Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Áramótasund í Sønderborg 2007

Í dag fór fram Áramótasundið hér í Sønderborg.  Þetta sund hefur verið þreytt hér í nokkur ár og er forsprakki þess sundgarpurinn og hjólakappinn Fylkir. Í fyrstu var hann einn um þetta sund en síðan hefur bættst við í hetjuhópinn. Misjafnt er milli ára hve margir taka þátt. Í ár leit út fyrir að einungis 2 ætluðu að sýna þá hetjudáð að synda í 6° köldum sjónum, þeir Kjartan og Leifur.

Áramótasund 2007 001

Á elleftu stundu snaraði Snorri sér úr kuldagallanum og kom þá í ljós að kappinn var klár í sjósundið. Þar með voru sjósundshetjurnar orðnar 3 sem örkuðu niður í sjávarmálið. Heyrðist þá á ströndinni að baki þeim að tekin var ákvörðun! Vinur vor Sveinn svipti sig klæðum, það var nú eða aldrei ! Maðurinn að flytja heim á vordögum. Á naríunum smellti hann sér í hóp hinna víkinganna.

Áramótasund 2007 002

Á haf út fóru þeir...

 

Áramótasund 2007 006

...og til baka komust þeir  LoL

 

Kæru bloggvinir,

ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar

gleði og farsældar á nýju ári.

 

Wizard Wizard Wizard


 

 

 


Hættuleg jólagjöf í handfarangri

Var að senda soninn af stað heim til Íslands. Hann tók innanlandsflugið héðan frá SDB. Hann var tekinn í öryggishliðinu hér. Með hættulega jólagjöf!!! Litla Rosendahl flösku! Honum var sagt að þetta morðvopn gæti hann ekki haft með í handfarangri, hann gæti slegið mann og annan með þessu. Ekki höfðum við áttað okkur á þessum möguleika en sjáum núna að loka verður öllum verslunum í fríhöfnum um allan heim. Það gengur ekki að hægt sé að kaupa morðvopn þar eftir að búið er að fara í gegnum stórkostlegt öryggiseftirlit við innritun. Sé alveg ljóslifandi fyrir mér nú hve hættuleg Stelton kaffikanna er svo eitthvað sé nefnt nú eða Bing og Gröndalh postulínið. OMG þetta gengur ekki! Er ekki best að setja alla í hand- og fótjárn við innritun og vera svo með færiband fyrir farþega líkt og töskur?

 

 

Kæra systir hvað varstu að pæla þegar þú keyptir gjöfina handa syni mínum???

 

Police Bandit Police

Whistling


Jólakveðja

 
Bestu óskir um
 
gleðileg jól!
 
 
 
Kær kveðja
 
 
 
 
eg1a
 

Hvernig er þetta hægt?

Í morgunn vakti Billi athygli mína á rósaknúbb sem virtist ákveðin í því að springa út þrátt fyrir að nú væri veturkonungur genginn í garð. Þegar hann ríkir er ekki tími nýútsprunginna rósa. Litli rósaknúbburinn okkar virtist ekki hafa heyrt um þessa staðreynd eða látið hana sem vind framhjá sér þjóta.

 

 

Þetta vakti mig til umhugsunar. Þannig er mál með vexti að ég er mjög leið. Eiginlega voða sorgmædd líka. Þið vitið, svona líðan þegar tárin eru alveg að fara að renna og renna stundum. Langar þig að vita hvers vegna mér líður illa? Mig langar alla vega að segja þér það. Helst vil ég segja það sem flestum. Helst vil ég að ástæða hryggar minnar valdi umræðu sem gæti skilað árangri til lausnar á því er hryggir huga minn. Ástæðan er að þetta er ekkert einsdæmi. Of margir eru lítilvirtir á þennan hátt. Einstaklingar sem ekki geta varið sig, sem ekki geta beðið um hjálp, einstaklingar sem eiga allt sitt undir þeirri umönnun sem þeir fá.
Þið sem þekkið mig eruð án efa búin að gera ykkur grein fyrir að þetta snýst um pabba og aðstæðurnar hans. Pabbi er í þeim fjötrum að lifa í líkama sem gerir hann að miklum umönnunar sjúkling. Hann er spastískur í öllum limum. Getur hreyft höfuðið lítillega og augun hans fylgja okkur þegar við erum hjá honum. Málið er farið en tárin ekki. Hann getur setið í hjólastól sem er stór óþjáll og fyrirferðarmikill. Til að setja hann í rúmið og taka hann úr því þarf að nota sérstaka lyftu. Allur þessi útbúnaður tekur pláss.
Mamma fer til pabba í hverju hádegi og gefur honum sondu. Síðan kemur hún aftur um kvöldmatarleitið, gefur honum sondu, er hjá honum á kvöldin tekur þátt í aða undirbúa hann fyrir nóttina. Situr hjá honum, talar við hann og segir helstu fréttir, les fyrir hann, spilar tónlist eða horfir á sjónvarpið með honum. Reynir að skapa þeirra stemmingu. Þau eru jú búin að vera gift í rétt rúm fimmtíu ár og þekkja því hvort annað vel. Mamma tekur gjarnan handavinnuna sína með í þessar samverustundir þeirra hjóna. Notalegt, finnst ykkur það ekki? Þrátt fyrir allt, þá er möguleiki á að eiga notalegar samverustundir þó lífið hafi ekki fært þeim þá samveru á efri árum sem þau dreymdi um og stefndu að.

En er þetta svona?

Nei, ekki alveg. . . Það er nefnilega þannig að pabbi er á tveggjamanna stofu. Þannig hefur það verið í um 3 ár. Á þessum árum hafa "sambýlismenn" pabba verið nokkrir og þetta er ekki ádeila á þá. Þeir hafa líka verið fórnalömb þessa kerfis. Það sem er að, er að það er vita vonlaust fyrir mömmu að eiga einkasamverustundir með pabba á tveggjamannastofu, því aðeins skilur tjald á milli. Tjald sem stundum lafir uppi. Svona tjöld eru efnisþunn. Þau eru ekki notuð sem milliveggja efni hjá þér eða mér. En þetta er það sem stendur til boða og þrátt fyrir að fjölskyldan haf marg ítrekað beðið um einbýli fyrir pabba svo hægt sé að sinna honum sem þeim sjúkling sem hann er. Með aðstöðu fyrir starfsfólk með hjálpartækin hans, með aðstöðu fyrir mömmu til að geta átt síðustu stundirnar með honum án þess að þurfa að hlusta á hræddan mann í næsta rúmi bölva og ragna í ótta sínum eða hóstandi, hrópandi á ættingja svo eitthvað sé nefnt. Það er útilokað að halda sönsum við þessar aðstæður. Útilokað að eiga það einkalíf sem manni finnst að hjón eigi rétt á, þó heilsa annars sé farin. Oft hefur okkur verið vísað út frá pabba þegar við höfum verið þar um kl. 19.30 til 20.00 á kvöldin. Ástæðan er að setja þarf "sambýlismanninn" upp í rúm. Klárlega þarf það að gerast án þess að við séum til staðar. Enginn spurning. Þetta er bara svo bilað. við getum ekki litið inn til pabba á kvöldin því herbergisfélaginn er kominn í rúmið og þarf að sofa. Hans rytmi er annar en pabba. Þetta er geggjun. Hversvegna í andskotanum er ekki meiri virðing fyrir lífi fólks? hversvegna getur pabbi ekki fengið einbýli? Svo virðist, að þau einbýli sem losna á deildinni séu eingöngu fyrir konur. Því virðist ekki von um að það gríðarlega álag sem er á mömmu minnki. Mér er fyrirmunað að skilja að ekki sé hægt að koma á móts við þarfir jafn veiks manns og pabbi er. Á móts við þarfir mömmu, sem með aðhlynningu við pabba sparar deildinni ómældan starfskraft.

hvar er viðringinn við einstaklinginn? 

Hvar er virðingin við hjónabandið?

Hvar er virðingin við einkalífið?

Hvar er velferðarsamfélagið?

Er von?

Á ég að leyfa mér að trúa og vona að lausn sé handan við hornið?

Að þrátt fyrir vitavonlausar aðstæður þá munum við ekki gefast upp heldur berjast gegn "veðri og vindum" og ná árangri fyrir pabba og mömmu, svo þau geti saman átt sínar einkastundir þrátt fyrir allt?

Heldur þú að hægt sé að bæta þetta ástand?

Ef þú heldur það, segðu mér þá hvað þú telur vænlegast.

 

Fegurð

 

Í lokin er svo mynd af fegurstu rósinni minni sem blómstrar í dag. Hún gefur von eins og hinar rósirnar hér á undan. Þegar ég fór út í garð í morgunn til að taka mynd af litla bjartsýna rósaknúbbnum mínum, þessum rósaknúbb, sem gaf mér þá hugmynd að þó útlitið virtist vonlaust, þá væri samt alltaf von ef baráttan væri til staðar. Þegar ég svo var komin út í garð sá ég fleiri knúbba og útsprungnar rósir. Það sagði mér það sem ég þurfti í dag.

Lifið heilHeart

 


 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband