eru rammíslenskir og  dæmi um frábært framtak. Þessir geisladiskar eru með hljómsveitinni Hjónabandið. Fyrri diskurinn kom út 2006 og sá seinni var gefin formlega út 2. júní sl. Hann heitir: Í minningu Jóns. Ég er yfir mig ánægð með þessa diska sérstaklega þann seinni. Hann nær mér inn að hjartarótum. Eitt lagið á honum er algerlega númer eitt hjá mér svo er annað sem er algerlega númer tvo hjá mér Wink Ég syng hástöfum með þegar diskarnir eru spilaðir og einnig þegar minn spilar lög af þessum diskum á hljómborðinu sínu. Nú skulið þið ekki fá neinar grillur í hausinn og halda að við séum einhverjir rosa tónlistarmenn, því fer víðsfjarri. 

Já og nú er ég endanlega komin að efninu og það er uppáhaldslagið mitt þessa dagana, Vorganga.
Dýrka lagið og textann og syng það í hljóði og með hljóði.

Mig langar að deila þessum texta með ykkur. Ástæðan er einföld, þetta er fallegt og einfalt, svo ljúft  og einlægt.

Nú vil ég að þið sjáið þennan texta fyrir ykkar innra auga og njótið.

Vorganga.

Er á rölti, um mel og móa, mikið á ég gott,
söng í eyrum lætur lóa, lifnar gamalt glott.
Fuglarnir um flóa syngja, fagurt lifnar vor.
Þannig vil ég andann yngja, eflist við hvert spor.

Andinn svífur, gáfur gefast,
ef ég geng um engi,
lengi, beðið eftir því,
beðið eftir þér.

Niður brekkur lækir líða, liðast eins og skott.
Lögmálinu ljúfir hlýða, líðst ei höfga dott.
Gutli vatn í gúmískónum gerir ekkert til.
Er í sokk af ömmuprjónum, ágætum með yl.

Nú er vorið, gengið inn í garðinn,
græni, blærinn
kominn allt í kringum mig,
kringum mig og þig.

Allt er nú í góðum gangi, gæfan mér við hlið.
Finnst mér eins og lækinn langi að leika fossanið.
Gott er þegar ganga vorsins gefur sálarfrið,
lifnar foldar frjó til lífsins, faðmar sólskynið.

Hæðir birtast, grundir gróa.
Þá er gaman úti að gleðjast
einn og leika sér,
leika sér með þér.

Texti; Jón Ólafsson

Lag; Jens Sigurðsson

Er nema von að maður elski þetta land? 

 


The driver ;)

Eins og ég "hótaði" í síðasta bloggi þá set ég hér inn nokkrar myndir frá seinni hluta trukkaferðarinnar í síðustu viku. Að fara í svona trukkaferð er upplifun og maður sér ýmislegt á annan máta. Sem fagmaður í akstri verður maður auðvitað að leggja sitt af mörkum í umferðinni en það fer ekki hjá því að sumt vekti enn frekar furðu manns þegar maður er komin á svona stórt ökutæki Cool

júní 251

Leið okkar lá meðal annars í gegnum Ebeltoft.
Þar var verið að undirbúa bæjarhátíð og mikið í gangi.

 

júní 256

Þar var líka þessi flotta skúta.
Samt ekki skútan okkar Billa né heldur Möggu og Hinna.
Mér finnst svona gamlar skútur algert ævintýri og elska að sjá þær út á sjó.

 

júní 280

Þetta er eitt af því sem stingur sterkt í augað þegar maður ekur á trukk.
Þessum fannst greinilega í lagi að leggja stórum traktor með kerru í vegabrúnina rétt við umferðareyju.

 

júní 321

Í Grenaa biðum við eftir ferju í 7 klukkutíma.

 

júní 325

Bíll við bíl í löngum röðum.

 

 júní 313

Billi sá um kvöldmatinn þetta kvöldið Cool

 

júní 328

Það er ekki mikið pláss í þessum ferjum.

 

júní 304

Það eru líka krúttleg hús í DK Smile

 

júní 309

Ég elska að horfa yfir grósku mikla akra Heart

 

júní 345

...og af því að heima er best, þá setti ég rassinn í bílstjórastólinn á fimmtudagskvöldinu þegar Billi minn, var búinn með ökutímann sinn þann daginn.

Galvösk ók ég bíltítlunni, sem vó tæp 50 tonn heim eftir hraðbraut og sveitavegum.

Gegnum hringtorg og yfir brýr.

Home sweet home

Heart

 

Já og  þarf ég að taka það fram að ég hafði aldrei ekið þessari beinskiptu títlu áður?

 


Á ferðinni :)

 
Júní 016
Skellti sæti undur afturendann og fór með mínum í bíltúr í síðustu viku.
 
Gaman að sitja hærra en venjulega og sjá vötn og landslag sem ekki sést á fólksbílum Wink
 
Júní 008        Júní 021
Leiðir okkar lágu víða. Á hraðbrautum DK og SE, með ferjum milli landa og innan DK, yfir brýr og í undirgöng, inn í stóra og litla bæi. Eftir sveitavegum hér og þar. 
Að sjálfsögðu var öll tækni með í ferðinni og konan online.
Mikilvægt að fylgjast með fréttum og "bulla smá" á netinu við ættingja og vini.
Ekki minni snilld að geta notað þessa tækni til að skoða leiðir sem á að fara.

Nú erum við komin með Flakkaranet og því má líka fara að búast við bloggi frá konunni þar sem hún siglir fyrir seglum á Flensborgarfirði í glampandi sól og helst smá roki.
Já stundum er rokið gott og stundum ekki.
 
 
 Júní 029
Mættum þessum bíl á hraðbraut á Skáni.
Held helst að þetta hafi verið Hans og Gréta á ferðinni því aftur úr bílnum láku kornmolar.
 
Júní 031
Það eru engin fjöll á Skáni Wink
 
Júní 048
 Svíar eru með sveitavegi sem eru eiginlega ein og hálf braut.
Mér fannst þetta alger snilld þangað til við lentum á eftir þessum sænsk númeraða flutningabíl. 
Hann ók alltaf á heilu akreininni og safnaði þvílíkt af bílum fyrir aftan sig og olli þar með hættulegum framúr akstri þeirra er hraðar máttu aka. 
 
Júní 049
Litli sendibíllin var voða almennilegur eftir að hann hafði tekið fram úr þessum "bíltappa" og 
var með sýnikennslu fyrir "tappabílstjórann". Sú kennsla bar ekki árangur WinkJúní 067
Hér er dæmi um annan "tappabílstjóra".
Þessum fannst það rétta leiðin að velja hraðbrautina
fyrir gamla, lélega bílinn með lúnu kerrunna.
Þrátt fyrir léttaflutning (einangrunarull) komst kappinn ekki hraðar en 60 km.
Bara ef þið eruð ekki viss, þá velur maður sveitavegi í svona tilvikum.
Cool
 
Júní 026
Viðvörun við hjólastíg.
Skemmtilegt að sjá að viðvörunar merkin í Se eru rauð og gul eins og á Ísl. 
 
Júní 050
Krúttlegt sænskt býli sem liggur við hraðbrautina. 
 
Júní 061
Farmurinn þarf ekki að fylla mikið til að vigta mikið.
 
 
Meira af ferðalagi mínu í næsta bloggi.
Þangað til, lifið heil!
Cool
 
 
 
 
 
 
 

Næsta síða »

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband