Í gær . . .

Skelltum okkur í smá bíltúr í gær að leita að blómum. Leitin bar ekki árangur svo ég notaði eigin blóm í verkefnið. Þessi bíltúr var frábær. Planið var að fara út í búð og kaupa páskaliljur og  fórum  við hjónin og prinsessan af stað. Ákváðum að fara í bíltúr um nýju húsahverfin hér því ég þarf að huga að því í tíma hvernig sumarhúsið mitt á að líta út. Þetta sem ég ætla að teikna sem lokaverkefni. Best að byrja að spá í tíma svo maður geti skipt nógu oft um skoðun til að að komast að réttri niðurstöðu eða þannig Tounge Þegar við vorum á heimleið lentum við fyrir algera tilviljun inn í "bílaskrúðgöngu". Ó, já,  . . . alveg satt. Um borgina okkar ók flokkur bíla, með blikkljósin á, veifandi rauðum fána með svörtum fugli, bílflauturnar hljómuðu og þessi að mér finnst arabíska tónlist ómaði út um opnar rúðurnar. Fólk hrópaði og kallaði og mikil gleði í gangi. Við vorum smá stund að átta okkur á því hvað var í gangi, æddum heim að ná í myndavél og íslenska fánann. Alltaf að vera með. Ó já. Þetta með fánan má draga frá en kom til tals.Tounge Svo brunuðum við niður í bæ til að upplifa þessa gleði Króatíumanna og taka myndir af þessum atburð. Við Ráðhúsið okkar söfnuðust þeir saman um 200 manns, dönsuðu færeyska hringdansa við arabíska tónlist. Voða gaman hjá þeim og óska ég þessu ríki og þegnum þess, alls hins besta. Ekki veitir af þar sem atvinnuleysi þar er um 70 til 80% Pinch og íbúar þessa lands búnir að upplifa skelfingar sem eyðileggja sálina.


Eftir að hafa fylgst með þessari gleði skelltum við okkur á Ib Rene Cario og fengum okkur kaffi og kakó hjá Ingunni Pingunni sem var að vinna.

Já, svona geta upplifanirnar komið til manns án þess að maður viti að þeirra er von. Við sem fórum út að kaupa blóm sem ekki fékkst, og skoða arkitektúr, enduðum með að upplifa gleði ríkisborgara hinnar nú sjálfstæðu Króatíu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er bara stuð á minni, frábært.  Er farið að vora??  vildi að ég gæti skroppið í heimsókn.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.2.2008 kl. 11:37

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Í garðinum mínum er tré sem blómstrar gulum blómum í kringum páska, brumið á því er að byrja að opnast . . . 

Alveg skyldi ég taka á móti þér í heimsókn

Guðrún Þorleifs, 18.2.2008 kl. 13:12

3 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ohh, ég sakna minnar Danmerkur.....  - alltaf eitthvað að gerast á götunum! Það eru nú ýmsir kostir sem fylgja fjölmenningarlegu samfélagi, eins og þessi, að upplifa gleði og fögnuð sumra nýbúa við nýlegu ástandi í sínu gamla ríki. Bara að við gætum nú öll lifað saman í sátt og samlyndi - að öll dýrin í skóginum gætu verið vinir

Lilja G. Bolladóttir, 19.2.2008 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband